Rapyd tekur núna beinan þátt í stríðsrekstrinum á Gaza Björn B. Björnsson skrifar 25. febrúar 2024 14:34 Forstjóri og aðaleigandi Rapyd hefur lýst yfir stuðningi við hernað Ísraels á Gaza og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. En fyrirtækið hefur nú gengið enn lengra og tekur beinan þátt í stríðsrekstrinum. Í grein í ísraelska fjölmiðlinum Calcalistech, sem fjallar um tækni og nýsköpun, birtist nýlega grein um hvernig mörg tæknifyrirtæki þar í landi vinni með ísraelska hernum í stríðinu á Gaza. Þar segir að Rapyd hafi sett á stofn stríðsstofu (war room) þar sem unnið sé að því að rekja peningasendingar með það að markmiði að stoppa fjármuni sem renna til Hamas og annarra samtaka sem Ísrael skilgreinir sem hryðjuverkasamtök. Forstjóri útibús Rapyd á Íslandi hefur alveg gleymt að nefna þessa stríðsstofu fyrirtækisins í viðtölum við fjölmiðla á Íslandi. Honum er þó vel kunnugt um þessa starfsemi því hann er í stjórnendateymi móðurfélagsins í Ísrael samkvæmt heimasíðu Rapyd. Eitt er að styðja hernaðinn á Gaza í orði en það er allt annar og alvarlegri hlutur að fyrirtækið taki beinan þátt í stríðinu. Ætla íslensk fyrirtæki og stofnanir virkilega að halda áfram viðskiptum við ísraelskt fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum sem fólkið á Gaza þarf nú að þola? Ég á erfitt með að trúa því. Fjölmargir Íslendingar vilja ekki eiga viðskipti við Rapyd og forðast því fyrirtæki sem skipta við við Rapyd eða borga þar með reiðufé. (Upplýsingar um þessi fyrirtæki er á síðunni hirdir.is og Facebook síðunni Sniðganga fyrir Palestínu). Rapyd hefur brugðist við þessu með því að fjarlægja merki sitt af posum og í einhverjum tilfellum sett í staðinn nafnið Valitor. Það er blekking því Valitor er ekki til eftir að Rapyd keypti það og breytti nafninu í Rapyd Europe. Nafn fyrirtækisins sem framleiðir posana, Verifone, er oftast komið í stað Rapyd en stundum nafn verslunarinnar sem skipt er við. Kvittun fyrir kortagreiðslunni sýnir þó að fólk hefur verið að eiga viðskipti við Rapyd. Rapyd er með þessum aðgerðum að blekkja neytendur með því að fela fyrir þeim við hvern þeir eru að skipta. Forstjóri útibús Rapyd viðurkenndi í útvarpsviðtali í vikunni að sá væri tilgangurinn. Það eru ekki góðir viðskiptahættir og væri eitt og sér næg ástæða til þess að forðast viðskipti við Rapyd. Ríkiskaup samdi nýlega við Rapyd um færsluhirðingu fyrir um 160 ríkisfyrirtæki. Þetta var gert þrátt fyrir ákall margra um að ekki yrði samið við fyrirtæki sem fjöldi Íslendinga vil ekki skipta við. Við þurfum hins vegar ekki að borga með korti á heilsugæslustöðvum, í skólum eða hjá sýslumönnum. Við getum borgað með peningum eða fengið reikning í heimabanka og forðast þannig að skipta við Rapyd. Neytendur á Íslandi hafa síðasta orðið. Það er í okkar höndum hætta að senda Rapyd peningana okkar. Þrýstum á fyrirtæki og stofnanir um að skipta um færsluhirði. Það er einföld aðgerð sem aðeins kostar eitt símtal eða tölvupóst. Sýnum í verki að viljum ekki vera þátttakendur í þjóðarmorðinu sem nú stendur yfir á Gaza. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Greiðslumiðlun Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Forstjóri og aðaleigandi Rapyd hefur lýst yfir stuðningi við hernað Ísraels á Gaza og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. En fyrirtækið hefur nú gengið enn lengra og tekur beinan þátt í stríðsrekstrinum. Í grein í ísraelska fjölmiðlinum Calcalistech, sem fjallar um tækni og nýsköpun, birtist nýlega grein um hvernig mörg tæknifyrirtæki þar í landi vinni með ísraelska hernum í stríðinu á Gaza. Þar segir að Rapyd hafi sett á stofn stríðsstofu (war room) þar sem unnið sé að því að rekja peningasendingar með það að markmiði að stoppa fjármuni sem renna til Hamas og annarra samtaka sem Ísrael skilgreinir sem hryðjuverkasamtök. Forstjóri útibús Rapyd á Íslandi hefur alveg gleymt að nefna þessa stríðsstofu fyrirtækisins í viðtölum við fjölmiðla á Íslandi. Honum er þó vel kunnugt um þessa starfsemi því hann er í stjórnendateymi móðurfélagsins í Ísrael samkvæmt heimasíðu Rapyd. Eitt er að styðja hernaðinn á Gaza í orði en það er allt annar og alvarlegri hlutur að fyrirtækið taki beinan þátt í stríðinu. Ætla íslensk fyrirtæki og stofnanir virkilega að halda áfram viðskiptum við ísraelskt fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum sem fólkið á Gaza þarf nú að þola? Ég á erfitt með að trúa því. Fjölmargir Íslendingar vilja ekki eiga viðskipti við Rapyd og forðast því fyrirtæki sem skipta við við Rapyd eða borga þar með reiðufé. (Upplýsingar um þessi fyrirtæki er á síðunni hirdir.is og Facebook síðunni Sniðganga fyrir Palestínu). Rapyd hefur brugðist við þessu með því að fjarlægja merki sitt af posum og í einhverjum tilfellum sett í staðinn nafnið Valitor. Það er blekking því Valitor er ekki til eftir að Rapyd keypti það og breytti nafninu í Rapyd Europe. Nafn fyrirtækisins sem framleiðir posana, Verifone, er oftast komið í stað Rapyd en stundum nafn verslunarinnar sem skipt er við. Kvittun fyrir kortagreiðslunni sýnir þó að fólk hefur verið að eiga viðskipti við Rapyd. Rapyd er með þessum aðgerðum að blekkja neytendur með því að fela fyrir þeim við hvern þeir eru að skipta. Forstjóri útibús Rapyd viðurkenndi í útvarpsviðtali í vikunni að sá væri tilgangurinn. Það eru ekki góðir viðskiptahættir og væri eitt og sér næg ástæða til þess að forðast viðskipti við Rapyd. Ríkiskaup samdi nýlega við Rapyd um færsluhirðingu fyrir um 160 ríkisfyrirtæki. Þetta var gert þrátt fyrir ákall margra um að ekki yrði samið við fyrirtæki sem fjöldi Íslendinga vil ekki skipta við. Við þurfum hins vegar ekki að borga með korti á heilsugæslustöðvum, í skólum eða hjá sýslumönnum. Við getum borgað með peningum eða fengið reikning í heimabanka og forðast þannig að skipta við Rapyd. Neytendur á Íslandi hafa síðasta orðið. Það er í okkar höndum hætta að senda Rapyd peningana okkar. Þrýstum á fyrirtæki og stofnanir um að skipta um færsluhirði. Það er einföld aðgerð sem aðeins kostar eitt símtal eða tölvupóst. Sýnum í verki að viljum ekki vera þátttakendur í þjóðarmorðinu sem nú stendur yfir á Gaza. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun