Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Lovísa Arnardóttir skrifar 21. febrúar 2024 08:24 Birgir Þórarinsson hefur rætt við leigubílstjóra um breytingarnar. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. Birgir lagði í desember í fyrra fram fyrirspurn á þingi til innviðaráðherra um það hvernig hefur gengið frá því að breytingar á lögunum tóku gildi í apríl árið 2023, fjölda tilvika sem hafa verið tilkynnt til Samgöngustofu og svo hvers eðlis þessi atvik eru. Birgir ræddi leigubílalögin í Bítinu í morgun. Hann segist bíða svara frá innviðaráðherra við fyrirspurn sinni en hana er hægt að kynna sér hér.. Þar spyr hann hversu margir hafi tekið próf á ensku og hversu margir á íslensku. Um breytingar á leigubifreiðaakstri og hvaða áhrif breytingarnar hafi haft á afkomu þeirra sem hafa leigubifreiðaakstur að aðalstarfi. Birgir segir að hann vilji líta til Danmerkur hvað varðar til dæmis tungumál þeirra sem aki leigubíla. Þar séu skilyrði um að tala dönsku og að sömu leið ætti að fara hér. „Ég tek eðlilegt að flýta þessari vinnu í ljósi þess sem við höfum séð fréttir af og í ljósi þess sem þeir segja sem vinna við greinina.“ Samkvæmt lögunum þarf hreint sakavottorð, gott orðspor og að sækja námskeið til að fá leyfi til að aka leigubíl. Birgir segir að hann telji vandamálið liggja í eftirlitsþættinum hjá Samgöngustofu. Þar þurfi betur að fara yfir. Svo séu próf í ökuskólanum á íslensku og að hann hafi heimild fyrir því að margir sem hafi fengið leyfi tali samt sem áður ekki íslensku. „Það á að vera eftirlit með því en það sem ég hef heyrt frá þeim sem starfa í greininni er að það eru þarna hlutir sem þarf að fara yfir og ég tel eðlilegt að það þurfi að flýta þeirri vinnu,“ segir Birgir. Hann segir að leigubílstjórar hafi ekki verið ósáttir við það að lögunum hafi verið breytt. Þeir hafi viljað gott samráð við stjórnvöld. Það hafi verið skortur á leigubílum og nauðsynlegt að gera breytingar. „Tilgangurinn var að fjölga bílum og auka samkeppni og svo framvegis. Það þarf að fara yfir þessa þætti,“ segir Birgir. Kynferðisofbeldi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Leigubílar Bítið Tengdar fréttir Stéttarfélög leigubílstjóra harma umrætt kynferðisbrot Stjórnarmenn Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama harma að ung kona hafi nýlega orðið fyrir ofbeldi af hendi tveggja manna, þar af meints leigubifreiðastjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum tveimur 16. febrúar 2024 19:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Birgir lagði í desember í fyrra fram fyrirspurn á þingi til innviðaráðherra um það hvernig hefur gengið frá því að breytingar á lögunum tóku gildi í apríl árið 2023, fjölda tilvika sem hafa verið tilkynnt til Samgöngustofu og svo hvers eðlis þessi atvik eru. Birgir ræddi leigubílalögin í Bítinu í morgun. Hann segist bíða svara frá innviðaráðherra við fyrirspurn sinni en hana er hægt að kynna sér hér.. Þar spyr hann hversu margir hafi tekið próf á ensku og hversu margir á íslensku. Um breytingar á leigubifreiðaakstri og hvaða áhrif breytingarnar hafi haft á afkomu þeirra sem hafa leigubifreiðaakstur að aðalstarfi. Birgir segir að hann vilji líta til Danmerkur hvað varðar til dæmis tungumál þeirra sem aki leigubíla. Þar séu skilyrði um að tala dönsku og að sömu leið ætti að fara hér. „Ég tek eðlilegt að flýta þessari vinnu í ljósi þess sem við höfum séð fréttir af og í ljósi þess sem þeir segja sem vinna við greinina.“ Samkvæmt lögunum þarf hreint sakavottorð, gott orðspor og að sækja námskeið til að fá leyfi til að aka leigubíl. Birgir segir að hann telji vandamálið liggja í eftirlitsþættinum hjá Samgöngustofu. Þar þurfi betur að fara yfir. Svo séu próf í ökuskólanum á íslensku og að hann hafi heimild fyrir því að margir sem hafi fengið leyfi tali samt sem áður ekki íslensku. „Það á að vera eftirlit með því en það sem ég hef heyrt frá þeim sem starfa í greininni er að það eru þarna hlutir sem þarf að fara yfir og ég tel eðlilegt að það þurfi að flýta þeirri vinnu,“ segir Birgir. Hann segir að leigubílstjórar hafi ekki verið ósáttir við það að lögunum hafi verið breytt. Þeir hafi viljað gott samráð við stjórnvöld. Það hafi verið skortur á leigubílum og nauðsynlegt að gera breytingar. „Tilgangurinn var að fjölga bílum og auka samkeppni og svo framvegis. Það þarf að fara yfir þessa þætti,“ segir Birgir.
Kynferðisofbeldi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Leigubílar Bítið Tengdar fréttir Stéttarfélög leigubílstjóra harma umrætt kynferðisbrot Stjórnarmenn Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama harma að ung kona hafi nýlega orðið fyrir ofbeldi af hendi tveggja manna, þar af meints leigubifreiðastjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum tveimur 16. febrúar 2024 19:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Stéttarfélög leigubílstjóra harma umrætt kynferðisbrot Stjórnarmenn Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama harma að ung kona hafi nýlega orðið fyrir ofbeldi af hendi tveggja manna, þar af meints leigubifreiðastjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum tveimur 16. febrúar 2024 19:00