Bregðast við sögulegu álagi á björgunarsveitir Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 3. febrúar 2024 08:53 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sat fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir almannavarnir munu funda með bæjarstjórn Grindavíkur um aðgengi að bænum á þriðjudag. Hann segir almannavarnir nú vilja létta álagi á björgunarsveitir sem hafi sinnt mikilli þjónustu fyrir almannavarnir á Reykjanesi undanfarin ár. Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Víði í beinni útsendingu. Eins og fram hefur komið er Grindavík án neysluvatns vegna ónýtrar stofnlagnar. Dreifikerfið er talið verulega laskað. Íbúum verður að óbreyttu hleypt í verðmætabjörgun á morgun og á mánudag. Funda með bæjarstjórn Bæjarfulltrúar Grindavíkur, meðal annars Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, hafa kallað eftir auknu aðgengi að bænum. Víðir segir að farið verði vel yfir stöðuna með bæjarfulltrúum á þriðjudag. „Og þá munum við fara vel yfir stöðuna með þeim og sjá hvernig við getum unnið þetta áfram í sameiningu eins og við höfum gert hingað til.“ Víðir segir að það sé mjög mismunandi milli svæði hvernig staðan sé. Verið sé að vinna svæðisbundið áhættumat til að mæta mögulegar hættur á mismunandi svæðum. Kemur ekki niður á viðbragðsgetu Í tilkynningu frá almannavörnum sem barst fjölmiðlum í gær kom meðal annars fram að langvarandi og endurtekin atburðarás hefði dregið úr úthaldi og aðgerðargetu almannavarnarkerfisins. Í fyrsta sinn í sögunni hafi langvarandi álag á björgunarsveitir valdið því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Kemur þetta niður á viðbragðsgetu? „Nei það er þetta sem snýr meira að þessum þjónustuverkefnum sem þeir hafa verið að vinna fyrir okkur. Björgunarsveitirnar eru og verða alltaf tilbúnar í útköll og mæta með allan þann mannskap sem þarf í það,“ segir Víðir. „En nú erum við að reyna að losa þær undan þessum miklu þjónustuverkefnum sem þær hafa verið að vinna fyrir Grindvíkinga og bara allt Reykjanesið undanfarin næstum því fjögur ár, að minnsta kosti þrjú ár, þannig þetta snýr fyrst og fremst að því að við verðum að leysa verkefni björgunarsveitanna í þessum öryggis- og þjónustuverkefnum með öðrum hætti en þeir eru eins og áður alltaf tilbúnir til útkalls.“ Víðir segir útlit fyrir að það muni nást að takmarka aðkomu björgunarsveita að verkefnum almannavarna. Björgunarsveitir verði með í verkefnum eftir helgi, en þó færri björgunarsveitarliðar en hafi verið með að undanförnu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Víði í beinni útsendingu. Eins og fram hefur komið er Grindavík án neysluvatns vegna ónýtrar stofnlagnar. Dreifikerfið er talið verulega laskað. Íbúum verður að óbreyttu hleypt í verðmætabjörgun á morgun og á mánudag. Funda með bæjarstjórn Bæjarfulltrúar Grindavíkur, meðal annars Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, hafa kallað eftir auknu aðgengi að bænum. Víðir segir að farið verði vel yfir stöðuna með bæjarfulltrúum á þriðjudag. „Og þá munum við fara vel yfir stöðuna með þeim og sjá hvernig við getum unnið þetta áfram í sameiningu eins og við höfum gert hingað til.“ Víðir segir að það sé mjög mismunandi milli svæði hvernig staðan sé. Verið sé að vinna svæðisbundið áhættumat til að mæta mögulegar hættur á mismunandi svæðum. Kemur ekki niður á viðbragðsgetu Í tilkynningu frá almannavörnum sem barst fjölmiðlum í gær kom meðal annars fram að langvarandi og endurtekin atburðarás hefði dregið úr úthaldi og aðgerðargetu almannavarnarkerfisins. Í fyrsta sinn í sögunni hafi langvarandi álag á björgunarsveitir valdið því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Kemur þetta niður á viðbragðsgetu? „Nei það er þetta sem snýr meira að þessum þjónustuverkefnum sem þeir hafa verið að vinna fyrir okkur. Björgunarsveitirnar eru og verða alltaf tilbúnar í útköll og mæta með allan þann mannskap sem þarf í það,“ segir Víðir. „En nú erum við að reyna að losa þær undan þessum miklu þjónustuverkefnum sem þær hafa verið að vinna fyrir Grindvíkinga og bara allt Reykjanesið undanfarin næstum því fjögur ár, að minnsta kosti þrjú ár, þannig þetta snýr fyrst og fremst að því að við verðum að leysa verkefni björgunarsveitanna í þessum öryggis- og þjónustuverkefnum með öðrum hætti en þeir eru eins og áður alltaf tilbúnir til útkalls.“ Víðir segir útlit fyrir að það muni nást að takmarka aðkomu björgunarsveita að verkefnum almannavarna. Björgunarsveitir verði með í verkefnum eftir helgi, en þó færri björgunarsveitarliðar en hafi verið með að undanförnu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira