Þjóðarsátt Ásgerður Pálsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 09:00 Eldra fólk á Íslandi, þessi fimmtíu þúsund manns sem er kominn yfir 67 ára aldur, er alls ekki einsleitur hópur þó í umtalinu virðist það vera svo. Það sem þessi hópur á sameiginlegt er að vera fæddur fyrir 1957 að öðru leiti er hann bara þverskurður af þjóðfélaginu. Efnahagsleg staða og tekjur eru á breiðu bili frá því að eiga miklar eignir og mikla innkomu tekna og til þess að eiga litlar eða engar eignir og hafa ekkert sér til framfærslu nema eftirlaun frá TR sem eru nú rúmlega þrjú hundruð og þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Sjötíu þúsund krónum lægri en lágmarkstaxti á vinnumarkaði. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt eins og aðra þjóðfélagsþegna. Eins og jafnan bitnar ástandið harkalegast á þeim sem minnst hafa milli handa. Landssamtök eldra fólks hafa á undanförnum árum vakið athygli á miklum skerðingum á greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins, vegna lífeyrisgreiðslna og krafist þess að þær verði endurskoðaðar. Frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er nú 25 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá 2017. Okkar krafa er að það verði 100 þúsund krónur og fundnar verði leiðir til að bæta kjör þess hluta eldra fólks sem býr við fátækt. Á fjölmennri ráðstefnu LEB í október 2023, var eftirfarandi samþykkt: Sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: Sérstakt skattþrep / Hækkun persónuafsláttar, – taki fyrst og fremst til lífeyristaka Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði Þau lægstu fái sérstakar greiðslur sem fjari út í hlutfalli við tekjur. Almennar aðgerðir sem koma þeim best sem eru með lágar- og miðlungstekjur: Hækkun frítekjumarks í 100.000 kr. Frítekjumarkið er 25 þúsund krónur og hefur ekki hækkað síðan í ársbyrjun 2017. Kæmi þeim best sem eru með lægstan lífeyri. Ellilífeyrir verði aldrei lægri en lægsti kauptaxti. Hann er núna 315 þúsund, tæplega 90 þúsund undir lágmarkstaxta. Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu. Nú þegar mikið er rætt um þjóðarsátt þarf að líta til allra þjóðfélagshópa. Allir vilja stefna að bættum lífskjörum og vilja ná niður verðbólgu og vöxtum. Þar þurfa líka allir að koma að borði, bæði þeir sem eru á vinnumarkaði og þeir sem fá sín laun í lífeyri, Samtök eldra fólks og eldri félagsmenn í stéttarfélögum hafa nú leitað til þeirra sem sitja við samningaborðið og óskað eftir liðsstyrk þeirra til að bæta kjör þeirra sem eru horfnir af vinnumarkaði og búa við bág kjör, enda eru þeir langflestir fyrrum félagsmenn launþegasamtakanna. Þessi hópur hefur ekki samningsrétt um sín mál en hann er stór og fer stækkandi og vill að á hann sé hlustað. Hækkið frítekjumarkið, minnkið skerðingar til þeirra sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði og að ellilífeyrir verði ekki lægri en lægsti kauptaxti á vinnumarkaði. Þá verður fyrst hægt að tala um þjóðarsátt. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Húnaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Sjá meira
Eldra fólk á Íslandi, þessi fimmtíu þúsund manns sem er kominn yfir 67 ára aldur, er alls ekki einsleitur hópur þó í umtalinu virðist það vera svo. Það sem þessi hópur á sameiginlegt er að vera fæddur fyrir 1957 að öðru leiti er hann bara þverskurður af þjóðfélaginu. Efnahagsleg staða og tekjur eru á breiðu bili frá því að eiga miklar eignir og mikla innkomu tekna og til þess að eiga litlar eða engar eignir og hafa ekkert sér til framfærslu nema eftirlaun frá TR sem eru nú rúmlega þrjú hundruð og þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Sjötíu þúsund krónum lægri en lágmarkstaxti á vinnumarkaði. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt eins og aðra þjóðfélagsþegna. Eins og jafnan bitnar ástandið harkalegast á þeim sem minnst hafa milli handa. Landssamtök eldra fólks hafa á undanförnum árum vakið athygli á miklum skerðingum á greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins, vegna lífeyrisgreiðslna og krafist þess að þær verði endurskoðaðar. Frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er nú 25 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá 2017. Okkar krafa er að það verði 100 þúsund krónur og fundnar verði leiðir til að bæta kjör þess hluta eldra fólks sem býr við fátækt. Á fjölmennri ráðstefnu LEB í október 2023, var eftirfarandi samþykkt: Sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: Sérstakt skattþrep / Hækkun persónuafsláttar, – taki fyrst og fremst til lífeyristaka Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði Þau lægstu fái sérstakar greiðslur sem fjari út í hlutfalli við tekjur. Almennar aðgerðir sem koma þeim best sem eru með lágar- og miðlungstekjur: Hækkun frítekjumarks í 100.000 kr. Frítekjumarkið er 25 þúsund krónur og hefur ekki hækkað síðan í ársbyrjun 2017. Kæmi þeim best sem eru með lægstan lífeyri. Ellilífeyrir verði aldrei lægri en lægsti kauptaxti. Hann er núna 315 þúsund, tæplega 90 þúsund undir lágmarkstaxta. Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu. Nú þegar mikið er rætt um þjóðarsátt þarf að líta til allra þjóðfélagshópa. Allir vilja stefna að bættum lífskjörum og vilja ná niður verðbólgu og vöxtum. Þar þurfa líka allir að koma að borði, bæði þeir sem eru á vinnumarkaði og þeir sem fá sín laun í lífeyri, Samtök eldra fólks og eldri félagsmenn í stéttarfélögum hafa nú leitað til þeirra sem sitja við samningaborðið og óskað eftir liðsstyrk þeirra til að bæta kjör þeirra sem eru horfnir af vinnumarkaði og búa við bág kjör, enda eru þeir langflestir fyrrum félagsmenn launþegasamtakanna. Þessi hópur hefur ekki samningsrétt um sín mál en hann er stór og fer stækkandi og vill að á hann sé hlustað. Hækkið frítekjumarkið, minnkið skerðingar til þeirra sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði og að ellilífeyrir verði ekki lægri en lægsti kauptaxti á vinnumarkaði. Þá verður fyrst hægt að tala um þjóðarsátt. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Húnaþingi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun