Yfir 700 hjúkrunarfræðingar grunaðir um svindl Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2024 10:30 Erlendir heilbrigðisstarfsmenn þurfa að standast próf til að fá starfsleyfi á Bretlandseyjum. epa/Tolga Akmen Rannsókn stendur yfir á Bretlandseyjum þar sem grunur leikur á að yfir 700 hjúkrunarfræðingar hafi greitt milligönguaðila fyrir að taka próf í Nígeríu, til að tryggja sér leyfi til að starfa á Bretlandi. Peter Carter, fyrrverandi framkvæmdastjóri Royal College of Nursing, segir málið háalvarlegt en þetta þýði að mögulega séu hundruð óhæfra heilbrigðisstarfsmanna að störfum innan breska heilbrigðiskerfisins. Sjúklingar innan kerfisins séu þannig mögulega í hættu. Breska heilbrigðiskerfið hefur í auknum mæli þurft að treysta á erlent heilbrigðisstarfsfólk til að manna hinar ýmsu stofnanir en gerðar eru kröfur um að hjúkrunarfræðingar standist ákveðnar kröfur áður en þeir hefja störf. Af þeim yfir 700 sem eru grunaðir um að hafa tryggt sér réttindi á fölskum forsendum hafa 48 þegar tekið til starfa hjá hinu opinbera. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist ekki vera hægt að afturkalla leyfin að svo stöddu en einstaklingarnir hafa verið skikkaðir til að endurtaka prófið sem um ræðir. Allir munu þeir verða kallaðir fyrir nefnd í mars næstkomandi, þar sem þeir verða beðnir um að greina frá því hvernig þeir tóku og stóðust prófið í Yunnik-prófmiðstöðinni í Ibadan í Nígeríu. Það vakti grundsemdir hvað umræddir einstaklingar voru fljótir að ljúka prófinu, sem er tekið á tölvu. Óttast áhrif rannsóknarinnar á mönnun Um 670 aðrir einstaklingar liggja einnig undir grun. Margir þeirra eru komnir til Bretlands en hafa ekki hafið störf sem hjúkrunarfræðingar. Þeir hafa ekki fengið formlegt starfsleyfi og vinna flestir sem aðstoðarmenn innan opinbera heilbrigðiskerfisins eða á umönnunarheimilum. Nursing and Midwifery Council, sem heldur utan um starfsleyfi hjúkrunarfræðingar, hafa borist umsóknir frá 80 af þessum 670, eftir að þeir tóku prófið að nýju. Þeim hefur hins vegar verið synjað á þeim grundvelli að þeir hafi ekki sýnt fram á að þeir séu heiðarlegir og traustsins verðir. Það var fyrirtækið Pearson VUW, sem rekur Yunnik-prófmiðstöðina, sem gerðu yfirvöldum vart við, eftir að upp komst að einstaklingur hafði verið að taka próf fyrir aðra. Svindlið er talið ná til allt að 1.955 nígerískra heilbrigðisstarfsmanna, sem allir munu þurfa að endurtaka prófið. Stéttarfélag hjúkrunarfræðinga óttast að þeir sem verður neytað um starfsleyfi hjúkrunarfræðings verði sendir aftur til Nígeríu, sem myndi koma harkalega niður á mönnun innan heilbrigðiskerfisins á Bretlandi. Fólkið hafi verið „misnotað“ í Nígeríu og heimila ætti því að endurtaka prófið á Bretlandi. Bretland Nígería Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Peter Carter, fyrrverandi framkvæmdastjóri Royal College of Nursing, segir málið háalvarlegt en þetta þýði að mögulega séu hundruð óhæfra heilbrigðisstarfsmanna að störfum innan breska heilbrigðiskerfisins. Sjúklingar innan kerfisins séu þannig mögulega í hættu. Breska heilbrigðiskerfið hefur í auknum mæli þurft að treysta á erlent heilbrigðisstarfsfólk til að manna hinar ýmsu stofnanir en gerðar eru kröfur um að hjúkrunarfræðingar standist ákveðnar kröfur áður en þeir hefja störf. Af þeim yfir 700 sem eru grunaðir um að hafa tryggt sér réttindi á fölskum forsendum hafa 48 þegar tekið til starfa hjá hinu opinbera. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist ekki vera hægt að afturkalla leyfin að svo stöddu en einstaklingarnir hafa verið skikkaðir til að endurtaka prófið sem um ræðir. Allir munu þeir verða kallaðir fyrir nefnd í mars næstkomandi, þar sem þeir verða beðnir um að greina frá því hvernig þeir tóku og stóðust prófið í Yunnik-prófmiðstöðinni í Ibadan í Nígeríu. Það vakti grundsemdir hvað umræddir einstaklingar voru fljótir að ljúka prófinu, sem er tekið á tölvu. Óttast áhrif rannsóknarinnar á mönnun Um 670 aðrir einstaklingar liggja einnig undir grun. Margir þeirra eru komnir til Bretlands en hafa ekki hafið störf sem hjúkrunarfræðingar. Þeir hafa ekki fengið formlegt starfsleyfi og vinna flestir sem aðstoðarmenn innan opinbera heilbrigðiskerfisins eða á umönnunarheimilum. Nursing and Midwifery Council, sem heldur utan um starfsleyfi hjúkrunarfræðingar, hafa borist umsóknir frá 80 af þessum 670, eftir að þeir tóku prófið að nýju. Þeim hefur hins vegar verið synjað á þeim grundvelli að þeir hafi ekki sýnt fram á að þeir séu heiðarlegir og traustsins verðir. Það var fyrirtækið Pearson VUW, sem rekur Yunnik-prófmiðstöðina, sem gerðu yfirvöldum vart við, eftir að upp komst að einstaklingur hafði verið að taka próf fyrir aðra. Svindlið er talið ná til allt að 1.955 nígerískra heilbrigðisstarfsmanna, sem allir munu þurfa að endurtaka prófið. Stéttarfélag hjúkrunarfræðinga óttast að þeir sem verður neytað um starfsleyfi hjúkrunarfræðings verði sendir aftur til Nígeríu, sem myndi koma harkalega niður á mönnun innan heilbrigðiskerfisins á Bretlandi. Fólkið hafi verið „misnotað“ í Nígeríu og heimila ætti því að endurtaka prófið á Bretlandi.
Bretland Nígería Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira