Í tilkynningu á Facebook síðu Reykjanesbæjar kemur fram að velferðarsvið starfi að óbreyttu út daginn í dag. Leik- og grunnskólar ásamt tónlistarskóla starfa til kl. 16:00 að öllu óbreyttu. Íþróttahús munu loka klukkan 17 og öllum leikjum hefur verið aflýst. Söfn, ráðhús og bókasafn loka klukkan 16.
Á morgun verður eftirfarandi starfsemi skert:
- Allt skólastarf í leik- og grunnskólum auk tónlistarskóla fellur niður.
- Öll íþróttamannvirki verða lokuð.
- Starfsemi Velferðarsviðs verður með eftirfarandi hætti:
- Hefðbundin starfsemi í sérstökum búsetuúrræðum. Suðurgata, Seljudalur og Stapavellir.
- Björgin – opið í Lautinni
- Hæfingarstöðin- lokað
- Selið – lokað
- Dagdvöl og félagsstarf á Nesvöllum – lokað
- Heima- og stuðningsþjónusta verður skert en haldið verður uppi nauðsynlegri þjónustu.
- Ráðhús og bókasafn – lokað
- Söfn lokuð