Innsömun er orð dagsins Zophonías Torfason skrifar 3. febrúar 2024 09:31 Ég sá í dagskrárkynningu hjá RUV að velt var upp spurningunni hvað orðið inngilding stæði fyrir. Og svarið var að það væri þýðing á orðinu inclusion í ensku. RUV verður með þátt sem hefur verið kynntur á dagskrá að kvöldi þriðjudagsins 6. febrúar nk. og þar á að fjalla um mál innflytjenda. Það gefur mér tilefni til að viðra skoðun mína og hér tjái ég mig sem íslenskukennari í framhaldsskóla í áratugi og námsráðgjafi í hlutastarfi í nærri tvo áratugi, áhugamaður um íslenskt mál og málefni innflytjenda. Fyrir 10 árum var ég í námi í sérkennslufræðum við menntavísindasvið HÍ og lauk þaðan diplómanámi. Í lesefninu kom enska orðið inclusion ítrekað fyrir. Umræða skapaðist um það í hópnum hvernig best væri að koma orðum á íslensku yfir inclusion og önnur samstofna orð í ensku (inclusive, include og fleiri) sem öll eru merkingarlega nátengd. Kennararnir voru líka misjafnlega ánægðir með orðalag sem mest var þá notað í fræðunum eins og „skóli án aðgreiningar“. Einnig var notað „skóli margbreytileikans“ og einhver fleiri. Á þeim tíma kom ég fram með tillögur að hugtakanotkun sem næði utan um það sem um ræddi og afhenti þær skriflega kennara við menntavísindasvið. Tillögunum var vel tekið en ég hef í stuttu máli ekkert af málinu frétt síðan. Þar sem ég hef verið uppteknari af öðrum atriðum hef ég heldur ekki fylgt þessu eftir. Eftirfarandi orð yfir inclusion og skyld hugtök legg ég til að verði ígrunduð rækilega. Ég læt orðabókarskýringar fylgja og tek líka dæmi til skilningsauka. Nafnorðið inclusion. Ekki finnst samsvarandi nafnorð í íslenskri orðabók, þetta er þýtt með lýsingarhætti „innifalið, meðtalið“ eða lýsingarorðunum „innifalinn, meðtalinn, innlyksa“. Nýtt orð sem ég lagði og legg enn til er innsömun (kvk). Dæmi: Ég fann fyrir innsömun og leið vel þegar ég bjó í sveitinni. Skólastarfið beinist að því að innsömun nemenda verði sem greiðust og stuðlað að því á allan hátt. Þegar innsömun á sér stað þá eru aðstæður þannig að einstaklingur „kemst inn“ og í „beint samneyti við aðra einstaklinga í samfélagi“. Ekki flókið, og þó! Það er þessi tenging orðanna inn + saman sem mér fannst og finnst enn vera ein sterkustu rökin fyrir að innsömun felur í sér að viðkomandi upplifir sig sem hluta af hópi, samfélagi. Einnig vill svo skemmtilega til að þetta er nánast bein þýðing á orðinu inclusion og það skemmir ekki fyrir. Þetta hugtak er líka málfræðilega og merkingarlega hliðstætt við orðið samsömun sem flestir þekkja og orðabókin skýrir sem „innlifun, þegar barn samsamast fyrst foreldrum og síðan öðrum fyrirmyndum“. Í þessu samhengi er til sagnorðið að samsamast, sjá skáletrað hér í skýringunni á undan. Þessi hliðstæða með samsömun og innsömun skiptir miklu máli fyrir síðar nefnda orðið sem beinlínis fær stuðning af „eldra systkini“ í málkerfinu sem fólk kannast við. Lýsingarorðið inclusive; „innifalinn, reiknaður með, meðtalinn“ er oft haft í viðskiptum. Í samræmi við það sem kom hér á undan legg ég til orðið; innsamaður (kk) innsömuð (kvk) innsamað (hk). Dæmi: Þegar ég er innsamaður í hópinn þá er ég hluti af honum. Mér fannst ég ekki vera innsömuð í íslenskt samfélag fyrr en ég komst út á vinnumarkaðinn. Ef einstaklingur er ekki innsamaður samfélagi / hópi eftir ákveðinn tíma þá þarf að leita skýringa á því. Barnið virtist vera innsamað bekknum sínum. Hán er á góðri leið með að verða innsamað á sínum vinnustað. Sagnorðið include; „fela í sér, telja með, taka með“. Ég legg þar til sagnirnar að innsama / innsamast. Dæmi: Íslendingar leggja sig fram um að innsama fólk sem flytur til landsins en það gerist ekki sjálfkrafa. Það þarf vilja á báða bóga og við sem samfélag viljum innsama þá sem hingað flytja og auðvelda fólki að innsamast. Á sama hátt þarf einstaklingurinn að leggja sig fram um að innsamast nýju samfélagi svo það megi takast. Ég get rökstutt þetta betur en tel að þetta segi sig nokkuð sjálft og þessi hugtakanotkun geti „innsamast“ íslensku málkerfi mjög auðveldlega. Prófi hver fyrir sig. Ástæðan fyrir þessum fram komnu tillögum mínum núna eru einfaldlega þær að ég hef vissar efasemdir um orðið „inngilding“. Í fyrsta lagi hvernig á að nota það um þann sem hefur verið innsamaður; er hann inngildur eða inngiltur (með -d eða -t)? Ef kona telur sig vera innsamaða hvort er hún þá inngilt eða inngild? Hliðstætt orð og það sem ég tengi fyrst við inngildingu er löggilding og ef einhver er löggiltur þá væri væntanlega nærtækast og réttast að segja inngiltur (með -t) þegar viðkomandi er innsamaður. Í öðru lagi þá vakna hugrenningatengsl við orðin gildur og ógildur sem eru ekki endilega jákvæð hugtök sem taka manni „opnum faðmi“. Þvert á móti eru þau með afdráttarlausa merkingu svipað og „já og nei“ og ekkert þar á milli. Og svo eru ógildir seðlar ekki taldir með í kosningum, bara gildir, hinum er hent. Svo eykst flækjustigið þegar haft er í huga að gildur / ógildur (kk) og gild / ógild (kvk) eru skrifuð með -d en svo er gilt / ógilt (hk) með -t og þannig blandast saman í huga fólks orðin gildur (seðill) og löggiltur (túlkur) bæði í karlkyni, það fyrra með -d en síðara með -t, sjá Snöru (snara.is). Af þessum nánu tengslum orðaparanna gildur og giltur gæti einmitt verið komin efasemdin um hvort maður eigi að segja inngildur eða inngiltur. Það skiptir máli að vel takist til við innsömun nemanda í skóla, innflytjanda í nýtt samfélag sem og einstaklingi á nýjum vinnustað. Hver og einn stendur frammi fyrir einhverjum áskorunum, það á bæði við um þá nýkomnu sem og þá sem fyrir eru. Orðin sem við viljum nota og lýsa þessum hlutverkum okkar þurfa að vera í senn lýsandi og lipur. Þau þurfa að lýsa sem best því sem fram fer og það verður að vera hægt að treysta því að þau nái yfir það svið sem þeim er ætlað og það afmarkast ekki bara af orðanotkun í dag. Nýir tímar þurfa nýja tjáningu og þá þarf nýjar orðmyndir og viðbót við merkingarsvið. Það verður að vera hægt að nota orðin í fjölbreyttum myndum, beygingum og öllum búningum málsins svo þau eigi framtíð fyrir sér. Það er mín skoðun að orð eins og innsömun og þau önnur sem af hér hafa verið kynnt hafi burði til að túlka vel það sem þarf að koma á framfæri þegar rætt er um málefni innflytjenda og annarra hópa í svipaðri stöðu. Höfundur er framhaldsskólakennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég sá í dagskrárkynningu hjá RUV að velt var upp spurningunni hvað orðið inngilding stæði fyrir. Og svarið var að það væri þýðing á orðinu inclusion í ensku. RUV verður með þátt sem hefur verið kynntur á dagskrá að kvöldi þriðjudagsins 6. febrúar nk. og þar á að fjalla um mál innflytjenda. Það gefur mér tilefni til að viðra skoðun mína og hér tjái ég mig sem íslenskukennari í framhaldsskóla í áratugi og námsráðgjafi í hlutastarfi í nærri tvo áratugi, áhugamaður um íslenskt mál og málefni innflytjenda. Fyrir 10 árum var ég í námi í sérkennslufræðum við menntavísindasvið HÍ og lauk þaðan diplómanámi. Í lesefninu kom enska orðið inclusion ítrekað fyrir. Umræða skapaðist um það í hópnum hvernig best væri að koma orðum á íslensku yfir inclusion og önnur samstofna orð í ensku (inclusive, include og fleiri) sem öll eru merkingarlega nátengd. Kennararnir voru líka misjafnlega ánægðir með orðalag sem mest var þá notað í fræðunum eins og „skóli án aðgreiningar“. Einnig var notað „skóli margbreytileikans“ og einhver fleiri. Á þeim tíma kom ég fram með tillögur að hugtakanotkun sem næði utan um það sem um ræddi og afhenti þær skriflega kennara við menntavísindasvið. Tillögunum var vel tekið en ég hef í stuttu máli ekkert af málinu frétt síðan. Þar sem ég hef verið uppteknari af öðrum atriðum hef ég heldur ekki fylgt þessu eftir. Eftirfarandi orð yfir inclusion og skyld hugtök legg ég til að verði ígrunduð rækilega. Ég læt orðabókarskýringar fylgja og tek líka dæmi til skilningsauka. Nafnorðið inclusion. Ekki finnst samsvarandi nafnorð í íslenskri orðabók, þetta er þýtt með lýsingarhætti „innifalið, meðtalið“ eða lýsingarorðunum „innifalinn, meðtalinn, innlyksa“. Nýtt orð sem ég lagði og legg enn til er innsömun (kvk). Dæmi: Ég fann fyrir innsömun og leið vel þegar ég bjó í sveitinni. Skólastarfið beinist að því að innsömun nemenda verði sem greiðust og stuðlað að því á allan hátt. Þegar innsömun á sér stað þá eru aðstæður þannig að einstaklingur „kemst inn“ og í „beint samneyti við aðra einstaklinga í samfélagi“. Ekki flókið, og þó! Það er þessi tenging orðanna inn + saman sem mér fannst og finnst enn vera ein sterkustu rökin fyrir að innsömun felur í sér að viðkomandi upplifir sig sem hluta af hópi, samfélagi. Einnig vill svo skemmtilega til að þetta er nánast bein þýðing á orðinu inclusion og það skemmir ekki fyrir. Þetta hugtak er líka málfræðilega og merkingarlega hliðstætt við orðið samsömun sem flestir þekkja og orðabókin skýrir sem „innlifun, þegar barn samsamast fyrst foreldrum og síðan öðrum fyrirmyndum“. Í þessu samhengi er til sagnorðið að samsamast, sjá skáletrað hér í skýringunni á undan. Þessi hliðstæða með samsömun og innsömun skiptir miklu máli fyrir síðar nefnda orðið sem beinlínis fær stuðning af „eldra systkini“ í málkerfinu sem fólk kannast við. Lýsingarorðið inclusive; „innifalinn, reiknaður með, meðtalinn“ er oft haft í viðskiptum. Í samræmi við það sem kom hér á undan legg ég til orðið; innsamaður (kk) innsömuð (kvk) innsamað (hk). Dæmi: Þegar ég er innsamaður í hópinn þá er ég hluti af honum. Mér fannst ég ekki vera innsömuð í íslenskt samfélag fyrr en ég komst út á vinnumarkaðinn. Ef einstaklingur er ekki innsamaður samfélagi / hópi eftir ákveðinn tíma þá þarf að leita skýringa á því. Barnið virtist vera innsamað bekknum sínum. Hán er á góðri leið með að verða innsamað á sínum vinnustað. Sagnorðið include; „fela í sér, telja með, taka með“. Ég legg þar til sagnirnar að innsama / innsamast. Dæmi: Íslendingar leggja sig fram um að innsama fólk sem flytur til landsins en það gerist ekki sjálfkrafa. Það þarf vilja á báða bóga og við sem samfélag viljum innsama þá sem hingað flytja og auðvelda fólki að innsamast. Á sama hátt þarf einstaklingurinn að leggja sig fram um að innsamast nýju samfélagi svo það megi takast. Ég get rökstutt þetta betur en tel að þetta segi sig nokkuð sjálft og þessi hugtakanotkun geti „innsamast“ íslensku málkerfi mjög auðveldlega. Prófi hver fyrir sig. Ástæðan fyrir þessum fram komnu tillögum mínum núna eru einfaldlega þær að ég hef vissar efasemdir um orðið „inngilding“. Í fyrsta lagi hvernig á að nota það um þann sem hefur verið innsamaður; er hann inngildur eða inngiltur (með -d eða -t)? Ef kona telur sig vera innsamaða hvort er hún þá inngilt eða inngild? Hliðstætt orð og það sem ég tengi fyrst við inngildingu er löggilding og ef einhver er löggiltur þá væri væntanlega nærtækast og réttast að segja inngiltur (með -t) þegar viðkomandi er innsamaður. Í öðru lagi þá vakna hugrenningatengsl við orðin gildur og ógildur sem eru ekki endilega jákvæð hugtök sem taka manni „opnum faðmi“. Þvert á móti eru þau með afdráttarlausa merkingu svipað og „já og nei“ og ekkert þar á milli. Og svo eru ógildir seðlar ekki taldir með í kosningum, bara gildir, hinum er hent. Svo eykst flækjustigið þegar haft er í huga að gildur / ógildur (kk) og gild / ógild (kvk) eru skrifuð með -d en svo er gilt / ógilt (hk) með -t og þannig blandast saman í huga fólks orðin gildur (seðill) og löggiltur (túlkur) bæði í karlkyni, það fyrra með -d en síðara með -t, sjá Snöru (snara.is). Af þessum nánu tengslum orðaparanna gildur og giltur gæti einmitt verið komin efasemdin um hvort maður eigi að segja inngildur eða inngiltur. Það skiptir máli að vel takist til við innsömun nemanda í skóla, innflytjanda í nýtt samfélag sem og einstaklingi á nýjum vinnustað. Hver og einn stendur frammi fyrir einhverjum áskorunum, það á bæði við um þá nýkomnu sem og þá sem fyrir eru. Orðin sem við viljum nota og lýsa þessum hlutverkum okkar þurfa að vera í senn lýsandi og lipur. Þau þurfa að lýsa sem best því sem fram fer og það verður að vera hægt að treysta því að þau nái yfir það svið sem þeim er ætlað og það afmarkast ekki bara af orðanotkun í dag. Nýir tímar þurfa nýja tjáningu og þá þarf nýjar orðmyndir og viðbót við merkingarsvið. Það verður að vera hægt að nota orðin í fjölbreyttum myndum, beygingum og öllum búningum málsins svo þau eigi framtíð fyrir sér. Það er mín skoðun að orð eins og innsömun og þau önnur sem af hér hafa verið kynnt hafi burði til að túlka vel það sem þarf að koma á framfæri þegar rætt er um málefni innflytjenda og annarra hópa í svipaðri stöðu. Höfundur er framhaldsskólakennari á eftirlaunum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun