Meira sund! Skúli Helgason skrifar 24. febrúar 2024 08:01 Ný tillaga um opnunartíma sundlauganna í borginni á hátíðisdögum var samþykkt einróma á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þjónusta sundlauganna verður stóraukin á þessum frídögum einkum á stórhátíðum um jól og páska en almennt fjölgar opnum stundum í sundlaugunum á rauðum dögum um helming eða 64%, en ennþá meira um jól og áramót þegar opnunartíminn yfir hátíðardagana meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Tillagan tekur mið af þeirri gagnrýni sem kom fram á opnunina um síðustu jól og áramót frá bæði sundlaugargestum og starfsfólki. Í hnotskurn felur nýja tillagan í sér að dregið verður verulega úr lokunum sundlauga í borginni á frídögum og í stað þess að sundlaugar í borginni verði að jafnaði lokaðar í 9-13 daga hver á árinu fækkar þeim lokunum niður í 1-3 daga. Nánar tiltekið verða sundlaugarnar í austurhluta borgarinnar, þ.e. Grafarvogslaug, Dalslaug, Árbæjarlaug og Breiðholtslaug nú aðeins lokaðar í 2-3 daga á árinu 2024 en lokuðu í alls 13 daga á síðasta ári. Laugardalslaug verður áfram bara lokuð á jóladag en opin hina 364 daga ársins. Sundhöllin og Vesturbæjarlaug verða sömuleiðis bara lokaðar í 1 dag en lokuðu 9 daga á síðasta ári. Á móti kemur að opnunartíminn innan dagsins dregst lítillega saman á hátíðisdögum og viðhaldsdögum, þar sem hver sundlaug fær andlitslyftingu fjölgar um þrjá daga. Með þessu næst sami sparnaður og á síðasta ári eða sem nemur 58 milljónum króna. Breytingarnar taka gildi nú um páskana en um svipað leyti breytist opnunartími sundlauganna um helgar þegar laugarnar loka kl. 21 í stað 22 eins og verið hefur. Áfram verða laugarnar opnar til kl. 22 á virkum dögum. Gögn sýna að aðsóknin í laugarnar minnkar til mikilla muna milli 21 og 22 sérstaklega um helgar og fækkar þá gestum um 65% að meðaltali miðað við á níunda tímanum. Þessi aðgerð er sömuleiðis ákveðin til að mæta hagræðingarkröfu en við munum jafnframt meta reynsluna af þessari tilhögun. Við verðum áfram opin fyrir breytingum svo sem þeim sem auka tekjurnar en við höfum m.a. til skoðunar breytingar á gjaldskrá fyrir 67 ára og eldri, ekki síst með hliðsjón af erlendum ferðamönnum. Gagnrýni tekin alvarlega og brugðist hratt við Samandregið er þjónustuaukningin veruleg í sundlaugunum á helstu stórhátíðum eða sem nemur 25% lengri opnunartíma á páskum og rúmlega tvöföldun opnunartímans um jól og áramót eða nánar tiltekið um 137% þar sem opið verður í alls 219 klst yfir jólahátíðina í stað 93 stunda á síðasta ári. Breytingin felur líka í sér að fleiri laugar verða nú opnar en í fyrra á frídögum, því nú verða 5 af 7 laugum opnar á slíkum dögum en voru 3-4 í fyrra sem hafði þær afleiðingar að víða varð örtröð í þær laugar sem voru opnar, með tilheyrandi óþægindum og álagi fyrir bæði starfsfólk og sundlaugargesti auk þess sem það kom niður á gæðum vatns í laugunum, öryggiseftirliti, hreinlæti, o.s.frv. Álag á starfsfólk varð því mjög mikið sem olli aukinni streitu hjá starfsfólki og dró úr vilja þess til vinnu á viðkomandi dögum. Nýja skipulagið er afrakstur þess að hlustað hefur verið á gagnrýni sundlaugagesta og starfsfólk og hún nýtt til að bæta skipulag og gæði þjónustunnar. Það verður áfram metnaðarmál hjá okkur að þjónustustigið í sundlaugum borgarinnar verði í hæsta gæðaflokki miðað við önnur sveitarfélög og lönd enda er það mikilvægt lýðheilsumál að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu í sundlaugum fyrir utan hvað það er gaman að fara í sund, njóta heitra og kaldra potta, gufubaðs og góðs félagsskapar við fjölskyldumeðlimi, kunningja og vini. Öll í sund! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Ný tillaga um opnunartíma sundlauganna í borginni á hátíðisdögum var samþykkt einróma á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þjónusta sundlauganna verður stóraukin á þessum frídögum einkum á stórhátíðum um jól og páska en almennt fjölgar opnum stundum í sundlaugunum á rauðum dögum um helming eða 64%, en ennþá meira um jól og áramót þegar opnunartíminn yfir hátíðardagana meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Tillagan tekur mið af þeirri gagnrýni sem kom fram á opnunina um síðustu jól og áramót frá bæði sundlaugargestum og starfsfólki. Í hnotskurn felur nýja tillagan í sér að dregið verður verulega úr lokunum sundlauga í borginni á frídögum og í stað þess að sundlaugar í borginni verði að jafnaði lokaðar í 9-13 daga hver á árinu fækkar þeim lokunum niður í 1-3 daga. Nánar tiltekið verða sundlaugarnar í austurhluta borgarinnar, þ.e. Grafarvogslaug, Dalslaug, Árbæjarlaug og Breiðholtslaug nú aðeins lokaðar í 2-3 daga á árinu 2024 en lokuðu í alls 13 daga á síðasta ári. Laugardalslaug verður áfram bara lokuð á jóladag en opin hina 364 daga ársins. Sundhöllin og Vesturbæjarlaug verða sömuleiðis bara lokaðar í 1 dag en lokuðu 9 daga á síðasta ári. Á móti kemur að opnunartíminn innan dagsins dregst lítillega saman á hátíðisdögum og viðhaldsdögum, þar sem hver sundlaug fær andlitslyftingu fjölgar um þrjá daga. Með þessu næst sami sparnaður og á síðasta ári eða sem nemur 58 milljónum króna. Breytingarnar taka gildi nú um páskana en um svipað leyti breytist opnunartími sundlauganna um helgar þegar laugarnar loka kl. 21 í stað 22 eins og verið hefur. Áfram verða laugarnar opnar til kl. 22 á virkum dögum. Gögn sýna að aðsóknin í laugarnar minnkar til mikilla muna milli 21 og 22 sérstaklega um helgar og fækkar þá gestum um 65% að meðaltali miðað við á níunda tímanum. Þessi aðgerð er sömuleiðis ákveðin til að mæta hagræðingarkröfu en við munum jafnframt meta reynsluna af þessari tilhögun. Við verðum áfram opin fyrir breytingum svo sem þeim sem auka tekjurnar en við höfum m.a. til skoðunar breytingar á gjaldskrá fyrir 67 ára og eldri, ekki síst með hliðsjón af erlendum ferðamönnum. Gagnrýni tekin alvarlega og brugðist hratt við Samandregið er þjónustuaukningin veruleg í sundlaugunum á helstu stórhátíðum eða sem nemur 25% lengri opnunartíma á páskum og rúmlega tvöföldun opnunartímans um jól og áramót eða nánar tiltekið um 137% þar sem opið verður í alls 219 klst yfir jólahátíðina í stað 93 stunda á síðasta ári. Breytingin felur líka í sér að fleiri laugar verða nú opnar en í fyrra á frídögum, því nú verða 5 af 7 laugum opnar á slíkum dögum en voru 3-4 í fyrra sem hafði þær afleiðingar að víða varð örtröð í þær laugar sem voru opnar, með tilheyrandi óþægindum og álagi fyrir bæði starfsfólk og sundlaugargesti auk þess sem það kom niður á gæðum vatns í laugunum, öryggiseftirliti, hreinlæti, o.s.frv. Álag á starfsfólk varð því mjög mikið sem olli aukinni streitu hjá starfsfólki og dró úr vilja þess til vinnu á viðkomandi dögum. Nýja skipulagið er afrakstur þess að hlustað hefur verið á gagnrýni sundlaugagesta og starfsfólk og hún nýtt til að bæta skipulag og gæði þjónustunnar. Það verður áfram metnaðarmál hjá okkur að þjónustustigið í sundlaugum borgarinnar verði í hæsta gæðaflokki miðað við önnur sveitarfélög og lönd enda er það mikilvægt lýðheilsumál að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu í sundlaugum fyrir utan hvað það er gaman að fara í sund, njóta heitra og kaldra potta, gufubaðs og góðs félagsskapar við fjölskyldumeðlimi, kunningja og vini. Öll í sund! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun