Þórdís leitar að arftaka Rómarfarans Guðmundar Lovísa Arnardóttir skrifar 19. febrúar 2024 13:01 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir leitar að nýjum ráðuneytisstjóra. Stöð 2/Ívar Fannar Fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur nú auglýst til umsóknar embætti ráðuneytisstjóra. Gert er ráð fyrir að skipað verði í embættið þann 1. apríl til fimm ára. Umsóknarfrestur rennur út þann 7. mars. Í auglýsingu frá ráðuneytinu segir að þau leiti að „framsýnum og öflugum stjórnanda í embætti ráðuneytisstjóra“. Starfsskyldur hans eru sagðar víðtækar og að hann beri, meðal annars, fjárhagslega og faglega ábyrgð gagnvart ráðherra á starfsemi ráðuneytisins. Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í ráðuneytinu, var í janúar settur ráðuneytisstjóri eftir að Guðmundur Árnason, sem hafði sinnt starfinu síðustu fjórtán ár, tilkynnti að hann myndi senn láta af störfum. Hann tekur fljótlega við sendiherrastöðu í Róm. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, skipaði hann í sendiherrastöðuna þegar hann tók við sem utanríkisráðherra. Á sama tíma skipaði hann fyrrverandi aðstoðarkonu sína, Svanhildi Hólm, í stöðu sendiherra í Washington. Samhæfir stefnumótun Þá segir að ráðuneytisstjóra beri að veita ráðherra upplýsingar og ráðgjöf þannig að ráðherra geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og stefnumótun og sé vel upplýstur varðandi þau mál sem unnið er að. „Ráðuneytisstjóra ber að samhæfa stefnumótun á öllum málefnasviðum ráðuneytisins, stuðla að samhentri stjórnsýslu og samræma stefnu og aðgerðir ráðuneytisins við vinnu annarra ráðuneyta þegar við á, auk þess að tryggja að afgreiðsla mála sé fagleg.“ Gerðar eru ýmsar menntunar- og hæfnikröfur til ráðuneytisstjórans. „Leitað er að einstaklingi sem býr yfir ríkri hæfni í samskiptum og samvinnu og hefur metnað til að taka þátt í að leiða Ísland til aukinnar hagsældar. Ráðuneytisstjóri þarf að vinna af heilindum að innleiðingu stefnu stjórnvalda hverju sinni, með hag samfélagsins að leiðarljósi,“ segir í auglýsingunni áður en helstu skilyrði eru listuð upp. Átta stofnanir heyra undir ráðuneytið Þar er til dæmis gerð krafa um háskólamenntun, leiðtogahæfileikum, stjórnunarreynslu, mjög góða þekking og reynslu á sviði reksturs, fjármála og mannauðsmála. Þá er einnig gerð krafa um reynslu af stefnumótun og áætlanagerð, þekkingu á málefnasviðum ráðuneytisins, mjög góðri samskiptahæfni og þekkingu á bæði íslensku og ensku. Í auglýsingunni kemur einnig fram að í ráðuneytinu fáist starfsfólk við fjölbreytileg viðfangsefni sem hafi snertingu við flest svið samfélagsins, í umhverfi sem er lifandi og krefjandi. „Meginhlutverk ráðuneytisins felst í yfirstjórn opinberra fjármála og efnahagsmála. Ráðuneytið fer með málefni fjármálamarkaðarins, ber ábyrgð á bættum stjórnunarháttum og áætlanagerð, hefur með höndum virka stjórn mannauðsmála ríkisins og er leiðandi í umbótum og nýsköpun í rekstri ríkisins. Í ráðuneytinu eru sjö skrifstofur auk þess sem kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Stafrænt Ísland eru hluti af ráðuneytinu. Átta stofnanir heyra undir ráðuneytið.“ Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Utanríkismál Tengdar fréttir Brokkgeng byrjun Bjarna í utanríkisráðuneytinu Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. 31. janúar 2024 14:07 Reynsluboltinn sem Svanhildur tekur við af í Washington Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum frá árinu 2019, á að baki þriggja áratuga langan farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún yfirgefur senn sendiráðið vestanhafs. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður hans frá árinu 2012-2020 og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð í stað Bergdísar. 27. desember 2023 07:56 Undrandi á tillögum Bjarna sem gangi gegn öllum hefðum Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði kveðst undrandi yfir tillögum Bjarna Benediktssonar um að Svanhildur Hólm Valsdóttir og Guðmundur Árnason verði skipuð sendiherrar. 20. desember 2023 21:01 Bjarni segir væntanlega sendiherra mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna Utanríkisráðherra segir mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá fyrrverandi aðstoðarmann hans og ráðuneytisstjóra til starfa í utanríkisþjónustunni. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherra nýta glufu í lögum til að skipa vini og gamla samstarfsmenn í sendiherrastöður. 20. desember 2023 19:20 Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Bjarni Benediktsson var varla sestur í stól utanríkisráðherra þegar hann tók til við að skipa samherjum sínum á mikilvæga pósta í utanríkisþjónustunni. Ýmsir hafa þetta til marks um að Bjarni sé á útleið úr pólitík, jafnvel að ríkisstjórnin sé á síðustu metrunum og það sé verið að hafa það úr húsinu sem nýtilegt er. 20. desember 2023 12:35 Bjarni skipað 23 vinkonur í sendiherrastöður miðað við höfðatölu Heitar umræður sköpuðust um útlendingamál og stöðu fólks á Gasa, sem komið er með dvalarleyfi á Íslandi, í Pallborðinu á Vísi í gær. Samstaða náðist um fátt, fyrir utan að stytta þarf málsmeðferðartíma hjá hælisleitendum. 9. febrúar 2024 07:01 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Í auglýsingu frá ráðuneytinu segir að þau leiti að „framsýnum og öflugum stjórnanda í embætti ráðuneytisstjóra“. Starfsskyldur hans eru sagðar víðtækar og að hann beri, meðal annars, fjárhagslega og faglega ábyrgð gagnvart ráðherra á starfsemi ráðuneytisins. Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í ráðuneytinu, var í janúar settur ráðuneytisstjóri eftir að Guðmundur Árnason, sem hafði sinnt starfinu síðustu fjórtán ár, tilkynnti að hann myndi senn láta af störfum. Hann tekur fljótlega við sendiherrastöðu í Róm. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, skipaði hann í sendiherrastöðuna þegar hann tók við sem utanríkisráðherra. Á sama tíma skipaði hann fyrrverandi aðstoðarkonu sína, Svanhildi Hólm, í stöðu sendiherra í Washington. Samhæfir stefnumótun Þá segir að ráðuneytisstjóra beri að veita ráðherra upplýsingar og ráðgjöf þannig að ráðherra geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og stefnumótun og sé vel upplýstur varðandi þau mál sem unnið er að. „Ráðuneytisstjóra ber að samhæfa stefnumótun á öllum málefnasviðum ráðuneytisins, stuðla að samhentri stjórnsýslu og samræma stefnu og aðgerðir ráðuneytisins við vinnu annarra ráðuneyta þegar við á, auk þess að tryggja að afgreiðsla mála sé fagleg.“ Gerðar eru ýmsar menntunar- og hæfnikröfur til ráðuneytisstjórans. „Leitað er að einstaklingi sem býr yfir ríkri hæfni í samskiptum og samvinnu og hefur metnað til að taka þátt í að leiða Ísland til aukinnar hagsældar. Ráðuneytisstjóri þarf að vinna af heilindum að innleiðingu stefnu stjórnvalda hverju sinni, með hag samfélagsins að leiðarljósi,“ segir í auglýsingunni áður en helstu skilyrði eru listuð upp. Átta stofnanir heyra undir ráðuneytið Þar er til dæmis gerð krafa um háskólamenntun, leiðtogahæfileikum, stjórnunarreynslu, mjög góða þekking og reynslu á sviði reksturs, fjármála og mannauðsmála. Þá er einnig gerð krafa um reynslu af stefnumótun og áætlanagerð, þekkingu á málefnasviðum ráðuneytisins, mjög góðri samskiptahæfni og þekkingu á bæði íslensku og ensku. Í auglýsingunni kemur einnig fram að í ráðuneytinu fáist starfsfólk við fjölbreytileg viðfangsefni sem hafi snertingu við flest svið samfélagsins, í umhverfi sem er lifandi og krefjandi. „Meginhlutverk ráðuneytisins felst í yfirstjórn opinberra fjármála og efnahagsmála. Ráðuneytið fer með málefni fjármálamarkaðarins, ber ábyrgð á bættum stjórnunarháttum og áætlanagerð, hefur með höndum virka stjórn mannauðsmála ríkisins og er leiðandi í umbótum og nýsköpun í rekstri ríkisins. Í ráðuneytinu eru sjö skrifstofur auk þess sem kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Stafrænt Ísland eru hluti af ráðuneytinu. Átta stofnanir heyra undir ráðuneytið.“
Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Utanríkismál Tengdar fréttir Brokkgeng byrjun Bjarna í utanríkisráðuneytinu Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. 31. janúar 2024 14:07 Reynsluboltinn sem Svanhildur tekur við af í Washington Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum frá árinu 2019, á að baki þriggja áratuga langan farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún yfirgefur senn sendiráðið vestanhafs. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður hans frá árinu 2012-2020 og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð í stað Bergdísar. 27. desember 2023 07:56 Undrandi á tillögum Bjarna sem gangi gegn öllum hefðum Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði kveðst undrandi yfir tillögum Bjarna Benediktssonar um að Svanhildur Hólm Valsdóttir og Guðmundur Árnason verði skipuð sendiherrar. 20. desember 2023 21:01 Bjarni segir væntanlega sendiherra mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna Utanríkisráðherra segir mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá fyrrverandi aðstoðarmann hans og ráðuneytisstjóra til starfa í utanríkisþjónustunni. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherra nýta glufu í lögum til að skipa vini og gamla samstarfsmenn í sendiherrastöður. 20. desember 2023 19:20 Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Bjarni Benediktsson var varla sestur í stól utanríkisráðherra þegar hann tók til við að skipa samherjum sínum á mikilvæga pósta í utanríkisþjónustunni. Ýmsir hafa þetta til marks um að Bjarni sé á útleið úr pólitík, jafnvel að ríkisstjórnin sé á síðustu metrunum og það sé verið að hafa það úr húsinu sem nýtilegt er. 20. desember 2023 12:35 Bjarni skipað 23 vinkonur í sendiherrastöður miðað við höfðatölu Heitar umræður sköpuðust um útlendingamál og stöðu fólks á Gasa, sem komið er með dvalarleyfi á Íslandi, í Pallborðinu á Vísi í gær. Samstaða náðist um fátt, fyrir utan að stytta þarf málsmeðferðartíma hjá hælisleitendum. 9. febrúar 2024 07:01 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Brokkgeng byrjun Bjarna í utanríkisráðuneytinu Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. 31. janúar 2024 14:07
Reynsluboltinn sem Svanhildur tekur við af í Washington Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum frá árinu 2019, á að baki þriggja áratuga langan farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún yfirgefur senn sendiráðið vestanhafs. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður hans frá árinu 2012-2020 og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð í stað Bergdísar. 27. desember 2023 07:56
Undrandi á tillögum Bjarna sem gangi gegn öllum hefðum Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði kveðst undrandi yfir tillögum Bjarna Benediktssonar um að Svanhildur Hólm Valsdóttir og Guðmundur Árnason verði skipuð sendiherrar. 20. desember 2023 21:01
Bjarni segir væntanlega sendiherra mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna Utanríkisráðherra segir mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá fyrrverandi aðstoðarmann hans og ráðuneytisstjóra til starfa í utanríkisþjónustunni. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherra nýta glufu í lögum til að skipa vini og gamla samstarfsmenn í sendiherrastöður. 20. desember 2023 19:20
Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Bjarni Benediktsson var varla sestur í stól utanríkisráðherra þegar hann tók til við að skipa samherjum sínum á mikilvæga pósta í utanríkisþjónustunni. Ýmsir hafa þetta til marks um að Bjarni sé á útleið úr pólitík, jafnvel að ríkisstjórnin sé á síðustu metrunum og það sé verið að hafa það úr húsinu sem nýtilegt er. 20. desember 2023 12:35
Bjarni skipað 23 vinkonur í sendiherrastöður miðað við höfðatölu Heitar umræður sköpuðust um útlendingamál og stöðu fólks á Gasa, sem komið er með dvalarleyfi á Íslandi, í Pallborðinu á Vísi í gær. Samstaða náðist um fátt, fyrir utan að stytta þarf málsmeðferðartíma hjá hælisleitendum. 9. febrúar 2024 07:01