Titillinn tekinn af KR: „Þetta er bara klúður“ Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2024 10:30 Víkingar og KR-ingar hafa eldað grátt silfur saman á fótboltavellinum síðustu ár. vísir/Hulda Margrét KR-ingar þurfa að öllum líkindum að horfa á eftir Reykjavíkurmeistaratitlinum í fótbolta, sem þeir fögnuðu í gærkvöld, í hendur Víkinga sem verður dæmdur 3-0 sigur í leik liðanna vegna ólöglegs leikmanns KR. Alex Þór Hauksson, nýr leikmaður KR, var ekki kominn með leikheimild þegar leikurinn fór fram en þetta staðfesti Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, við Vísi í morgun. Alex tók þó þátt í leiknum og því verður KR dæmt tap, þrátt fyrir að hafa unnið þennan úrslitaleik í vítaspyrnukeppni. Víkingar þurfa ekki að kæra úrslitin heldur er málið í höndum skrifstofu KSÍ sem reyndar virðist eiga ákveðna sök í málinu. Ákváðu að breyta ekki planinu Málið á sér nefnilega nokkurn aðdraganda. KR-ingar fengu í fyrstu þær upplýsingar frá KSÍ að Alex og Aron Sigurðarson, sem einnig er nýr leikmaður KR, mættu spila leikinn. Það var svo dregið til baka. Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, útskýrði nánar hvernig þetta gekk fyrir sig: „Ég talaði við KSÍ í gærmorgun. Þar fengum við þær upplýsingar að þeir væru með leikheimild. Strákarnir fóru svo út á æfingu. Klukkutíma síðar fékk ég svo þær upplýsingar frá KSÍ að þeir væru ekki með leikheimild. Ég var svo í öðrum störfum, sem framkvæmdastjóri félagsins, og náði ekki aftur í Gregg [Ryder, þjálfara KR] fyrr en um fjögurleytið. Þá var búið að ákveða planið fyrir leikinn og við ákváðum af fótboltalegum ástæðum að spila bara leikinn eins og lagt var upp með frá æfingunni í hádeginu,“ segir Bjarni og ljóst að KR-ingar ætla ekki að svekkja sig of mikið á málinu: „Þetta er æfingamót. Auðvitað erum við ekki sáttir með að klára ekki titilinn en við ákváðum að spila þetta svona og sjá hvað gerðist. Við fengum frábæra æfingu út úr þessu og þar við situr Þetta er bara klúður. Við erum þá með fjörutíu svona titla en þeir fara í sinn sjötta. Við erum alveg ágætir og þetta hefur lítið að segja þegar út í alvöruna er komið í sumar.“ Bjarni Guðjónsson er framkvæmdastjóri KR.vísir Fengu ekki að spila á sama degi og Valur eða Fram hefðu fengið Það er í höndum skrifstofu KSÍ að úrskurða um leiki á mótum á undirbúningstímabilinu, svo félög sem taka þátt í leiknum þurfa ekki að kæra úrslit eins og ef um leik í bikarkeppninni eða á Íslandsmótinu væri að ræða. Það munaði aðeins einum degi að Alex mætti spila fyrir KR því í dag er hann kominn með leikheimild. Það sama má segja um Aron og einnig nýja leikmenn Víkings sem ekki tóku þátt í leiknum í gær. Bjarni lætur það þó ekki svekkja sig: „En það er auðvitað svolítið spes að KR fái að vita það á miðvikudagskvöldi klukkan 22 að það verði spilað daginn eftir klukkan 18,“ segir Bjarni en það varð ljóst eftir 3-2 sigur Fram á Val á miðvikudag hvaða lið myndu spila úrslitaleikinn. „ Við reyndum að færa leikinn, fram í helgina eða bara til 4. mars eins og ef að Valur eða Fram hefði átt að spila leikinn í stað okkar. En KR gat ekki fengið það, og allt í góðu með það.“ Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KR Besta deild karla KSÍ Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Alex Þór Hauksson, nýr leikmaður KR, var ekki kominn með leikheimild þegar leikurinn fór fram en þetta staðfesti Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, við Vísi í morgun. Alex tók þó þátt í leiknum og því verður KR dæmt tap, þrátt fyrir að hafa unnið þennan úrslitaleik í vítaspyrnukeppni. Víkingar þurfa ekki að kæra úrslitin heldur er málið í höndum skrifstofu KSÍ sem reyndar virðist eiga ákveðna sök í málinu. Ákváðu að breyta ekki planinu Málið á sér nefnilega nokkurn aðdraganda. KR-ingar fengu í fyrstu þær upplýsingar frá KSÍ að Alex og Aron Sigurðarson, sem einnig er nýr leikmaður KR, mættu spila leikinn. Það var svo dregið til baka. Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, útskýrði nánar hvernig þetta gekk fyrir sig: „Ég talaði við KSÍ í gærmorgun. Þar fengum við þær upplýsingar að þeir væru með leikheimild. Strákarnir fóru svo út á æfingu. Klukkutíma síðar fékk ég svo þær upplýsingar frá KSÍ að þeir væru ekki með leikheimild. Ég var svo í öðrum störfum, sem framkvæmdastjóri félagsins, og náði ekki aftur í Gregg [Ryder, þjálfara KR] fyrr en um fjögurleytið. Þá var búið að ákveða planið fyrir leikinn og við ákváðum af fótboltalegum ástæðum að spila bara leikinn eins og lagt var upp með frá æfingunni í hádeginu,“ segir Bjarni og ljóst að KR-ingar ætla ekki að svekkja sig of mikið á málinu: „Þetta er æfingamót. Auðvitað erum við ekki sáttir með að klára ekki titilinn en við ákváðum að spila þetta svona og sjá hvað gerðist. Við fengum frábæra æfingu út úr þessu og þar við situr Þetta er bara klúður. Við erum þá með fjörutíu svona titla en þeir fara í sinn sjötta. Við erum alveg ágætir og þetta hefur lítið að segja þegar út í alvöruna er komið í sumar.“ Bjarni Guðjónsson er framkvæmdastjóri KR.vísir Fengu ekki að spila á sama degi og Valur eða Fram hefðu fengið Það er í höndum skrifstofu KSÍ að úrskurða um leiki á mótum á undirbúningstímabilinu, svo félög sem taka þátt í leiknum þurfa ekki að kæra úrslit eins og ef um leik í bikarkeppninni eða á Íslandsmótinu væri að ræða. Það munaði aðeins einum degi að Alex mætti spila fyrir KR því í dag er hann kominn með leikheimild. Það sama má segja um Aron og einnig nýja leikmenn Víkings sem ekki tóku þátt í leiknum í gær. Bjarni lætur það þó ekki svekkja sig: „En það er auðvitað svolítið spes að KR fái að vita það á miðvikudagskvöldi klukkan 22 að það verði spilað daginn eftir klukkan 18,“ segir Bjarni en það varð ljóst eftir 3-2 sigur Fram á Val á miðvikudag hvaða lið myndu spila úrslitaleikinn. „ Við reyndum að færa leikinn, fram í helgina eða bara til 4. mars eins og ef að Valur eða Fram hefði átt að spila leikinn í stað okkar. En KR gat ekki fengið það, og allt í góðu með það.“
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KR Besta deild karla KSÍ Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira