Heitavatnsleysi gæti varað í margar vikur ef ekki tekst að tengja varalögn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 15:45 Páll Erland, forstjóri HS veitna segir gríðarlega mikilvægt að hraunbreiðan nái ekki breiða ekki of mikið úr sér, svo hægt verði að tengja varalögn. Vísir Varabirgðir af heitu vatni í tönkum á Fitjum klárast á næstu klukkustundum. Þá tekur við heitavatnsleysi í Reykjanesbæ, á Suðurnesjum og í Vogum. Unnið er hörðum höndum við að tengja varalögn, en ef hún fer einnig undir hraun gæti heitavatnsleysi varað í margar vikur. Páll Erland, forstjóri HS veitna, ræddi við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu og fór yfir stöðuna sem upp er komin í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga. Hitaveitulögnin fór undir hraun á hádegi og nú er svo komið að varabirgðir klárast á næstu klukkustundum. „Þá tekur ekkert annað en heitavatnsleysi við þangað til búið er að virkja nýja varalögn. Sem er verið að vinna í að tengja,“ segir Páll. „Nú skiptir miklu máli að hraunbreiðan breiði ekki of mikið úr sér, svo hægt verði að tengja hana.“ Hraun flæddi einnig yfir raflínu frá Svartsengi og tók með sér rafmagnsstaura. Þar með fór rafmagn af Grindavík, en varaaflvélar leiða nú rafmagn til bæjarins. Páll segir sveitarfélög á Suðurnesjum fá rafmagn frá Reykjanesi og Suðurnesjalínu. Svartsengi er nú keyrt á varavélum. „Rafmagns-og kaldavatnsframleiðslan heldur áfram og um það snýst málið núna. Að verja það. Það kemst ekkert rafmagn frá Svartsengi en við erum það vel sett að Fitjar og varaleiðir eru vel tengd.“ Kerfið ekki hannað fyrir rafkyndingu Um þúsund heimili munu nú þurfa að reiða sig á rafmagnsofna og blásara til að hita híbýli sín. „Það er mjög stórt viðfangsefni, og það verður eina leiðin til að hita hús,“ segir Páll. „Við höfum einmitt verið að upplýsa um að rafdreifikerfið er ekki hannað fyrir rafkyndingu heils sveitafélags og þar með þarf hver húseigandi að gæta þess að nota ekki meira tvö og hálft kílóvött af rafmagni í kyndingu. Það er mjög mikilvægt að fólk sýni þá ábyrgð því annars getur rafdreifikerfið í götunni, hverfinu eða þess vegna öllum bænum laskast.“ Er þetta ástand sem gæti varað í margar vikur? „Ef vel fer náum við hita á hús á næstu sólarhringum en rafmagn verður í þessari stöðu eitthvað um sinn.“ Hinsvegar sé ljóst að ef ekki takist að tengja nýja heitavatnslögn getur heitavatnsleysi varað í margar vikur. Þannig það er allt kapp lagt á að ná að tengja það sem fyrst. Páll segir að heita vatnið fari af hverfum eitt af öðru fram til miðnættis. Þá verði orðið heitavatnslaust. Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Jarðhiti Orkumál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Páll Erland, forstjóri HS veitna, ræddi við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu og fór yfir stöðuna sem upp er komin í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga. Hitaveitulögnin fór undir hraun á hádegi og nú er svo komið að varabirgðir klárast á næstu klukkustundum. „Þá tekur ekkert annað en heitavatnsleysi við þangað til búið er að virkja nýja varalögn. Sem er verið að vinna í að tengja,“ segir Páll. „Nú skiptir miklu máli að hraunbreiðan breiði ekki of mikið úr sér, svo hægt verði að tengja hana.“ Hraun flæddi einnig yfir raflínu frá Svartsengi og tók með sér rafmagnsstaura. Þar með fór rafmagn af Grindavík, en varaaflvélar leiða nú rafmagn til bæjarins. Páll segir sveitarfélög á Suðurnesjum fá rafmagn frá Reykjanesi og Suðurnesjalínu. Svartsengi er nú keyrt á varavélum. „Rafmagns-og kaldavatnsframleiðslan heldur áfram og um það snýst málið núna. Að verja það. Það kemst ekkert rafmagn frá Svartsengi en við erum það vel sett að Fitjar og varaleiðir eru vel tengd.“ Kerfið ekki hannað fyrir rafkyndingu Um þúsund heimili munu nú þurfa að reiða sig á rafmagnsofna og blásara til að hita híbýli sín. „Það er mjög stórt viðfangsefni, og það verður eina leiðin til að hita hús,“ segir Páll. „Við höfum einmitt verið að upplýsa um að rafdreifikerfið er ekki hannað fyrir rafkyndingu heils sveitafélags og þar með þarf hver húseigandi að gæta þess að nota ekki meira tvö og hálft kílóvött af rafmagni í kyndingu. Það er mjög mikilvægt að fólk sýni þá ábyrgð því annars getur rafdreifikerfið í götunni, hverfinu eða þess vegna öllum bænum laskast.“ Er þetta ástand sem gæti varað í margar vikur? „Ef vel fer náum við hita á hús á næstu sólarhringum en rafmagn verður í þessari stöðu eitthvað um sinn.“ Hinsvegar sé ljóst að ef ekki takist að tengja nýja heitavatnslögn getur heitavatnsleysi varað í margar vikur. Þannig það er allt kapp lagt á að ná að tengja það sem fyrst. Páll segir að heita vatnið fari af hverfum eitt af öðru fram til miðnættis. Þá verði orðið heitavatnslaust.
Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Jarðhiti Orkumál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent