Þessi áhugi nær yfir Atlantshafið og ekki aðeins til Íslands heldur líka alla leið til Bítlaborgarinnar Liverpool.
Samfélagsmiðlafólkið hjá Liverpool fékk nefnilega leikmenn sína til að spá fyrir um úrslitin í leiknum á sunnudaginn.
„Sá mikilvægasti í deildinni mun vinna þennan leik. Herra Patrick Mahomes, sagði Trent Alexander Arnold sannfærður.
Trent var líka í meirihluta því flestir leikmanna liðsins eru á Chiefs vagninum.
Það eru helst þessir strákar frá Suður-Ameríku sem skáru sig úr hópnum.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig margar af stórstjörnum Liverpool liðsins spá því hvaða lið standi uppi sem sigurvegari í Las Vegas á sunnudaginn kemur.
San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.