Íslenskir bændur upplifi meiri einkenni þunglyndis og streitu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 23:04 Bóndi við störf. Vísir/Vilhelm Niðurstöður nýrrar rannsóknar á líðan og seiglu íslenskra bænda benda til þess að bændur upplifi að jafnaði meiri einkenni þunglyndis og streitu en aðrir Íslendingar á vinnumarkaði. Fjallað er um rannsóknina á vef Byggðastofnunar, sem styrkti rannsóknina. Hún var framkvæmd við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri af Báru Elísabetu Dagsdóttur sérfræðingi hjá miðstöðinni. Rannsóknin fól í sér vefkönnun meðal félagsmanna Bændasamtaka Íslands þar sem líðan bænda var metin með tilliti til þunglyndis, kvíða og streitu. Að auki var lagt mat á seiglu íslenskra bænda en fram kemur að hún hafi ekki verið skoðuð sérstaklega áður. Niðurstöðurnar voru bornar saman við gögn úr rannsókn embættis landlæknis Heilsa og líðan Íslendinga frá árinu 2022. Niðurstöður samanburðarins benda til þess að bændur upplifi að jafnaði meiri einkenni þunglyndis og streitu en aðrir Íslendingar á vinnumarkaði. Einnig séu hlutfallslíkur (e. odds) bænda á að flokkast með væg/miðlungs eða alvarleg/mjög alvarleg einkenni þunglyndis og streitu á móti eðlilegum einkennum hærri en samanburðarhópsins, að teknu tilliti til lýðfræðilegra þátta. Vinnuálag mikið Þá megi sjá vísbendingar um að þeir bændur sem hafa áform um atvinnuskipti eða flutninga upplifi meiri einkenni þunglyndis, streitu og kvíða. Þar sé þó mikil tölfræðileg óvissa um raunverulegan mun vegna þess hve fáir svöruðu. Erfitt sé að draga ályktanir út frá niðurstöðunum um hvort seigla bænda sé minni eða meiri en annarra þar sem ekki eru til stöðluð viðmið um túlkun skora á seiglukvarðanum og engin samanburðargögn. Þrátt fyrir það virðist meðalskorið vera heldur lágt í samanburði við skor úr öðrum rannsóknum. Loks kemur fram að stór hluti bænda telji sig mjög oft eða alltaf hafa of mikið að gera og sömuleiðis megi sjá í samanburði á svörum bænda og samanburðarhóps að vinnuálag bænda sé að þeirra mati ójafnara og þeir telji sig frekar þurfa að vinna á miklum hraða. Hægt er að lesa um rannsóknina í heild sinni hér. Landbúnaður Byggðamál Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fjallað er um rannsóknina á vef Byggðastofnunar, sem styrkti rannsóknina. Hún var framkvæmd við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri af Báru Elísabetu Dagsdóttur sérfræðingi hjá miðstöðinni. Rannsóknin fól í sér vefkönnun meðal félagsmanna Bændasamtaka Íslands þar sem líðan bænda var metin með tilliti til þunglyndis, kvíða og streitu. Að auki var lagt mat á seiglu íslenskra bænda en fram kemur að hún hafi ekki verið skoðuð sérstaklega áður. Niðurstöðurnar voru bornar saman við gögn úr rannsókn embættis landlæknis Heilsa og líðan Íslendinga frá árinu 2022. Niðurstöður samanburðarins benda til þess að bændur upplifi að jafnaði meiri einkenni þunglyndis og streitu en aðrir Íslendingar á vinnumarkaði. Einnig séu hlutfallslíkur (e. odds) bænda á að flokkast með væg/miðlungs eða alvarleg/mjög alvarleg einkenni þunglyndis og streitu á móti eðlilegum einkennum hærri en samanburðarhópsins, að teknu tilliti til lýðfræðilegra þátta. Vinnuálag mikið Þá megi sjá vísbendingar um að þeir bændur sem hafa áform um atvinnuskipti eða flutninga upplifi meiri einkenni þunglyndis, streitu og kvíða. Þar sé þó mikil tölfræðileg óvissa um raunverulegan mun vegna þess hve fáir svöruðu. Erfitt sé að draga ályktanir út frá niðurstöðunum um hvort seigla bænda sé minni eða meiri en annarra þar sem ekki eru til stöðluð viðmið um túlkun skora á seiglukvarðanum og engin samanburðargögn. Þrátt fyrir það virðist meðalskorið vera heldur lágt í samanburði við skor úr öðrum rannsóknum. Loks kemur fram að stór hluti bænda telji sig mjög oft eða alltaf hafa of mikið að gera og sömuleiðis megi sjá í samanburði á svörum bænda og samanburðarhóps að vinnuálag bænda sé að þeirra mati ójafnara og þeir telji sig frekar þurfa að vinna á miklum hraða. Hægt er að lesa um rannsóknina í heild sinni hér.
Landbúnaður Byggðamál Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira