Við viljum þau heim - strax! Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 9. febrúar 2024 17:00 Við biðlum til þín utanríkisráðherra að sýna fram á að verndarkerfið okkar standi undir nafni og hlustað sé á ákaft og ítrekað ákall eftir aðstoð við fólk á Gaza sem hefur rétt á fjölskyldusameiningu. Ákall sem er stöðugt sárara, enda langt í frá að þeirri ógn sem palestínsku þjóðinni stafar af síonistum sé að linna og er þjóðin smám saman að þurrkast út. Á meðan bíður fólkið í þínu boði svangt, veikt, máttlítið, hrætt og fullt af söknuði eftir ástvinum hér á landi, sífellt óttaslegið um að það lifi ekki af til sameiningar. Það sem þrjár konur geta en utanríkisráðherra ekki? Hvernig stendur á því að kerfið nái ekki utan um að koma þessu fólki til landsins,á meðan þrjár ofurhetjur skunda galvaskar til Gaza og sækja nokkur heim, án teljandi hindrana þó vissulega með aðstoð kunnugra. Aðstoð sem þú sem utanríkisráðherra ættir að horfa til að verði nýtt til bjargar systrum okkar og bræðrum á Gaza. Í þinni stöðu getur þú auðvitað gengið enn hraðar og af meira bolmagni til verks í formi fjármagns og valda. Það er til skammar að þjóð sem kennir sig við frjálslyndi, jafnrétti og umburðarlyndi skuli bregðast þeim sem minnst mega sín á ögurstundu. Manngæska eða hræðsluáróður? Með því að sækja rúmlega hundrað manns sem hafa fengið dvalarleyfi hérlendis erum við ekki að hleypa öllum að. Sú orðræða þín er einungis hræðsluáróður sem elur á fordómum. Með því að greiða götu þessa fólks hingað til lands erum við að sýna manngæsku og samúð með litlum hópi á raunastundu, fólks sem við höfum þegar veitt dvalarleyfi. Fólk sem á hér ættingja sem það þráir heitt að sameinast, fólk sem vill hingað koma til að eiga friðsamlegt líf og ala börnin sín upp fjarri hörmungum þjóðernishreinsana. Það er skylda okkar sem velmegandi þjóðar að taka þátt í að veita skjól og stuðning þeim sem búa við hörmungar. Alþjóðalög og samþykktir okkar á alþjóðavísu einfaldlega krefjast þess. Nauðsyn eða ónauðsynleg valdbeiting? Við fordæmum aðgerðir þínar að frysta framlög til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin hefur um áratuga skeið gegnt lykilhlutverki í því að koma aðstoð til flóttafólks á Gaza og á Vesturbakkanum ekki síst í kjölfar átakanna milli Hamas og Ísrael sem brutust út í október. Það var ekki Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Palestínu (UNRWA) sem tók þátt í árásinni 7. október, heldur eru nokkrir starfsmenn hennar grunaðir um að hafa tekið þátt með einhverjum hætti og hefur þeim verið vikið úr starfi meðan málið er rannsakað. Ályktun Alþingis frá því seint á síðasta ári er skýr, Alþingi er einhuga um að beita sér fyrir mannúðaraðstoð á svæðinu og er mikilvægt að árétta það. Við trúum á mennskuna Heimsákall um bjargir til handa palestínsku þjóðinni er stöðugt og ákaft. Við getum ekki skorast undan og verðum að svara þessu kalli þó fyrr hefði verið. Tími undirbúnings er liðinn og tími aðgerða löngu kominn. Engar hörmungar eru verri en þær að vakna með barni sínu að morgni og vita ekki hvort það sofni við hlið manns að kveldi eða verði liðið lík. Við getum bjargað þessum mannslífum strax og eigum ekki að hika við það. Álfhildur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og Hólmfríður oddviti VG í Suðurkjördæmi. Höfundar sitja einnig í stjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við biðlum til þín utanríkisráðherra að sýna fram á að verndarkerfið okkar standi undir nafni og hlustað sé á ákaft og ítrekað ákall eftir aðstoð við fólk á Gaza sem hefur rétt á fjölskyldusameiningu. Ákall sem er stöðugt sárara, enda langt í frá að þeirri ógn sem palestínsku þjóðinni stafar af síonistum sé að linna og er þjóðin smám saman að þurrkast út. Á meðan bíður fólkið í þínu boði svangt, veikt, máttlítið, hrætt og fullt af söknuði eftir ástvinum hér á landi, sífellt óttaslegið um að það lifi ekki af til sameiningar. Það sem þrjár konur geta en utanríkisráðherra ekki? Hvernig stendur á því að kerfið nái ekki utan um að koma þessu fólki til landsins,á meðan þrjár ofurhetjur skunda galvaskar til Gaza og sækja nokkur heim, án teljandi hindrana þó vissulega með aðstoð kunnugra. Aðstoð sem þú sem utanríkisráðherra ættir að horfa til að verði nýtt til bjargar systrum okkar og bræðrum á Gaza. Í þinni stöðu getur þú auðvitað gengið enn hraðar og af meira bolmagni til verks í formi fjármagns og valda. Það er til skammar að þjóð sem kennir sig við frjálslyndi, jafnrétti og umburðarlyndi skuli bregðast þeim sem minnst mega sín á ögurstundu. Manngæska eða hræðsluáróður? Með því að sækja rúmlega hundrað manns sem hafa fengið dvalarleyfi hérlendis erum við ekki að hleypa öllum að. Sú orðræða þín er einungis hræðsluáróður sem elur á fordómum. Með því að greiða götu þessa fólks hingað til lands erum við að sýna manngæsku og samúð með litlum hópi á raunastundu, fólks sem við höfum þegar veitt dvalarleyfi. Fólk sem á hér ættingja sem það þráir heitt að sameinast, fólk sem vill hingað koma til að eiga friðsamlegt líf og ala börnin sín upp fjarri hörmungum þjóðernishreinsana. Það er skylda okkar sem velmegandi þjóðar að taka þátt í að veita skjól og stuðning þeim sem búa við hörmungar. Alþjóðalög og samþykktir okkar á alþjóðavísu einfaldlega krefjast þess. Nauðsyn eða ónauðsynleg valdbeiting? Við fordæmum aðgerðir þínar að frysta framlög til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin hefur um áratuga skeið gegnt lykilhlutverki í því að koma aðstoð til flóttafólks á Gaza og á Vesturbakkanum ekki síst í kjölfar átakanna milli Hamas og Ísrael sem brutust út í október. Það var ekki Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Palestínu (UNRWA) sem tók þátt í árásinni 7. október, heldur eru nokkrir starfsmenn hennar grunaðir um að hafa tekið þátt með einhverjum hætti og hefur þeim verið vikið úr starfi meðan málið er rannsakað. Ályktun Alþingis frá því seint á síðasta ári er skýr, Alþingi er einhuga um að beita sér fyrir mannúðaraðstoð á svæðinu og er mikilvægt að árétta það. Við trúum á mennskuna Heimsákall um bjargir til handa palestínsku þjóðinni er stöðugt og ákaft. Við getum ekki skorast undan og verðum að svara þessu kalli þó fyrr hefði verið. Tími undirbúnings er liðinn og tími aðgerða löngu kominn. Engar hörmungar eru verri en þær að vakna með barni sínu að morgni og vita ekki hvort það sofni við hlið manns að kveldi eða verði liðið lík. Við getum bjargað þessum mannslífum strax og eigum ekki að hika við það. Álfhildur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og Hólmfríður oddviti VG í Suðurkjördæmi. Höfundar sitja einnig í stjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun