Þora ekki enn að senda menn inn og verða fram á nótt Magnús Jochum Pálsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 15. febrúar 2024 21:59 Eldurinn varð á tímabili gríðarleg mikill enda töluverður eldsmatur inni í húsnæðinu. Þar að auki var mikill reykur sem gerði slökkviliðsmönnumm erfitt fyrir. Vísir/Vilhelm Slökkviliðsstjóri segir búið að ná tökum á eldi sem kviknaði í dekkjaverkstæði N1 við Fellsmúla. Slökkviliðið verði þó að störfum fram á nótt við að fullslökkva eldinn. Þakið á tveimur rýmum sé fallið og vegna hrunhættu þori þeir ekki að senda menn inn í húsið. Eldur kviknaði í húsnæðinu á horni Fellsmúla og Grensásvegs síðdegis í dag og var allt tiltækt slökkvilið kallað út. Engar teljanlegar skemmdir hafa orðið á húsum í kring en enn á eftir að meta skemmdir í húslengjunni sem kviknaði í. Enginn er talinn hafa slasast í eldsvoðanum. „Tíminn rennur dálítið saman hjá manni en fyrir klukkutíma síðan voru þessi tvö bil í suðurendanum alelda þannig það plan að beita meiri froðu virðist hafa skilað árangri. Við erum að vonast til þess að það séu þessi tvö rými sem eldurinn hefur náð að læsa sig í,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um stöðuna upp úr níuleytinu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón „Það er náttúrulega reykur mjög víða og þakið á þessum tveimur rýmum er fallið þannig við erum núna að fara að senda menn á körfubíl upp á rýmið við hliðina á því sem brann til að athuga hvort að þakið þar sé eitthvað farið að gefa sig. En við vonumst til þess að eldurinn sé ekkert að fara að læsa sig neitt í lengjunni hérna til norðus,“ sagði hann. Er eitthvað hægt að meta skemmdir á öðrum húsum hér í kring? „Nei, á öðrum húsum hér í kring eru ekki miklar skemmdir. Það er aðallega spurning með þessa lengju, efri hæðina og neðri hæðina. Á neðri hæðinni er meðal annars Slippfélagið, við höfum ekki farið þangað inn neitt nýlega. Það gætu verið vatnsskemmdir og einhverjar reykskemmdir en það er of snemmt að fullyrða eitthvað um það.“ Curvy.is og Stout eru í horni verslunarkjarnans.Vísir/Vilhelm Er enn eldur inni í húsinu? „Það er eldur og glóðir út um allt þannig það tekur dálítinn tíma að fullslökkva en eins og þú sérð er afskaplega lítill eldur. Þetta er aðallega gulur eldur en svo um leið og maður fer að róta eitthvað í þessu gýs eldurinn upp aftur. Við höfum ekki þorað að senda menn inn af því þakið er að hrynja eða hrunið að vissu leyti og þá erum við að taka þetta að utanverðu,“ sagði hann. Þið stefnið á að vera eitthvað fram á nótt? „Já, örugglega eitthvað fram á nótt. Vitum það ekki alveg og þú heyrir að það er enn að springa þarna inni,“ bætti hann við. Gríðarmikinn svartan reyk lagði upp frá húsnæðinu.Vísir/Sigurjón Eldurinn er í húsnæði við Fellsmúla og Grensásveg Mynd frá vettvangi sem sýnir eldinn vel. Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Bjartsýnn með áframhaldið Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Eldur kviknaði í húsnæðinu á horni Fellsmúla og Grensásvegs síðdegis í dag og var allt tiltækt slökkvilið kallað út. Engar teljanlegar skemmdir hafa orðið á húsum í kring en enn á eftir að meta skemmdir í húslengjunni sem kviknaði í. Enginn er talinn hafa slasast í eldsvoðanum. „Tíminn rennur dálítið saman hjá manni en fyrir klukkutíma síðan voru þessi tvö bil í suðurendanum alelda þannig það plan að beita meiri froðu virðist hafa skilað árangri. Við erum að vonast til þess að það séu þessi tvö rými sem eldurinn hefur náð að læsa sig í,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um stöðuna upp úr níuleytinu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón „Það er náttúrulega reykur mjög víða og þakið á þessum tveimur rýmum er fallið þannig við erum núna að fara að senda menn á körfubíl upp á rýmið við hliðina á því sem brann til að athuga hvort að þakið þar sé eitthvað farið að gefa sig. En við vonumst til þess að eldurinn sé ekkert að fara að læsa sig neitt í lengjunni hérna til norðus,“ sagði hann. Er eitthvað hægt að meta skemmdir á öðrum húsum hér í kring? „Nei, á öðrum húsum hér í kring eru ekki miklar skemmdir. Það er aðallega spurning með þessa lengju, efri hæðina og neðri hæðina. Á neðri hæðinni er meðal annars Slippfélagið, við höfum ekki farið þangað inn neitt nýlega. Það gætu verið vatnsskemmdir og einhverjar reykskemmdir en það er of snemmt að fullyrða eitthvað um það.“ Curvy.is og Stout eru í horni verslunarkjarnans.Vísir/Vilhelm Er enn eldur inni í húsinu? „Það er eldur og glóðir út um allt þannig það tekur dálítinn tíma að fullslökkva en eins og þú sérð er afskaplega lítill eldur. Þetta er aðallega gulur eldur en svo um leið og maður fer að róta eitthvað í þessu gýs eldurinn upp aftur. Við höfum ekki þorað að senda menn inn af því þakið er að hrynja eða hrunið að vissu leyti og þá erum við að taka þetta að utanverðu,“ sagði hann. Þið stefnið á að vera eitthvað fram á nótt? „Já, örugglega eitthvað fram á nótt. Vitum það ekki alveg og þú heyrir að það er enn að springa þarna inni,“ bætti hann við. Gríðarmikinn svartan reyk lagði upp frá húsnæðinu.Vísir/Sigurjón Eldurinn er í húsnæði við Fellsmúla og Grensásveg Mynd frá vettvangi sem sýnir eldinn vel.
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Bjartsýnn með áframhaldið Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Bjartsýnn með áframhaldið Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54