„Það hryggir mig að heyra af fráfalli Alexei Navalní og ég votta fjölskyldu hans og stuðningsmönnum hans af einlægni samúð mína. Pútín og rússnesk stjórnvöld bera endanlega ábyrgð á andláti hans,“ segir Bjarni á samfélagsmiðlinum X.
Greint var frá andláti Navalní í dag, en hann er sagður hafa dáið í fangelsi vegna veikinda.
Saddened to learn of the passing of Alexei Navalny and I offer my sincerest condolences to his family and supporters. Putin and the Russian government bear ultimate responsibility for his death.
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) February 16, 2024
Í frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að Navalní hafi misst meðvitund í morgun eftir göngutúr og að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur.
Navalní, sem var 47 ára gamall, var dæmdur í nítján ára fangelsi síðastliðið sumar. Sakarefnið var að stofna og fjármagna öfgasamtök.