Fagnar sigri gegn kerfinu eftir fimm ára baráttu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. febrúar 2024 21:12 Sunna Valdís og Sigurður, sem hjóla mikið saman. Nýja hjólið sem loks fékkst samþykkt af Sjúkratryggingum er feðginunum mikið fagnaðarefni. Vísir/Steingrímur Dúi Fimm ára baráttu ungrar konu með sjaldgæfan taugasjúkdóm við kerfið er lokið. Sjúkratryggingar hafa staðfest að hún eigi rétt á hjólastólahjóli, eftir að hafa hafnað henni tvisvar áður. Sunna Valdís Sigurðardóttir er 18 ára, og er með AHC-taugasjúkdóminn, sem er afar sjaldgæfur. Hún sótti árið 2019 um hjólastólahjól frá Sjúkratryggingum Íslands. Umsókninni var neitað á grundvelli þess að hún gæti ekki hjólað sjálf án aðstoðarmanns. Tveimur árum síðar sótti hún aftur um hjól, en þá parhjól, sem bæði hún og aðstoðarmanneskja gætu hjólað á. Þeirri umsókn var hafnað á grundvelli þess að ekki væri um stoðtæki að ræða, heldur væri hjólið aðeins til afþreyingar. Eftir að úrskurðanefnd velferðamála staðfesti þá niðurstöðu var farið með málið til Umboðsmanns Alþingis, sem taldi Sunnu eiga rétt á hjólinu sem sótt var um í upphafi. Nefndin tók málið því aftur upp. „Og sendi það aftur til Sjúkratrygginga, sem komast að lokum að niðurstöðu um að hún hafi allan tímann átt rétt á þessu hjóli. Þetta er svona stutta sagan, en þetta er náttúrulega búið að taka fimm ár,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu. Rætt var við Sunnu og fjölskyldu hennar í fréttablaðinu árið 2016: Fáránlegur tími Sigurður segir það mikinn létti að baráttunni við kerfið sé lokið, og með farsælum endi. „En náttúrulega bara fáránlegt að hún þurfi að bíða í fimm ár eftir þessari niðurstöðu.“ Sigurður leyfir sér að vera bjartsýnn á framtíðina í þessum málum, fyrir börn í sömu stöðu. „Heilbrigðisráðherra hefur verið okkur mjög hliðhollur í þessu máli og hefur gert allt sem í hans valdi stendur, við vitum það, og við vitum að hann vill að kerfið virki betur,“ segir Sigurður. Nýja hjólið væntanlegt Hjólið sem Sunna notast við nú, og sést í fréttinni að ofan, keyptu foreldrar hennar, en það er komið til ára sinna. Nýja hjólið ætti að koma til landsins eftir um tvo mánuði. Sunna, sem þykir fátt skemmtilegra en að fara út að hjóla, er búin að ákveða hvernig nýja hjólið á að líta út. Það á að vera fjólublátt. En í bili verður gamla hjólið að duga til að hjóla um bæinn. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Hjólreiðar Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Sunna Valdís Sigurðardóttir er 18 ára, og er með AHC-taugasjúkdóminn, sem er afar sjaldgæfur. Hún sótti árið 2019 um hjólastólahjól frá Sjúkratryggingum Íslands. Umsókninni var neitað á grundvelli þess að hún gæti ekki hjólað sjálf án aðstoðarmanns. Tveimur árum síðar sótti hún aftur um hjól, en þá parhjól, sem bæði hún og aðstoðarmanneskja gætu hjólað á. Þeirri umsókn var hafnað á grundvelli þess að ekki væri um stoðtæki að ræða, heldur væri hjólið aðeins til afþreyingar. Eftir að úrskurðanefnd velferðamála staðfesti þá niðurstöðu var farið með málið til Umboðsmanns Alþingis, sem taldi Sunnu eiga rétt á hjólinu sem sótt var um í upphafi. Nefndin tók málið því aftur upp. „Og sendi það aftur til Sjúkratrygginga, sem komast að lokum að niðurstöðu um að hún hafi allan tímann átt rétt á þessu hjóli. Þetta er svona stutta sagan, en þetta er náttúrulega búið að taka fimm ár,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu. Rætt var við Sunnu og fjölskyldu hennar í fréttablaðinu árið 2016: Fáránlegur tími Sigurður segir það mikinn létti að baráttunni við kerfið sé lokið, og með farsælum endi. „En náttúrulega bara fáránlegt að hún þurfi að bíða í fimm ár eftir þessari niðurstöðu.“ Sigurður leyfir sér að vera bjartsýnn á framtíðina í þessum málum, fyrir börn í sömu stöðu. „Heilbrigðisráðherra hefur verið okkur mjög hliðhollur í þessu máli og hefur gert allt sem í hans valdi stendur, við vitum það, og við vitum að hann vill að kerfið virki betur,“ segir Sigurður. Nýja hjólið væntanlegt Hjólið sem Sunna notast við nú, og sést í fréttinni að ofan, keyptu foreldrar hennar, en það er komið til ára sinna. Nýja hjólið ætti að koma til landsins eftir um tvo mánuði. Sunna, sem þykir fátt skemmtilegra en að fara út að hjóla, er búin að ákveða hvernig nýja hjólið á að líta út. Það á að vera fjólublátt. En í bili verður gamla hjólið að duga til að hjóla um bæinn.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Hjólreiðar Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira