Eðlilegt að þolinmæði björgunarsveitarmanna þverri Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 13:01 Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð við beiðni um að fleiri björgunarsveitir taki þátt í aðgerðum við Grindavík. Í fyrsta sinn í sögunni geta björgunarsveitir ekki mætt óskum viðbragðsaðila um mannskap og ná ekki að manna vaktir í Grindavík. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir eðlilegt að þolinmæði björgunarsveitarmanna og aðstandenda þeirra þverri. Land heldur áfram að rísa við Svartsengi og Grindavík og eru enn taldar svipaðar líkur á gosi og áður. Kvika gæti komið upp á yfirborðið með skömmum fyrirvara á næstu dögum. Skjálftavirkni á svæðinu var afar lítil í nótt. Fjögur ár af hamförum Reykjanesi Eftir tæp fjögur ár af jarðhræringum og eldgosum á Reykjanesskaga geta björgunarsveitir landsins í fyrsta sinn í sögunni ekki mætt óskum viðbragðsaðila um aðstoð að fullu. Álagið hefur verið mikið og að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru verkefnin í Grindavík af öðrum toga en björgunarsveitarmenn eru vanir. „Björgunarsveitir eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir átaksverkefni, viðbragð við leit og björgun sem stendur yfir í takmarkaðan tíma og er yfirleitt fyrirsjáanlegt. Hér erum við kominn í einhvern annan fasa og það er kannski bara eðlilegt að þolinmæði fólks og sérstaklega fjölskyldu og vinnuveitenda sé aðeins farin að þverra,“ segir Jón Þór. Vilja leita og bjarga Þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið að manna vaktir tengdar Grindavík hefur það ekki komið niður á viðbragðsgetu björgunarsveita. Það sannaðist í nótt þegar björgunarsveitir sinntu fjölda verkefna víða um land vegna veðurs. „Fólk brennur fyrir þeirri grunnhugsun sem björgunarsveitirnar snúast um, sem er leit og björgun. Það er tilbúið til þess að nota tíma sinn í það og kasta öllu frá sér þegar þannig stendur á,“ segir Jón Þór. Erfitt að fá fólk utan af landi Hann telur það vanta smá fyrirsjáanleika fyrir björgunarsveitir. „Þegar við ætlum að draga fólk lengra af landinu þarna suður eftir, þá þurfum við að hafa smá fyrirsjáanleika og fólk þarf að geta skipulagt sig þegar það er að koma langan veg. Þannig við höfum verið svolítið að manna þetta frá degi til dags og þá reynir á fólki hérna í nærumhverfinu,“ segir Jón Þór. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Land heldur áfram að rísa við Svartsengi og Grindavík og eru enn taldar svipaðar líkur á gosi og áður. Kvika gæti komið upp á yfirborðið með skömmum fyrirvara á næstu dögum. Skjálftavirkni á svæðinu var afar lítil í nótt. Fjögur ár af hamförum Reykjanesi Eftir tæp fjögur ár af jarðhræringum og eldgosum á Reykjanesskaga geta björgunarsveitir landsins í fyrsta sinn í sögunni ekki mætt óskum viðbragðsaðila um aðstoð að fullu. Álagið hefur verið mikið og að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru verkefnin í Grindavík af öðrum toga en björgunarsveitarmenn eru vanir. „Björgunarsveitir eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir átaksverkefni, viðbragð við leit og björgun sem stendur yfir í takmarkaðan tíma og er yfirleitt fyrirsjáanlegt. Hér erum við kominn í einhvern annan fasa og það er kannski bara eðlilegt að þolinmæði fólks og sérstaklega fjölskyldu og vinnuveitenda sé aðeins farin að þverra,“ segir Jón Þór. Vilja leita og bjarga Þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið að manna vaktir tengdar Grindavík hefur það ekki komið niður á viðbragðsgetu björgunarsveita. Það sannaðist í nótt þegar björgunarsveitir sinntu fjölda verkefna víða um land vegna veðurs. „Fólk brennur fyrir þeirri grunnhugsun sem björgunarsveitirnar snúast um, sem er leit og björgun. Það er tilbúið til þess að nota tíma sinn í það og kasta öllu frá sér þegar þannig stendur á,“ segir Jón Þór. Erfitt að fá fólk utan af landi Hann telur það vanta smá fyrirsjáanleika fyrir björgunarsveitir. „Þegar við ætlum að draga fólk lengra af landinu þarna suður eftir, þá þurfum við að hafa smá fyrirsjáanleika og fólk þarf að geta skipulagt sig þegar það er að koma langan veg. Þannig við höfum verið svolítið að manna þetta frá degi til dags og þá reynir á fólki hérna í nærumhverfinu,“ segir Jón Þór.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira