Heilbrigðisráðherra segir að hlustað verði á heimilislækna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 07:37 Hanna Katrín Friðriksson og Willum Þór Þórsson ræddu skrifræðið á Alþingi í gær. „Auðvitað munum við bregðast við þessari beiðni Félags íslenskra heimilislækna og leysa þetta mál, vegna þess að það skiptir miklu máli,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær um tilvísanir vegna barna. Vísir greindi frá því í gær að Félag íslenskra heimilislækna hefði skorað á félagsmenn sína að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna þegar þeir ættu ekki beina aðkomu að málum. Ástæðan var sögð mikið álag vegna óþarfa skrifræðis. „Þrátt fyrir 6 ára mótmæli heimilislækna hafa yfirvöld ekki hlustað. Því er kominn tími til að taka málin í eigin hendur og stöðva þessa vitleysu, öllum til hagsbóta. Þá bendum við foreldrum á að það er Sjúkratrygginga Íslands að sinna niðurgreiðslum og því rétt að leita þangað með kvartanir,“ sagði í áskorun félagsins. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók málið upp á þingi í gær og sagði „eiginlega sturlað“ að sú staða væri komin upp að skriffinska að kröfu stjórnvalda væri að „kæfa“ lækna. „Nú virðist mælirinn fullur og þeir farnir að taka málin í sínar eigin hendur eftir áralanga þrautagöngu við að ná eyrum stjórnvalda,“ sagði Hanna Katrín meðal annars. „Þetta veldur auðvitað ekki bara óþarfa álagi á lækna heldur líka foreldra sem þurfa að þvælast um í kerfinu til að þóknast kerfinu,“ sagði hún um tilvísanirnar. Þingmaðurinn beindi síðan spurningu til heilbrigðisráðherra og vildi fá að vita hvort krafa stjórnvalda um tilvísanir hefði raunverulega leitt til betri þjónustu og til þess að betur væri farið með almannafé. Liggur beint við að létta álagið með því að draga úr skriffinskunni Willum sagði í svörum sínum rétt að hafa í huga að skriffinskukerfið; vottorð, tilvísanir og samskipti á Heilsuveru, tengdust því meðal annars að heilsugæslunni hefði verið ætlað það hlutverk að vera leiðsagnaraðilinn í heilbrigðiskerfinu; fyrsti viðkomustaður. Ráðuneytið hefði móttekið erindið frá Félagi íslenskra heimilislækna og mikil vinna hefði verið lögð í að leita lausna. „Við erum með í vinnu núna og búin að vera með í nokkra mánuði að ráða í þessar tilvísanir barna sem eru orðnar mjög miklar og erum bara að vinna að lausn í því máli og með lækna við borðið,“ sagði ráðherra. Hanna Katrín sagði þá að það virtist augljós leið til að létta álagi á heilbrigðiskrefið að losa það við óþarfa skriffinsku. „Ef staðreyndin er sú að á sex árum hafi ekki verið farið í það að átta sig á því hvort þetta spari tíma lækna, auki aðgengi fólks, bæti meðferð fjár — þetta eru allt grunnstoðir í því risavaxna verkefni sem er að bæta og tryggja hér áfram gott heilbrigðiskerfi — ef þær upplýsingar liggja ekki fyrir þá er það auðvitað ekki nógu gott.“ Willum sagði þá að vissulega þyrfti að bregðast við ef umfang kerfisins væri orðið þannig að það væri ekki að skila þeim markmiðum sem lagt var af stað með. „Við erum alveg á þeim stað. Sú vinna gengur að mínu mati bara alveg ágætlega,“ sagði hann. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Félag íslenskra heimilislækna hefði skorað á félagsmenn sína að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna þegar þeir ættu ekki beina aðkomu að málum. Ástæðan var sögð mikið álag vegna óþarfa skrifræðis. „Þrátt fyrir 6 ára mótmæli heimilislækna hafa yfirvöld ekki hlustað. Því er kominn tími til að taka málin í eigin hendur og stöðva þessa vitleysu, öllum til hagsbóta. Þá bendum við foreldrum á að það er Sjúkratrygginga Íslands að sinna niðurgreiðslum og því rétt að leita þangað með kvartanir,“ sagði í áskorun félagsins. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók málið upp á þingi í gær og sagði „eiginlega sturlað“ að sú staða væri komin upp að skriffinska að kröfu stjórnvalda væri að „kæfa“ lækna. „Nú virðist mælirinn fullur og þeir farnir að taka málin í sínar eigin hendur eftir áralanga þrautagöngu við að ná eyrum stjórnvalda,“ sagði Hanna Katrín meðal annars. „Þetta veldur auðvitað ekki bara óþarfa álagi á lækna heldur líka foreldra sem þurfa að þvælast um í kerfinu til að þóknast kerfinu,“ sagði hún um tilvísanirnar. Þingmaðurinn beindi síðan spurningu til heilbrigðisráðherra og vildi fá að vita hvort krafa stjórnvalda um tilvísanir hefði raunverulega leitt til betri þjónustu og til þess að betur væri farið með almannafé. Liggur beint við að létta álagið með því að draga úr skriffinskunni Willum sagði í svörum sínum rétt að hafa í huga að skriffinskukerfið; vottorð, tilvísanir og samskipti á Heilsuveru, tengdust því meðal annars að heilsugæslunni hefði verið ætlað það hlutverk að vera leiðsagnaraðilinn í heilbrigðiskerfinu; fyrsti viðkomustaður. Ráðuneytið hefði móttekið erindið frá Félagi íslenskra heimilislækna og mikil vinna hefði verið lögð í að leita lausna. „Við erum með í vinnu núna og búin að vera með í nokkra mánuði að ráða í þessar tilvísanir barna sem eru orðnar mjög miklar og erum bara að vinna að lausn í því máli og með lækna við borðið,“ sagði ráðherra. Hanna Katrín sagði þá að það virtist augljós leið til að létta álagi á heilbrigðiskrefið að losa það við óþarfa skriffinsku. „Ef staðreyndin er sú að á sex árum hafi ekki verið farið í það að átta sig á því hvort þetta spari tíma lækna, auki aðgengi fólks, bæti meðferð fjár — þetta eru allt grunnstoðir í því risavaxna verkefni sem er að bæta og tryggja hér áfram gott heilbrigðiskerfi — ef þær upplýsingar liggja ekki fyrir þá er það auðvitað ekki nógu gott.“ Willum sagði þá að vissulega þyrfti að bregðast við ef umfang kerfisins væri orðið þannig að það væri ekki að skila þeim markmiðum sem lagt var af stað með. „Við erum alveg á þeim stað. Sú vinna gengur að mínu mati bara alveg ágætlega,“ sagði hann.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira