Vandræði Bayern undir stjórn Tuchel: „Eins og í hryllingsmynd“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2024 07:01 Tuchel eftir enn eitt tap Bayern um liðna helgi. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Það gengur ekkert upp hjá Bayern München þessa dagana. Eftir 3-2 tap gegn Bochum um liðna helgi er liðið átta stigum á eftir lærisveinum Xabi Alonso í Bayer Leverkusen þegar 12 umferðir eru eftir af þýsku úrvalsdeild karla þetta tímabilið. Þegar Thomas Tuchel var ráðinn þjálfari Bayern München í mars á síðasta ári þá var það því Julian Nagelsmann var ekki talinn passa nægilega vel inn í það sem Bayern stendur fyrir. Tuchel tókst að landa titlinum, með herkjum, en nú – eftir gríðarlega einokun – virðist sem titillinn sé runninn úr greipum Bæjara. Borussia Dortmund vann þýska meistaratitilinn vorið 2012 en síðan þá hefur Bayern staðið uppi sem sigurvegari. Er Xabi svarið? Þýska stórveldið virðist hins vegar standa á tímamótum og nú þegar er farið að orða Xabi Alonso við starfið fari svo að Tuchel verði sparkað. Xabi lék með liðinu frá 2014 til 2017 og varð meistari öll árin. Alonso er án efa einn eftirsóttasti þjálfari heims um þessar mundir en hann hefur verið bæði orðaður við Liverpool og Real Madríd eftir ótrúlegan uppgang Leverkusen. Það kemur á óvart að Bayern sé til í að taka sénsinn á ungum og efnilegum stjóra eftir allt sem gekk á þegar Nagelsmann stýrði liðinu. Hann var ráðinn því hann var talinn vera framtíð þýskrar knattspyrnu eftir að hafa vakið gríðarlega athygli vegna árangurs - og spilamennsku - Hoffenheim og RB Leipzig. Það virtist þó sem hinn framúrstefnulegi væri ekki allra hjá Bayern og á endanum var hann látinn fara. Í hans stað kom Tuchel sem átti að stýra skútunni örugglega í höfn en hjá Bayern þýðir það að vinna deildina og komast langt í Meistaradeild Evrópu. Tuchel tókst með herkjum að sigla skútunni í höfn. Hryllingsmyndin sem engan enda tekur Nú virðist Tuchel hins vegar gjörsamlega keyrt skútuna í kaf og það sem eftir er af henni stendur í ljósum logum. Því til sönnunar má nefna að Leon Goretzka, miðjumaður Bayern, talaði um að liðið væri „fast í hryllingsmynd“ eftir tapið hrottalega gegn Bochum um liðna helgi. Ekki nóg með það heldur sagði miðjumaðurinn einnig að eins og staðan væri í dag þá gæti hann ekki séð Bayern vinna deildina í ár. Tapið gegn Bochum var þriðja tap liðsins í röð. Þar áður töpuðu Bæjarar 0-1 fyrir Lazio í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en taphrinan hófst með slæmu 0-3 tapi gegn Leverkusen í uppgjöri toppliðanna. Ef þetta væri ekki nóg þá steinlá Bayern gegn RB Leipzig í þýska Ofurbikarnum. Þá féll Bayern úr leik í 2. umferð þýsku bikarkeppninnar eftir skammarlegt tap gegn FC Saarbrücken á einhvern ótrúlegan hátt. Það eina sem Tuchel getur haldið í sem stendur er að ef horft er í tölfræðina gegn Bochum átti Bayern ekki skilið að tapa en liðið skapaði sér urmul tækifæra. Þegar öllu var hins vegar á botninn hvolft þá tapaði liðið og ótrúleg 11 tímabila sigurhrina Bayern í Þýskalandi virðist á enda. Hvort Bayern reki Tuchel er alls óvíst en stjórnarmenn liðsins hafa þrjóskast við til þessa og hafa opinberlega sagt að hann sé rétti maðurinn í starfið. Hvort það verði staðan eftir að Xabi lyftir þýska meistaratitlinum í vor er annað mál. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Þegar Thomas Tuchel var ráðinn þjálfari Bayern München í mars á síðasta ári þá var það því Julian Nagelsmann var ekki talinn passa nægilega vel inn í það sem Bayern stendur fyrir. Tuchel tókst að landa titlinum, með herkjum, en nú – eftir gríðarlega einokun – virðist sem titillinn sé runninn úr greipum Bæjara. Borussia Dortmund vann þýska meistaratitilinn vorið 2012 en síðan þá hefur Bayern staðið uppi sem sigurvegari. Er Xabi svarið? Þýska stórveldið virðist hins vegar standa á tímamótum og nú þegar er farið að orða Xabi Alonso við starfið fari svo að Tuchel verði sparkað. Xabi lék með liðinu frá 2014 til 2017 og varð meistari öll árin. Alonso er án efa einn eftirsóttasti þjálfari heims um þessar mundir en hann hefur verið bæði orðaður við Liverpool og Real Madríd eftir ótrúlegan uppgang Leverkusen. Það kemur á óvart að Bayern sé til í að taka sénsinn á ungum og efnilegum stjóra eftir allt sem gekk á þegar Nagelsmann stýrði liðinu. Hann var ráðinn því hann var talinn vera framtíð þýskrar knattspyrnu eftir að hafa vakið gríðarlega athygli vegna árangurs - og spilamennsku - Hoffenheim og RB Leipzig. Það virtist þó sem hinn framúrstefnulegi væri ekki allra hjá Bayern og á endanum var hann látinn fara. Í hans stað kom Tuchel sem átti að stýra skútunni örugglega í höfn en hjá Bayern þýðir það að vinna deildina og komast langt í Meistaradeild Evrópu. Tuchel tókst með herkjum að sigla skútunni í höfn. Hryllingsmyndin sem engan enda tekur Nú virðist Tuchel hins vegar gjörsamlega keyrt skútuna í kaf og það sem eftir er af henni stendur í ljósum logum. Því til sönnunar má nefna að Leon Goretzka, miðjumaður Bayern, talaði um að liðið væri „fast í hryllingsmynd“ eftir tapið hrottalega gegn Bochum um liðna helgi. Ekki nóg með það heldur sagði miðjumaðurinn einnig að eins og staðan væri í dag þá gæti hann ekki séð Bayern vinna deildina í ár. Tapið gegn Bochum var þriðja tap liðsins í röð. Þar áður töpuðu Bæjarar 0-1 fyrir Lazio í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en taphrinan hófst með slæmu 0-3 tapi gegn Leverkusen í uppgjöri toppliðanna. Ef þetta væri ekki nóg þá steinlá Bayern gegn RB Leipzig í þýska Ofurbikarnum. Þá féll Bayern úr leik í 2. umferð þýsku bikarkeppninnar eftir skammarlegt tap gegn FC Saarbrücken á einhvern ótrúlegan hátt. Það eina sem Tuchel getur haldið í sem stendur er að ef horft er í tölfræðina gegn Bochum átti Bayern ekki skilið að tapa en liðið skapaði sér urmul tækifæra. Þegar öllu var hins vegar á botninn hvolft þá tapaði liðið og ótrúleg 11 tímabila sigurhrina Bayern í Þýskalandi virðist á enda. Hvort Bayern reki Tuchel er alls óvíst en stjórnarmenn liðsins hafa þrjóskast við til þessa og hafa opinberlega sagt að hann sé rétti maðurinn í starfið. Hvort það verði staðan eftir að Xabi lyftir þýska meistaratitlinum í vor er annað mál.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira