Aðeins 52 prósent mættu í brjóstaskimun árið 2022 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2024 07:36 Aðeins 52 prósent þeirra sem fengu boð í brjóstaskimun árið 2022 mættu í skimunina. Getty Verulega hefur dregið úr þátttöku kvenna í legháls- og brjóstaskimunum á Íslandi og árið 2022 mættu aðeins 52 prósent þeirra sem fengu boð í brjóstaskimun. Frá þessu er greint í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, sem að þessu sinni fjallar um skimanir fyrir krabbameinum. Þar segir að þátttaka í skimunum fyrir bæði leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini sé nú undir viðmiðum OECD. Kostnaður sé þekkt hindrun fyrir þátttöku í skimunum og því ætti að skoða að lækka gjaldið fyrir brjóstaskimun. Konur greiða í dag 6.000 krónur fyrir brjóstaskimun en aðeins 500 krónur fyrir leghálsskimun á heilsugæslustöð. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna á íslandi og nýgengi þess hefur aukist jafnt og þétt. Dánartíðni hefur almennt farið lækkandi en er engu að síður hæst á Íslandi ef horft er til Norðurlandanna. Viðmið kveða á um 70 prósent þátttöku í skimunum.Landlæknisembættið „Þátttaka kvenna í brjóstaskimun er mun lakari á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum en sambærileg við meðalþátttöku í OECD löndunum,“ segir í Talnabrunni. Þar segir að árið 2021, þegar þátttakan var 54 prósent á Íslandi, var hún 66 prósent í Noregi en yfir 80 prósent í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Mikill munur er á milli aldurshópa en innan við helmingur kvenna á aldrinum 40 til 44 ára mætti í skimun árið 2022. Þá eru konur úr hópi innflytjenda mun ólíklegri til að mæta en konur fæddar hér. Hvað varðar leghálsskimunina eru konur á miðjum aldri líklegri til að mæta í skimun en bæði yngri og eldri konur. Þátttakan er best meðal kvenna á aldrinum 30 til 59 ára. Dregið hefur umtalsvert úr nýgengi og dánartíðni vegna leghálskrabbameins, bæði vegna skimunar og bólusetninga gegn HPV veirunni, sem er forsenda frumubreytinga í yfir 99 prósent tilfella. „Niðurstöður langtímarannsóknar sem var gerð á Norðurlöndunum á áhrifum HPV bólusetninga gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum þess sýna að engin bólusett kona í íslenska rannsóknarhópnum hafði greinst með leghálskrabbamein eða alvarlegar forstigsbreytingar af völdum veirunnar (tegund HPV 16/18),“ segir í Talnabrunni. Bæði 12 ára stúlkum og drengjum er nú boðin bólusetning gegn HPV. 62 prósent kvenna mættu í leghálsskimun árið 2022 en hlutfallið var 74 prósent árið 2009. Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Frá þessu er greint í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, sem að þessu sinni fjallar um skimanir fyrir krabbameinum. Þar segir að þátttaka í skimunum fyrir bæði leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini sé nú undir viðmiðum OECD. Kostnaður sé þekkt hindrun fyrir þátttöku í skimunum og því ætti að skoða að lækka gjaldið fyrir brjóstaskimun. Konur greiða í dag 6.000 krónur fyrir brjóstaskimun en aðeins 500 krónur fyrir leghálsskimun á heilsugæslustöð. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna á íslandi og nýgengi þess hefur aukist jafnt og þétt. Dánartíðni hefur almennt farið lækkandi en er engu að síður hæst á Íslandi ef horft er til Norðurlandanna. Viðmið kveða á um 70 prósent þátttöku í skimunum.Landlæknisembættið „Þátttaka kvenna í brjóstaskimun er mun lakari á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum en sambærileg við meðalþátttöku í OECD löndunum,“ segir í Talnabrunni. Þar segir að árið 2021, þegar þátttakan var 54 prósent á Íslandi, var hún 66 prósent í Noregi en yfir 80 prósent í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Mikill munur er á milli aldurshópa en innan við helmingur kvenna á aldrinum 40 til 44 ára mætti í skimun árið 2022. Þá eru konur úr hópi innflytjenda mun ólíklegri til að mæta en konur fæddar hér. Hvað varðar leghálsskimunina eru konur á miðjum aldri líklegri til að mæta í skimun en bæði yngri og eldri konur. Þátttakan er best meðal kvenna á aldrinum 30 til 59 ára. Dregið hefur umtalsvert úr nýgengi og dánartíðni vegna leghálskrabbameins, bæði vegna skimunar og bólusetninga gegn HPV veirunni, sem er forsenda frumubreytinga í yfir 99 prósent tilfella. „Niðurstöður langtímarannsóknar sem var gerð á Norðurlöndunum á áhrifum HPV bólusetninga gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum þess sýna að engin bólusett kona í íslenska rannsóknarhópnum hafði greinst með leghálskrabbamein eða alvarlegar forstigsbreytingar af völdum veirunnar (tegund HPV 16/18),“ segir í Talnabrunni. Bæði 12 ára stúlkum og drengjum er nú boðin bólusetning gegn HPV. 62 prósent kvenna mættu í leghálsskimun árið 2022 en hlutfallið var 74 prósent árið 2009.
Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira