Íbúar á Íslandi talsvert færri en áður var talið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 23:03 Vonin um að rjúfa fjögur hundruð þúsunda múrinn í febrúar virðist vera úti. Vísir/Vilhelm Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. Greint er frá endurbættri aðferð Hagstofu Íslands við mat á íbúafjölda á Íslandi í fréttatilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þar segir að hagstofan hafi unnið að henni í í kjölfar manntals Hagstofunnar frá 1. janúar 2021 sem sýndi að fjöldi landsmanna var ofmetinn um tíu þúsund manns. Fram kemur að Hagstofan stefni á að gefa út leiðréttar upplýsingar um mannfjölda 1. janúar 2024, þann 21. mars næstkomandi, og uppfæra samhliða tölur allt frá árinu 2011. „Íbúafjöldi er ein mikilvægasta hagstærð efnahagslífsins og ýmsar hagstærðir gjarnan settar í samhengi við íbúafjölda. Breytt aðferðafræði við mat á íbúafjölda er til þess fallin að bæta gæði ýmissa hagstærða, bæta samtímamat á hagþróun og stuðla að betri ákvörðunartöku í efnahagsmálum og opinberum fjármálum,“ segir í tilkynningunni. Verðum ekki fjögur hundruð þúsund í febrúar Tölur um íbúafjölda á landinu hafa hingað til verið byggðar á skráningu lögheimilis í þjóðskrá. Í tilkynningunni segir að þær tölur bendi ranglega til þess að íbúar landsins verði að líkindum fjögur hundruð þúsund talsins í febrúar 2024. Endurbætta aðferðin byggist hins vegar á að búseta einstaklinga sé metin út frá breiðari grunni opinberra skráa. Þannig megi ætla að í nýju mati Hagstofunnar verði íbúafjöldinn talsvert minni en nú er talið. Þá segir að ástæðu ofmats Þjóðskrár á íbúafjölda megi rekja til þess að einstaklingar upplýsi stofnunina síður um það þegar þeir flytja úr landi en þegar þeir flytja til landsins. Einstaklingar hafi ríkan hvata til að skrá sig inn í landið, fá kennitölu og geta þannig nýtt sér ýmsa þjónustu eins og að opna bankareikning og skrá lögheimili. Ofmatið líklega upp á fjórtán þúsund manns Þegar einstaklingar flytja úr landi séu hins vegar ekki slíkir hvatar til staðar. Þar af leiðandi sé skráður íbúafjöldi mun meiri en raunverulegur íbúafjöldi. Í endurbættri aðferð hagstofunnar felist að leiðrétta framangreint ofmat með því að draga þann fjölda einstaklinga sem er fluttur af landi brott. Hagstofan greindi frá því í nóvember 2022 að ofmat hafi verið á manntalinu sem birt var 1. janúar 2021. Sé gert ráð fyrir að skekkjan hafi vaxið samhliða fjölgun erlendra ríkisborgara meti fjármála- og efnahagsráðuneytið að ofmat íbúafjöldans hér á landi sé nú um fjórtán þúsund. Slíkt hafi óumflýjanlega markverð áhrif á mat á stöðu fasteignamarkaðar, til að mynda. Þá kemur fram að leiðréttar mannfjöldatölur hafi áhrif á mat á þróun efnahagsmála. Til að mynda leiði ofmat á mannfjölda til vanmats á landsframleiðslu á mann, en mælikvarðinn er gjarnan notaður til að meta efnahagslega frammistöðu og bera saman lífskjör milli landa. Loks segir að miðað við áðurnefndar forsendur um ofmat íbúafjölda virðast lífskjör hafa náð fyrri hæðum í fyrra þegar landsframleiðsla á mann nam ellefu milljónir króna. Þá megi ætla að hagvöxtur á mann árið 2023 hafi verið 0,6 prósent miðað við birtar mannfjöldatölur en hann hafi í raun verið 1,1 prósent miðað við ofangreindar forsendur um ofmat á íbúafjölda. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mannfjöldi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Greint er frá endurbættri aðferð Hagstofu Íslands við mat á íbúafjölda á Íslandi í fréttatilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þar segir að hagstofan hafi unnið að henni í í kjölfar manntals Hagstofunnar frá 1. janúar 2021 sem sýndi að fjöldi landsmanna var ofmetinn um tíu þúsund manns. Fram kemur að Hagstofan stefni á að gefa út leiðréttar upplýsingar um mannfjölda 1. janúar 2024, þann 21. mars næstkomandi, og uppfæra samhliða tölur allt frá árinu 2011. „Íbúafjöldi er ein mikilvægasta hagstærð efnahagslífsins og ýmsar hagstærðir gjarnan settar í samhengi við íbúafjölda. Breytt aðferðafræði við mat á íbúafjölda er til þess fallin að bæta gæði ýmissa hagstærða, bæta samtímamat á hagþróun og stuðla að betri ákvörðunartöku í efnahagsmálum og opinberum fjármálum,“ segir í tilkynningunni. Verðum ekki fjögur hundruð þúsund í febrúar Tölur um íbúafjölda á landinu hafa hingað til verið byggðar á skráningu lögheimilis í þjóðskrá. Í tilkynningunni segir að þær tölur bendi ranglega til þess að íbúar landsins verði að líkindum fjögur hundruð þúsund talsins í febrúar 2024. Endurbætta aðferðin byggist hins vegar á að búseta einstaklinga sé metin út frá breiðari grunni opinberra skráa. Þannig megi ætla að í nýju mati Hagstofunnar verði íbúafjöldinn talsvert minni en nú er talið. Þá segir að ástæðu ofmats Þjóðskrár á íbúafjölda megi rekja til þess að einstaklingar upplýsi stofnunina síður um það þegar þeir flytja úr landi en þegar þeir flytja til landsins. Einstaklingar hafi ríkan hvata til að skrá sig inn í landið, fá kennitölu og geta þannig nýtt sér ýmsa þjónustu eins og að opna bankareikning og skrá lögheimili. Ofmatið líklega upp á fjórtán þúsund manns Þegar einstaklingar flytja úr landi séu hins vegar ekki slíkir hvatar til staðar. Þar af leiðandi sé skráður íbúafjöldi mun meiri en raunverulegur íbúafjöldi. Í endurbættri aðferð hagstofunnar felist að leiðrétta framangreint ofmat með því að draga þann fjölda einstaklinga sem er fluttur af landi brott. Hagstofan greindi frá því í nóvember 2022 að ofmat hafi verið á manntalinu sem birt var 1. janúar 2021. Sé gert ráð fyrir að skekkjan hafi vaxið samhliða fjölgun erlendra ríkisborgara meti fjármála- og efnahagsráðuneytið að ofmat íbúafjöldans hér á landi sé nú um fjórtán þúsund. Slíkt hafi óumflýjanlega markverð áhrif á mat á stöðu fasteignamarkaðar, til að mynda. Þá kemur fram að leiðréttar mannfjöldatölur hafi áhrif á mat á þróun efnahagsmála. Til að mynda leiði ofmat á mannfjölda til vanmats á landsframleiðslu á mann, en mælikvarðinn er gjarnan notaður til að meta efnahagslega frammistöðu og bera saman lífskjör milli landa. Loks segir að miðað við áðurnefndar forsendur um ofmat íbúafjölda virðast lífskjör hafa náð fyrri hæðum í fyrra þegar landsframleiðsla á mann nam ellefu milljónir króna. Þá megi ætla að hagvöxtur á mann árið 2023 hafi verið 0,6 prósent miðað við birtar mannfjöldatölur en hann hafi í raun verið 1,1 prósent miðað við ofangreindar forsendur um ofmat á íbúafjölda.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mannfjöldi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira