Hinn körfuboltastrákurinn dó líka eftir hnífaárásina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 10:31 Artem Kozachenko lék með nítján ára liði ART Giants Düsseldorf. @artgiants Hnífstunguárásin á ungu úkraínsku körfuboltastrákana úr ART Giants Düsseldorf liðinu kostaði þá á endanum lífið. Liðsfélagarnir voru staddir með félagsliði sínu í keppnisferð í þýsku borginni Oberhausen þegar hópur réðst á þá með hnífa á lofti. Volodymyr Yermakov lést strax eftir árásina en liðsfélagi hans Artem Kozachenko lá í lífshættu á sjúkrahúsi. Hann lést af sárum sínum tæpri viku síðar. Félagið greindi frá þessu á miðlum sínum og minntist góðra félaga. Báðir voru þeir átján ára körfuboltamenn frá Úkraínu sem höfðu flúið stríðið í heimalandinu og fengið griðastað hjá þýska körfuboltafélaginu í Düsseldorf. View this post on Instagram A post shared by ART Giants Du sseldorf (@artgiants) Yermakov lést strax af sárum sínum en Kozachenko barðist fyrir lífi sínu í gjörgæslu í næstum því heila viku. Vonir voru um að Yermakov myndi lifa af árásina en ástand hans versnaði skyndilega og á endanum gátu læknar ekkert gert til að bjarga honum. Úkraínumenn halda því fram að árásin sé tengd innrás Rússa í Úkraínu en rannsókn lögreglu stendur yfir. Strákarnir léku með nítján ára liði félagsins og ART Giants minnist þeirra á miðlum sínum. „Eins og með Vova, þá var hinn átján ára gamli Úkraínumaður Artem mikilvægur hluti af nítján ára liði okkar. Við erum í miklu áfalli, syrgjum saman og þurfum að kveðja annan efnilegan körfuboltamann úr okkar röðum. Eins og með Vova þá var Artem einstaklega vinsæll liðsfélagi sem og hjá þjálfurum og vinum. Allir hafa bara jákvæða hluti að segja um hann. Auk þess að vera hæfileikaríkur og agaður við körfuboltaæfingarnar þá var Artem skemmtileg, húmorísk og fordómalaus manneskja. Artem og Vova voru miklir vinir og sýndu með því mikilvægi mannlegra tengsla og hversu dýrmætt gott samfélag er í okkar lífi,“ segir í minningarorðum um þá félaga á miðlum ART Giants Düsseldorf. View this post on Instagram A post shared by ART Giants Du sseldorf (@artgiants) Þýski körfuboltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Liðsfélagarnir voru staddir með félagsliði sínu í keppnisferð í þýsku borginni Oberhausen þegar hópur réðst á þá með hnífa á lofti. Volodymyr Yermakov lést strax eftir árásina en liðsfélagi hans Artem Kozachenko lá í lífshættu á sjúkrahúsi. Hann lést af sárum sínum tæpri viku síðar. Félagið greindi frá þessu á miðlum sínum og minntist góðra félaga. Báðir voru þeir átján ára körfuboltamenn frá Úkraínu sem höfðu flúið stríðið í heimalandinu og fengið griðastað hjá þýska körfuboltafélaginu í Düsseldorf. View this post on Instagram A post shared by ART Giants Du sseldorf (@artgiants) Yermakov lést strax af sárum sínum en Kozachenko barðist fyrir lífi sínu í gjörgæslu í næstum því heila viku. Vonir voru um að Yermakov myndi lifa af árásina en ástand hans versnaði skyndilega og á endanum gátu læknar ekkert gert til að bjarga honum. Úkraínumenn halda því fram að árásin sé tengd innrás Rússa í Úkraínu en rannsókn lögreglu stendur yfir. Strákarnir léku með nítján ára liði félagsins og ART Giants minnist þeirra á miðlum sínum. „Eins og með Vova, þá var hinn átján ára gamli Úkraínumaður Artem mikilvægur hluti af nítján ára liði okkar. Við erum í miklu áfalli, syrgjum saman og þurfum að kveðja annan efnilegan körfuboltamann úr okkar röðum. Eins og með Vova þá var Artem einstaklega vinsæll liðsfélagi sem og hjá þjálfurum og vinum. Allir hafa bara jákvæða hluti að segja um hann. Auk þess að vera hæfileikaríkur og agaður við körfuboltaæfingarnar þá var Artem skemmtileg, húmorísk og fordómalaus manneskja. Artem og Vova voru miklir vinir og sýndu með því mikilvægi mannlegra tengsla og hversu dýrmætt gott samfélag er í okkar lífi,“ segir í minningarorðum um þá félaga á miðlum ART Giants Düsseldorf. View this post on Instagram A post shared by ART Giants Du sseldorf (@artgiants)
Þýski körfuboltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira