„Íbúar Gasa eins og dýr í búri“ Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2024 13:04 Bjarni svaraði fyrirspurn Þórunnar og sagði Ísland hafa gert miklu meira en önnur ríki til þess að ná út af Gasa þeim sem hefðu dvalarleyfi hér á landi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sagðist deila áhyggjum Þórunnar Sveinbjarnardóttur Samfylkingu af stöðunni í Rafah. „Hún er hræðileg á alla vegu. Við erum að gera allt sem hægt er eftir diplómatískum leiðum til að hjálpa því fólki sem hér á í hlut að komast yfir landamærin. Það er einstök aðgerð. Hún er sömuleiðis að umfangi langt umfram það sem hefur verið tilvikið á Norðurlöndunum. En það breytir engu, við erum engu að síður mætt á staðinn og erum að þrýsta á það frá viðkomandi stjórnvöldum að þau sem eiga hér undir fái samþykki til að yfirgefa svæðið,“ sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu nú í morgun. Þórunn vildi vita hvernig á því stæði að ekki gengi sem skyldi að koma þeim þeim hælisleitendur sem hefðu dvalarleyfi en væru föst á Gasa, til Íslands. „Ég lít svo á að það sé siðferðileg skylda okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ná þeim út af Gasa. Af einhverjum ástæðum sem ég þekki ekki hefur almennum borgurum tekist að koma fólki yfir landamærin og alla leið til Íslands. Þetta snýst um það að við nýtum afl okkar í utanríkisþjónustunni til þess að gera þetta og að það verði lagður í þetta sá pólitíski vilji og þeir fjármunir og það mannafl sem þarf til að ná þeim út,“ sagði Þórunn. Hvernig ætlar Bjarni að bregðast við orðum Netayahus? Og Þórunn færðist í aukana: „Í dag eru næstum allir íbúar Gasa-svæðisins samankomnir á litlum bletti. Þau eru eins og dýr í búri, hæstvirtur forseti. Þau hafa enga leið til að flýja og það er verið að hóta allsherjarinnrás.“ Þórunn spurði Bjarna einnig út í nýfallin ummæli forsætisráðherra Ísraels, Netanyahus, þar sem hann tekur af allan vafa um afstöðu ríkisstjórnarinnar þar til tveggja ríkja lausnarinnar. „Hann segir Ísrael ekki tilbúið til þess að viðurkenna tveggja ríkja lausnina. Við höfum svo sem vitað að hægri öfgamenn í Ísrael hafa lengi verið þeirrar skoðunar og hafa látið eins og Óslóar-samkomulagið sé ekki til. Hér er um mjög harða afstöðu hægri öfgamanna í Ísrael að ræða og ég vil inna ráðherrann eftir því hvort hann hyggist bregðast sérstaklega við á opinberum vettvangi eða láta í ljós skoðun ríkisstjórnar Íslands og íslenskra stjórnvalda á þessum ummælum.“ Tveggja ríkja lausnin er haldreipið Bjarni fagnaði tækifærinu til að hafa um þetta nokkur orð: „Þetta viðhorf verður að breytast. Þetta leiðir okkur ekki neitt. Tveggja ríkja lausnin er haldreipi okkar til þess að skapa varanlegan frið. Það sama verður auðvitað að gerast hjá forystunni Palestínu-megin. Það viðhorf sem er ríkjandi til dæmis hjá þeim sem ráða förinni á Gasa verður sömuleiðis að breytast, en forystumenn þar hafa haft það að sjálfstæðu stefnumiði sínu að útrýma Ísraelsríki.“ Bjarni sagði þetta allt verða að breytast. „Við vonumst auðvitað til þess að friðarumleitanir sem nú standa yfir geti borið með sér einhverja von um langtímalausn og ég sé enga aðra leið í því en tveggja ríkja lausn.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Hælisleitendur Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Hún er hræðileg á alla vegu. Við erum að gera allt sem hægt er eftir diplómatískum leiðum til að hjálpa því fólki sem hér á í hlut að komast yfir landamærin. Það er einstök aðgerð. Hún er sömuleiðis að umfangi langt umfram það sem hefur verið tilvikið á Norðurlöndunum. En það breytir engu, við erum engu að síður mætt á staðinn og erum að þrýsta á það frá viðkomandi stjórnvöldum að þau sem eiga hér undir fái samþykki til að yfirgefa svæðið,“ sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu nú í morgun. Þórunn vildi vita hvernig á því stæði að ekki gengi sem skyldi að koma þeim þeim hælisleitendur sem hefðu dvalarleyfi en væru föst á Gasa, til Íslands. „Ég lít svo á að það sé siðferðileg skylda okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ná þeim út af Gasa. Af einhverjum ástæðum sem ég þekki ekki hefur almennum borgurum tekist að koma fólki yfir landamærin og alla leið til Íslands. Þetta snýst um það að við nýtum afl okkar í utanríkisþjónustunni til þess að gera þetta og að það verði lagður í þetta sá pólitíski vilji og þeir fjármunir og það mannafl sem þarf til að ná þeim út,“ sagði Þórunn. Hvernig ætlar Bjarni að bregðast við orðum Netayahus? Og Þórunn færðist í aukana: „Í dag eru næstum allir íbúar Gasa-svæðisins samankomnir á litlum bletti. Þau eru eins og dýr í búri, hæstvirtur forseti. Þau hafa enga leið til að flýja og það er verið að hóta allsherjarinnrás.“ Þórunn spurði Bjarna einnig út í nýfallin ummæli forsætisráðherra Ísraels, Netanyahus, þar sem hann tekur af allan vafa um afstöðu ríkisstjórnarinnar þar til tveggja ríkja lausnarinnar. „Hann segir Ísrael ekki tilbúið til þess að viðurkenna tveggja ríkja lausnina. Við höfum svo sem vitað að hægri öfgamenn í Ísrael hafa lengi verið þeirrar skoðunar og hafa látið eins og Óslóar-samkomulagið sé ekki til. Hér er um mjög harða afstöðu hægri öfgamanna í Ísrael að ræða og ég vil inna ráðherrann eftir því hvort hann hyggist bregðast sérstaklega við á opinberum vettvangi eða láta í ljós skoðun ríkisstjórnar Íslands og íslenskra stjórnvalda á þessum ummælum.“ Tveggja ríkja lausnin er haldreipið Bjarni fagnaði tækifærinu til að hafa um þetta nokkur orð: „Þetta viðhorf verður að breytast. Þetta leiðir okkur ekki neitt. Tveggja ríkja lausnin er haldreipi okkar til þess að skapa varanlegan frið. Það sama verður auðvitað að gerast hjá forystunni Palestínu-megin. Það viðhorf sem er ríkjandi til dæmis hjá þeim sem ráða förinni á Gasa verður sömuleiðis að breytast, en forystumenn þar hafa haft það að sjálfstæðu stefnumiði sínu að útrýma Ísraelsríki.“ Bjarni sagði þetta allt verða að breytast. „Við vonumst auðvitað til þess að friðarumleitanir sem nú standa yfir geti borið með sér einhverja von um langtímalausn og ég sé enga aðra leið í því en tveggja ríkja lausn.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Hælisleitendur Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira