Íslenskur háskólastúdent gefur íslensku séns Einar Geir Jónasson skrifar 16. febrúar 2024 08:01 Frá því að ég var lítill hef ég alltaf haft áhuga á landafræði, þá fyrst og fremst fjölbreytileika þjóðanna. Einn mikilvægasti þáttur fjölbreytileikans er tungumál hverrar þjóðar. Íslensk tunga er eitthvað sem við getum verið stolt af vegna þess að hún er gömul, falleg og stundum erfið og þar með skemmtilegri. Ef allir í heiminum töluðu sama tungumálið og önnur svæðisbundin mál myndu deyja út væri minna gaman. Enginn fjölbreytileiki og margt minna til umræðu. Sjálfur hef ég ferðast mikið utanlands og kynnst á þeim ferðum mörgum sem tala mismunandi mál. Fátt finnst mér skemmtilegra en að bera saman mál mitt og annarra og kenna mitt eigið mál. Sjálfur hef ég lagt stund á nám í þýsku og rússnesku og eykur það áhuga og kunnáttu á eigin máli. Á Íslandi eru margir ferðamenn sem skilja íslensku að engu leyti en til þess að þeir geti fengið nauðsynlegar leiðbeiningar þarf að hafa leiðbeiningar, skilti, matseðla o.s.frv. á ensku eða öðrum málum. Þessi hefð hefur aukist og hafa of margir alfarið hætt að hafa leiðbeiningar á íslensku og sumir haft hana með en þá sem annað mál og í minna letri. Það hlýtur að teljast til almennra mannréttinda að hafa aðgengi að nauðsynlegum upplýsingum á opinbera tungumálinu í sínu í eigin landi. Sjálfum finnst mér ekki gaman að koma á staði sem eru eingöngu ætlaðir ferðamönnum og allt á ensku, sama hvort það sé hér eða erlendis. Það gerir staðinn að einhverju sem er eins hannað fyrir ferðamenn og er þá ekkert menningarlegt gildi í staðnum lengur. Ferðamennirnir gætu allt eins verið staddir í heimalandi sínu. Þetta finnst mér ekki gaman og vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að auka veg íslenskunnar og gefa henni séns. Til allrar hamingju er verkefnið Gefum íslensku séns búið að taka málin í eigin hendur og hefur staðið fyrir fjölda viðburða sem gefa Íslendingum og útlendingum tækifæri á að læra betur á málið. Þar má nefna hraðíslensku þar sem móðurmálshafi talar við nemanda eða áhugamann á íslensku og kynnist honum þannig á íslensku. Fyrir utan það að kynnast fólki gefur Gefum íslensku séns manni mikið þar sem maður eykur eigin kunnáttu með því að kenna hana. Það hjálpar til við að auka íslenskunotkun þar sem hún lýtur í lægra haldi og af fenginni reynslu eru allir jákvæðir fyrir því. Ég veit um marga sem hafa áhuga á að læra íslensku en hafa ekki tök á að sækja námskeið en Gefum íslensku séns hefur einmitt staðið fyrir ókeypis íslenskunámskeiðum og með örfáum námskeiðum bætist kunnáttan mikið. Sjálfur hef ég reynslu af tungumálanámskeiðum sem gefa manni mikið á stuttum tíma. Gefum íslensku séns hefur því stórbætt samfélagið með því að auka notkun og kunnáttu á máli okkar auk þess að koma fólki með ólíkan bakgrunni saman. Höfundur er háskólanemi. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá því að ég var lítill hef ég alltaf haft áhuga á landafræði, þá fyrst og fremst fjölbreytileika þjóðanna. Einn mikilvægasti þáttur fjölbreytileikans er tungumál hverrar þjóðar. Íslensk tunga er eitthvað sem við getum verið stolt af vegna þess að hún er gömul, falleg og stundum erfið og þar með skemmtilegri. Ef allir í heiminum töluðu sama tungumálið og önnur svæðisbundin mál myndu deyja út væri minna gaman. Enginn fjölbreytileiki og margt minna til umræðu. Sjálfur hef ég ferðast mikið utanlands og kynnst á þeim ferðum mörgum sem tala mismunandi mál. Fátt finnst mér skemmtilegra en að bera saman mál mitt og annarra og kenna mitt eigið mál. Sjálfur hef ég lagt stund á nám í þýsku og rússnesku og eykur það áhuga og kunnáttu á eigin máli. Á Íslandi eru margir ferðamenn sem skilja íslensku að engu leyti en til þess að þeir geti fengið nauðsynlegar leiðbeiningar þarf að hafa leiðbeiningar, skilti, matseðla o.s.frv. á ensku eða öðrum málum. Þessi hefð hefur aukist og hafa of margir alfarið hætt að hafa leiðbeiningar á íslensku og sumir haft hana með en þá sem annað mál og í minna letri. Það hlýtur að teljast til almennra mannréttinda að hafa aðgengi að nauðsynlegum upplýsingum á opinbera tungumálinu í sínu í eigin landi. Sjálfum finnst mér ekki gaman að koma á staði sem eru eingöngu ætlaðir ferðamönnum og allt á ensku, sama hvort það sé hér eða erlendis. Það gerir staðinn að einhverju sem er eins hannað fyrir ferðamenn og er þá ekkert menningarlegt gildi í staðnum lengur. Ferðamennirnir gætu allt eins verið staddir í heimalandi sínu. Þetta finnst mér ekki gaman og vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að auka veg íslenskunnar og gefa henni séns. Til allrar hamingju er verkefnið Gefum íslensku séns búið að taka málin í eigin hendur og hefur staðið fyrir fjölda viðburða sem gefa Íslendingum og útlendingum tækifæri á að læra betur á málið. Þar má nefna hraðíslensku þar sem móðurmálshafi talar við nemanda eða áhugamann á íslensku og kynnist honum þannig á íslensku. Fyrir utan það að kynnast fólki gefur Gefum íslensku séns manni mikið þar sem maður eykur eigin kunnáttu með því að kenna hana. Það hjálpar til við að auka íslenskunotkun þar sem hún lýtur í lægra haldi og af fenginni reynslu eru allir jákvæðir fyrir því. Ég veit um marga sem hafa áhuga á að læra íslensku en hafa ekki tök á að sækja námskeið en Gefum íslensku séns hefur einmitt staðið fyrir ókeypis íslenskunámskeiðum og með örfáum námskeiðum bætist kunnáttan mikið. Sjálfur hef ég reynslu af tungumálanámskeiðum sem gefa manni mikið á stuttum tíma. Gefum íslensku séns hefur því stórbætt samfélagið með því að auka notkun og kunnáttu á máli okkar auk þess að koma fólki með ólíkan bakgrunni saman. Höfundur er háskólanemi. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun