Ætla að spila golf í Grindavík í sumar Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2024 16:05 Helgi Dan ætlar að halda starfsemi Golfklúbbs Grindavíkur á floti í sumar. Þarna með skorkort sem tryggði honum sigurinn á Meistaramóti GG, 64 högg. vísir/jón júlíus Grindavík er golfbær. Húsatólftavöllur er heimavöllur Golfklúbbs Grindavíkur og þar stefna menn á að spila hvað sem líður jarðhræringum og eldgosum. „Þetta er auðvitað háð því að almannavarnir hleypi fólkinu á svæðið. En við erum utan hættusvæðis. Völlurinn er smáspöl frá bænum. Og þó það séu einhverjar örlitlar skemmdir á það ekki eftir að stoppa okkur,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri klúbbsins í samtali við Vísi. Völlurinn í fínu standi Grindvíkingar eru farnir að huga að komandi golftímabili og þeir eru brattir. Þeir stefna að því að halda starfseminni áfram í sumar og svo verði staðan tekin næsta haust. Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um þær hörmungar sem yfir íbúa Grindavíkur hafa gengið undanfarnar vikur. Bærinn er auður en þeir í stjórn sjá ekkert því til fyrirstöðu að halda vellinum í rekstri. „Vissulega er þetta óvissuástand en eins og við segjum en þetta lítur bara vel út hjá golfklúbbnum og engin ástæða til að ætla annað en hægt sé að leika golf í Grindavík næsta sumar. Allar leiðir eru opnar að vellinum sem er í fínu standi.“ Helgi segir smávægilegar sprunguskemmdir á vellinum sem verði lagaðar. Þeir Grindvíkingar láta sé fátt fyrir brjósti brenna en tvívegis, veturna 2020 og 2022 fengu hnullungar á Húsatólftavöll í miklum sjó sem gekk yfir völlinn. Grindvíkingar voru ekki lengi að kippa því í liðinn og svo var leikið golf eins og ekkert hefði í skorist. Vonar að klúbbhúsið þjóni sem félagsheimili Helgi segir það auðvitað sérkennilegt að halda áfram klúbbastarfi og Grindavíkurbær tómur. Og hann hefur verið í sambandi við ýmsa klúbba með það fyrir augum að meðlimir í Golfklúbbi Grindavíkur verði áfram í klúbbnum. „Fólk er náttúrlega út um allar trissur, aðallega á Suðurnesjum, Suðurlandi og uppi á Skaga. Ég hef verið í sambandi við þessa klúbba og þeir hafa tekið þessu vel, að okkar fólk fái að spila á niðursettu verði. Ég hef nú ekkert verið að ræða við þessa Reykjavíkurklúbba, þeir eiga nóg með sitt. En menn hafa tekið því vel að taka þennan slag með okkur,“ segir Helgi. Úr mynd sem Pálmar Örn Guðmundsson málaði og Golfklúbbur Grindavíkur bauð upp á sínum tíma. Forsenda fyrir því að klúbburinn lifi sé að ekki verði mikil afföll á meðlimafjölda. Helgi segir líta nokkuð vel út með það. „Ef við eigum að geta haldið lífi í þessu verður að vera fólk í klúbbnum. Við tökum svo stöðuna næsta haust. Það er erfitt að reka klúbb og enginn í bænum. En ég bind vonir við að klúbbhúsið geti þjónað sem félagsheimili,“ segir Helgi Dan. „Það er ekki loku fyrir það skotið að fólk flytji aftur til Grindavíkur. Við sjáum alla veganna hvernig næsta sumar verður.“ Stefna á að opna uppúr miðjum apríl Engar skemmdir eru á klúbbhúsinu. Þar er ekki hitaveituvatn, heldur hita menn þar vatnið með rafmagni. Og Helgi fór í morgun og setti upp hitablásara til að aftra skemmdum. Hann segir að það sé sprunga í bílaplani en því verði kippt í liðinn. Húsatóftarvöllur. Grindvíkingar ætla að reyna að halda starfseminni gangandi í sumar og svo ætla þeir að sjá til.GG Húsatólftavöllur er snemmsumarsvöllur, hann er með þeim fyrstu til að opna enda stendur hann sunnarlega og er við hafið. „Við höfum verið að opna svona uppúr miðjum apríl. Og stefnum að því aftur. Fyrir okkar fólk og þá gesti sem vilja koma,“ segir Helgi Dan. Og ef maður hefur trú á einhverjum til að koma golfinu í gang eftir hamfarirnar, eldgos og jarðhræringar, þá er það hann. Grindvíkingar hafa í tvígang á undanförnum árum sýnt fram á að þeir láta ekki náttúruöflin stoppa sig. Golf Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
„Þetta er auðvitað háð því að almannavarnir hleypi fólkinu á svæðið. En við erum utan hættusvæðis. Völlurinn er smáspöl frá bænum. Og þó það séu einhverjar örlitlar skemmdir á það ekki eftir að stoppa okkur,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri klúbbsins í samtali við Vísi. Völlurinn í fínu standi Grindvíkingar eru farnir að huga að komandi golftímabili og þeir eru brattir. Þeir stefna að því að halda starfseminni áfram í sumar og svo verði staðan tekin næsta haust. Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um þær hörmungar sem yfir íbúa Grindavíkur hafa gengið undanfarnar vikur. Bærinn er auður en þeir í stjórn sjá ekkert því til fyrirstöðu að halda vellinum í rekstri. „Vissulega er þetta óvissuástand en eins og við segjum en þetta lítur bara vel út hjá golfklúbbnum og engin ástæða til að ætla annað en hægt sé að leika golf í Grindavík næsta sumar. Allar leiðir eru opnar að vellinum sem er í fínu standi.“ Helgi segir smávægilegar sprunguskemmdir á vellinum sem verði lagaðar. Þeir Grindvíkingar láta sé fátt fyrir brjósti brenna en tvívegis, veturna 2020 og 2022 fengu hnullungar á Húsatólftavöll í miklum sjó sem gekk yfir völlinn. Grindvíkingar voru ekki lengi að kippa því í liðinn og svo var leikið golf eins og ekkert hefði í skorist. Vonar að klúbbhúsið þjóni sem félagsheimili Helgi segir það auðvitað sérkennilegt að halda áfram klúbbastarfi og Grindavíkurbær tómur. Og hann hefur verið í sambandi við ýmsa klúbba með það fyrir augum að meðlimir í Golfklúbbi Grindavíkur verði áfram í klúbbnum. „Fólk er náttúrlega út um allar trissur, aðallega á Suðurnesjum, Suðurlandi og uppi á Skaga. Ég hef verið í sambandi við þessa klúbba og þeir hafa tekið þessu vel, að okkar fólk fái að spila á niðursettu verði. Ég hef nú ekkert verið að ræða við þessa Reykjavíkurklúbba, þeir eiga nóg með sitt. En menn hafa tekið því vel að taka þennan slag með okkur,“ segir Helgi. Úr mynd sem Pálmar Örn Guðmundsson málaði og Golfklúbbur Grindavíkur bauð upp á sínum tíma. Forsenda fyrir því að klúbburinn lifi sé að ekki verði mikil afföll á meðlimafjölda. Helgi segir líta nokkuð vel út með það. „Ef við eigum að geta haldið lífi í þessu verður að vera fólk í klúbbnum. Við tökum svo stöðuna næsta haust. Það er erfitt að reka klúbb og enginn í bænum. En ég bind vonir við að klúbbhúsið geti þjónað sem félagsheimili,“ segir Helgi Dan. „Það er ekki loku fyrir það skotið að fólk flytji aftur til Grindavíkur. Við sjáum alla veganna hvernig næsta sumar verður.“ Stefna á að opna uppúr miðjum apríl Engar skemmdir eru á klúbbhúsinu. Þar er ekki hitaveituvatn, heldur hita menn þar vatnið með rafmagni. Og Helgi fór í morgun og setti upp hitablásara til að aftra skemmdum. Hann segir að það sé sprunga í bílaplani en því verði kippt í liðinn. Húsatóftarvöllur. Grindvíkingar ætla að reyna að halda starfseminni gangandi í sumar og svo ætla þeir að sjá til.GG Húsatólftavöllur er snemmsumarsvöllur, hann er með þeim fyrstu til að opna enda stendur hann sunnarlega og er við hafið. „Við höfum verið að opna svona uppúr miðjum apríl. Og stefnum að því aftur. Fyrir okkar fólk og þá gesti sem vilja koma,“ segir Helgi Dan. Og ef maður hefur trú á einhverjum til að koma golfinu í gang eftir hamfarirnar, eldgos og jarðhræringar, þá er það hann. Grindvíkingar hafa í tvígang á undanförnum árum sýnt fram á að þeir láta ekki náttúruöflin stoppa sig.
Golf Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira