Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Kristján Már Unnarsson skrifar 25. febrúar 2024 07:07 Vinnuvél frá Loftorku var að störfum við brúarstæðið í Víðidal í gær. KMU Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. Vegagerðin skrifaði undir 6,8 milljarða króna verksamning um Arnarnesveg í lok júlímánaðar síðastliðið sumar og hófu verktakarnir framkvæmdir um miðjan ágúst. Vinna við göngu- og hjólabrúna hófst þó ekki fyrr en núna í febrúar. Nýja brúin fyrir miðri mynd. Gamla göngubrúin er til vinstri við hlið bílabrúarinnar á Breiðholtsbraut. Efst til hægri eru ný gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar.Vegagerðin/Verkís Að sögn Unnþórs Helgasonar, verkstjóra hjá Loftorku, er gert ráð fyrir að ljúka stígagerð að brúarstæðinu og steypa upp brúarstöpla fyrir 1. maí í vor. Þá verður hlé gert á framkvæmdum vegna laxveiði í ánni en verkinu fram haldið eftir 15. október. Stefnt er að því að ljúka brúarsmíðinni og opna brúna á næsta ári. Unnið verður að brúargerðinni fram til 1. maí. Þá verður hlé gert á vinnunni fram til 15. október til að trufla ekki laxveiðina.KMU Hún leysir af eldri göngubrú skammt frá sem þykir barn síns tíma. Í lýsingu Vegagerðarinnar segir að hún sé gömul lagnabrú fyrir vatns- og hitaveitu. Sitt hvoru megin við hana þurfi að ganga upp þröngar og nokkuð brattar tröppur sem reynst hafi mörgum farartálmi. Yfir vetrartímann hafi fólk átt í erfiðleikum með að fara um brúna, ekki síst með vagna, kerrur eða hjól og því löngu tímabært að byggja nýja brú sem standist nútímakröfur. Gamla göngubrúin til vinstri. Sú nýja rís um eitthundrað metrum neðar.Vegagerðin/Verkís Nýja brúin verður lágreist timburbrú með aðskildum stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Segir Vegagerðin tekið mið af viðkvæmri staðsetningu yfir Elliðaárnar og sérstaklega hugað að því að brúin falli vel inn í landslagið. Hún verði mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Brúin verður 46 metra löng, með 32 metra hafi yfir ána, og 5,7 metra breið. Þar af verða 2,5 metrar fyrir gangandi vegfarendur og 3 metrar fyrir hjólandi. Brúin verður fær snjóruðningstækjum og þjónustubílum vegna viðhalds og snjóruðnings. Svona mun nýja brúin líta út. Hún verður höfð nægilega hátt yfir árbakkanum svo laxveiðimenn geti gengið undir hana.Vegagerðin/Verkís Tré verður aðalbyggingarefni sem þýðir að brúin verður létt með lítilli eiginþyngd. Brúargólfið mun samanstanda af þverspenntri límtrésplötu, 225 millimetra þykkri. Timburbrúardekk verður með rakavarnarlagi sem hæfir timburbrú og malbiki. Handrið á brúnni verða úr málmi, 1,4 metra há með lóðréttum rimlum. Brúin er hönnuð fyrir 100 ára líftíma með hæfilegu viðhaldi. Nýir göngu- og hjólastígar fylgja brúnni.Vegagerðin/Verkís Úti Inni Arkitektar og Verkís verkfræðistofa hönnuðu brúna í samstarfi við Vegagerðina og Reykjavíkurborg. Arkitekt brúarinnar er Baldur Ólafur Svavarsson hjá Úti Inni Arkitektum. Myndband sem Verkfræðistofan Verkís gerði fyrir Vegagerðina sýnir hvernig Arnarnesvegur um Vatnsendahæð milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar mun líta út. Gerð Arnarnesvegar skal að fullu lokið sumarið 2026. Vegagerð Samgöngur Hjólreiðar Göngugötur Kópavogur Reykjavík Tengdar fréttir Kærunefnd útboðsmála gefur grænt ljós á Arnarnesveg Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðinni hafi verið heimilt að hafna lægsta tilboði í lagningu Arnarnesvegar og ganga til samninga við aðra. 19. júlí 2023 07:40 Arnarnesvegur gæti orðið 1,3 milljörðum króna dýrari Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð og þess í stað ákveðið að ganga til samninga við þann sem átti þriðja lægsta boð, sem var 1.333 milljónum króna hærra en það lægsta. Lægstbjóðandi, fyrirtækin Óskatak ehf. og Háfell ehf, hefur kært ákvörðunina til Kærunefndar útboðsmála. 8. júní 2023 13:10 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Vegagerðin skrifaði undir 6,8 milljarða króna verksamning um Arnarnesveg í lok júlímánaðar síðastliðið sumar og hófu verktakarnir framkvæmdir um miðjan ágúst. Vinna við göngu- og hjólabrúna hófst þó ekki fyrr en núna í febrúar. Nýja brúin fyrir miðri mynd. Gamla göngubrúin er til vinstri við hlið bílabrúarinnar á Breiðholtsbraut. Efst til hægri eru ný gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar.Vegagerðin/Verkís Að sögn Unnþórs Helgasonar, verkstjóra hjá Loftorku, er gert ráð fyrir að ljúka stígagerð að brúarstæðinu og steypa upp brúarstöpla fyrir 1. maí í vor. Þá verður hlé gert á framkvæmdum vegna laxveiði í ánni en verkinu fram haldið eftir 15. október. Stefnt er að því að ljúka brúarsmíðinni og opna brúna á næsta ári. Unnið verður að brúargerðinni fram til 1. maí. Þá verður hlé gert á vinnunni fram til 15. október til að trufla ekki laxveiðina.KMU Hún leysir af eldri göngubrú skammt frá sem þykir barn síns tíma. Í lýsingu Vegagerðarinnar segir að hún sé gömul lagnabrú fyrir vatns- og hitaveitu. Sitt hvoru megin við hana þurfi að ganga upp þröngar og nokkuð brattar tröppur sem reynst hafi mörgum farartálmi. Yfir vetrartímann hafi fólk átt í erfiðleikum með að fara um brúna, ekki síst með vagna, kerrur eða hjól og því löngu tímabært að byggja nýja brú sem standist nútímakröfur. Gamla göngubrúin til vinstri. Sú nýja rís um eitthundrað metrum neðar.Vegagerðin/Verkís Nýja brúin verður lágreist timburbrú með aðskildum stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Segir Vegagerðin tekið mið af viðkvæmri staðsetningu yfir Elliðaárnar og sérstaklega hugað að því að brúin falli vel inn í landslagið. Hún verði mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Brúin verður 46 metra löng, með 32 metra hafi yfir ána, og 5,7 metra breið. Þar af verða 2,5 metrar fyrir gangandi vegfarendur og 3 metrar fyrir hjólandi. Brúin verður fær snjóruðningstækjum og þjónustubílum vegna viðhalds og snjóruðnings. Svona mun nýja brúin líta út. Hún verður höfð nægilega hátt yfir árbakkanum svo laxveiðimenn geti gengið undir hana.Vegagerðin/Verkís Tré verður aðalbyggingarefni sem þýðir að brúin verður létt með lítilli eiginþyngd. Brúargólfið mun samanstanda af þverspenntri límtrésplötu, 225 millimetra þykkri. Timburbrúardekk verður með rakavarnarlagi sem hæfir timburbrú og malbiki. Handrið á brúnni verða úr málmi, 1,4 metra há með lóðréttum rimlum. Brúin er hönnuð fyrir 100 ára líftíma með hæfilegu viðhaldi. Nýir göngu- og hjólastígar fylgja brúnni.Vegagerðin/Verkís Úti Inni Arkitektar og Verkís verkfræðistofa hönnuðu brúna í samstarfi við Vegagerðina og Reykjavíkurborg. Arkitekt brúarinnar er Baldur Ólafur Svavarsson hjá Úti Inni Arkitektum. Myndband sem Verkfræðistofan Verkís gerði fyrir Vegagerðina sýnir hvernig Arnarnesvegur um Vatnsendahæð milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar mun líta út. Gerð Arnarnesvegar skal að fullu lokið sumarið 2026.
Vegagerð Samgöngur Hjólreiðar Göngugötur Kópavogur Reykjavík Tengdar fréttir Kærunefnd útboðsmála gefur grænt ljós á Arnarnesveg Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðinni hafi verið heimilt að hafna lægsta tilboði í lagningu Arnarnesvegar og ganga til samninga við aðra. 19. júlí 2023 07:40 Arnarnesvegur gæti orðið 1,3 milljörðum króna dýrari Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð og þess í stað ákveðið að ganga til samninga við þann sem átti þriðja lægsta boð, sem var 1.333 milljónum króna hærra en það lægsta. Lægstbjóðandi, fyrirtækin Óskatak ehf. og Háfell ehf, hefur kært ákvörðunina til Kærunefndar útboðsmála. 8. júní 2023 13:10 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Kærunefnd útboðsmála gefur grænt ljós á Arnarnesveg Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðinni hafi verið heimilt að hafna lægsta tilboði í lagningu Arnarnesvegar og ganga til samninga við aðra. 19. júlí 2023 07:40
Arnarnesvegur gæti orðið 1,3 milljörðum króna dýrari Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð og þess í stað ákveðið að ganga til samninga við þann sem átti þriðja lægsta boð, sem var 1.333 milljónum króna hærra en það lægsta. Lægstbjóðandi, fyrirtækin Óskatak ehf. og Háfell ehf, hefur kært ákvörðunina til Kærunefndar útboðsmála. 8. júní 2023 13:10