Valkvæðum liðskiptaaðgerðum fjölgaði um 60 prósent og biðin styttist Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2024 10:21 Mjaðmaskiptaaðgerð. Getty/Universal Images Group/BSIP Valkvæðar liðskiptaaðgerðir á mjöðmum og hnjám voru 2.138 árið 2023 og hafa aldrei verið fleiri. Aðgerðunum fjölgaði um rúmlega 800 milli ára, eða sem nemur 60 prósent. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Þar segir einnig að miðgildi biðtíma eftir liðskiptaaðgerðum á Landspítala hafi farið úr 9,5 mánuðum í 4,6 mánuði frá byrjun til loka árs 2023. Samhliða auknum afköstum og auknu aðgengi að liðskiptaaðgerðum innan heilbrigðiskerfisins hafi þeim fækkað um rúmlega helming sem leita út fyrir landsteinana í aðgerð, á grundvelli biðtímaákvæðis EES-samningsins um heilbrigðistþjónustu yfir landamæri. Haft er eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að unnið sé að því að stytta bið og jafna aðgengi óháð efnahag og stefnt sé að því að engin þurfi að leita til útlanda til að komast í aðgerð. „Á undanförnum tveimur árum hefur framleiðslutengd fjármögnun verið innleidd í auknum mæli í sjúkrahúsþjónustu hér á landi. Sem hluti af aðgerðum stjórnvalda til að fjölga liðskiptaaðgerðum og stytta bið eftir þjónustunni voru settir upp framleiðslutengdir hvatar fyrir liðskiptaaðgerðir á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Greitt er sérstaklega fyrir hverja framkvæmda aðgerð umfram fjármagnaða áætlun stofnununarinnar. Slík fjármögnun eykur skilvirkni og framleiðni ásamt því að tryggja að fjárveitingar taki mið af umfangi þjónustunnar og raunkostnaði við veitingu hennar,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá segir að í bráðabirgðauppgjöri Landspítala fyrir árið 2023 komi fram að skurðaðgerðum á spítalanum hafi fjölgað um átta prósent árið 2023. „Í mars 2023 voru undirritaðir samningar um framkvæmd 700 liðskiptaaðgerða milli SÍ, Klíníkurinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ. Sjúklingar sem fara í aðgerð á grundvelli þessa samnings njóta greiðsluþátttöku hins opinbera í samræmi við almennar reglur.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Þar segir einnig að miðgildi biðtíma eftir liðskiptaaðgerðum á Landspítala hafi farið úr 9,5 mánuðum í 4,6 mánuði frá byrjun til loka árs 2023. Samhliða auknum afköstum og auknu aðgengi að liðskiptaaðgerðum innan heilbrigðiskerfisins hafi þeim fækkað um rúmlega helming sem leita út fyrir landsteinana í aðgerð, á grundvelli biðtímaákvæðis EES-samningsins um heilbrigðistþjónustu yfir landamæri. Haft er eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að unnið sé að því að stytta bið og jafna aðgengi óháð efnahag og stefnt sé að því að engin þurfi að leita til útlanda til að komast í aðgerð. „Á undanförnum tveimur árum hefur framleiðslutengd fjármögnun verið innleidd í auknum mæli í sjúkrahúsþjónustu hér á landi. Sem hluti af aðgerðum stjórnvalda til að fjölga liðskiptaaðgerðum og stytta bið eftir þjónustunni voru settir upp framleiðslutengdir hvatar fyrir liðskiptaaðgerðir á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Greitt er sérstaklega fyrir hverja framkvæmda aðgerð umfram fjármagnaða áætlun stofnununarinnar. Slík fjármögnun eykur skilvirkni og framleiðni ásamt því að tryggja að fjárveitingar taki mið af umfangi þjónustunnar og raunkostnaði við veitingu hennar,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá segir að í bráðabirgðauppgjöri Landspítala fyrir árið 2023 komi fram að skurðaðgerðum á spítalanum hafi fjölgað um átta prósent árið 2023. „Í mars 2023 voru undirritaðir samningar um framkvæmd 700 liðskiptaaðgerða milli SÍ, Klíníkurinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ. Sjúklingar sem fara í aðgerð á grundvelli þessa samnings njóta greiðsluþátttöku hins opinbera í samræmi við almennar reglur.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira