Víti til varnaðar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 8. febrúar 2024 07:01 Efnahagsleg hagsæld byggir á öflugu atvinnulíf og sterkum útflutningsgreinum. Til að halda áfram þeirri lífskjarasókn sem við höfum verið í undanfarin ár þurfa stjórnvöld að búa öllum atvinnugreinum stöðugt rekstrarumhverfi til framtíðar. Enda er öflugt atvinnulíf forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu og uppbyggingu innviða í landinu. Undir formerkjum samfélagslegrar ábyrgðar réttlæta fulltrúar stjórnmálanna, einkum þeir sem tilheyra vinstri væng þeirra, aukin inngrip í rekstur fyrirtækjanna með hærri sköttum, þungbæru regluverki og eftirlitsbákni. Sömu stjórnmálamenn líta illum augum á hagnað fyrirtækjanna og telja hið opinbera verða af tekjum með því að skattleggja hann ekki frekar. Það er nefnilega svo að þeir telja leiðina að auknum tekjum ríkissjóðs liggja í skattahækkunum á einstaklinga og fyrirtæki. Þingmaður Framsóknarflokksins hugsaði sér gott til glóðarinnar í gær og varpaði aftur fram þeirri skoðun að nauðsynlegt væri að leggja hvalrekaskatt á bankanna. Máli sínu til rökstuðnings benti hann á að óeðlilegur hagnaður væri í bankakerfinu og að vaxtamunur bankanna hafi aukist undanfarin misseri; hvalrekaskattur væri þannig til þess fallinn að „stuðla að sanngjarnari skiptingu byrða milli fólks og fyrirtækja“. Þarna afhjúpar þingmaðurinn grímulaust þekkingarleysi sitt á fjármálakerfinu og fyrirtækjarekstri almennt. Viðskiptavinir bankanna munu á endanum bera skattlagninguna, enda er það svo að ef skattar á bankana hækka þá hækka þeir álagningu sína. Niðurstaðan verður andstæð upphaflegu markmiði. Hækkun skatta er skammgóður vermir. Til skamms tíma kann að vera að þeir skili auknum fjármunum í ríkissjóð. Hins vegar bitna háir skattar til langs tíma á almenningi. Þeir raska rekstrargrundvelli fyrirtækja, draga úr samkeppnishæfni þeirra og veikja hvata einstaklinga til að hefja sjálfstæðan rekstur eða erlendra aðila til að hasla sér völl hér á landi. Þannig molnar undir vexti efnahagslífsins. Það er tómt mál að tala um eflingu velferðarkerfisins án þess að tala fyrir stöndugu atvinnulífi. Sterkt atvinnulíf leiðir af sér öflugra velferðarkerfi - og öfugt. Lítið fer fyrir þessum áherslum hjá ýmsum stjórnmálamönnum. Þeir eiga það til að stilla þessum þáttum upp sem andstæðum, að eitt útiloki annað. Það er mikið áhyggjuefni að kjörnir fulltrúar átti sig ekki á samhengi hlutanna. Þeir eru oft svo fastir í þeirri hugsun að taka þurfi stærri sneið af kökunni að þeir missa af aðalatriðinu; að stækka kökuna - öllum til hagsbóta. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Efnahagsleg hagsæld byggir á öflugu atvinnulíf og sterkum útflutningsgreinum. Til að halda áfram þeirri lífskjarasókn sem við höfum verið í undanfarin ár þurfa stjórnvöld að búa öllum atvinnugreinum stöðugt rekstrarumhverfi til framtíðar. Enda er öflugt atvinnulíf forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu og uppbyggingu innviða í landinu. Undir formerkjum samfélagslegrar ábyrgðar réttlæta fulltrúar stjórnmálanna, einkum þeir sem tilheyra vinstri væng þeirra, aukin inngrip í rekstur fyrirtækjanna með hærri sköttum, þungbæru regluverki og eftirlitsbákni. Sömu stjórnmálamenn líta illum augum á hagnað fyrirtækjanna og telja hið opinbera verða af tekjum með því að skattleggja hann ekki frekar. Það er nefnilega svo að þeir telja leiðina að auknum tekjum ríkissjóðs liggja í skattahækkunum á einstaklinga og fyrirtæki. Þingmaður Framsóknarflokksins hugsaði sér gott til glóðarinnar í gær og varpaði aftur fram þeirri skoðun að nauðsynlegt væri að leggja hvalrekaskatt á bankanna. Máli sínu til rökstuðnings benti hann á að óeðlilegur hagnaður væri í bankakerfinu og að vaxtamunur bankanna hafi aukist undanfarin misseri; hvalrekaskattur væri þannig til þess fallinn að „stuðla að sanngjarnari skiptingu byrða milli fólks og fyrirtækja“. Þarna afhjúpar þingmaðurinn grímulaust þekkingarleysi sitt á fjármálakerfinu og fyrirtækjarekstri almennt. Viðskiptavinir bankanna munu á endanum bera skattlagninguna, enda er það svo að ef skattar á bankana hækka þá hækka þeir álagningu sína. Niðurstaðan verður andstæð upphaflegu markmiði. Hækkun skatta er skammgóður vermir. Til skamms tíma kann að vera að þeir skili auknum fjármunum í ríkissjóð. Hins vegar bitna háir skattar til langs tíma á almenningi. Þeir raska rekstrargrundvelli fyrirtækja, draga úr samkeppnishæfni þeirra og veikja hvata einstaklinga til að hefja sjálfstæðan rekstur eða erlendra aðila til að hasla sér völl hér á landi. Þannig molnar undir vexti efnahagslífsins. Það er tómt mál að tala um eflingu velferðarkerfisins án þess að tala fyrir stöndugu atvinnulífi. Sterkt atvinnulíf leiðir af sér öflugra velferðarkerfi - og öfugt. Lítið fer fyrir þessum áherslum hjá ýmsum stjórnmálamönnum. Þeir eiga það til að stilla þessum þáttum upp sem andstæðum, að eitt útiloki annað. Það er mikið áhyggjuefni að kjörnir fulltrúar átti sig ekki á samhengi hlutanna. Þeir eru oft svo fastir í þeirri hugsun að taka þurfi stærri sneið af kökunni að þeir missa af aðalatriðinu; að stækka kökuna - öllum til hagsbóta. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun