Sat eftir alblóðug í leik Athletic og Betis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2024 23:31 Guadalupe Porras hefur dæmt þægilegri leiki en viðureign Real Betis og Athletic Bilbao. Twitter@marca Leikur Real Betis og Athetic Bilbao var athyglisverður fyrir margar sakir. Betis vann góðan 3-1 sigur en ótrúlegt atvik skildi Guadalupe Porras, annan af aðstoðardómurum leiksins, eftir alblóðuga. Sigur Betis þýðir að nú munar aðeins sjö stigum á liðunum í 5. og 6. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Það var þó ótrúlegt atvik sem stal senunni ef svo má að orði komast þegar ein af myndtökuvélum leiksins rataði þangað sem hún átti ekki að fara. Fór það svo að Porras skall á vélinni í þann mund sem Chimy Avila hafði komið Betis yfir á 13. mínútu leiksins. Þurfti að stöðva leikinn í kjölfarið því aðstoðardómarinn sat alblóðug eftir. Var hún borin af velli og send með sjúkrabíl upp á sjúkrahús. Así ha quedado el rostro de Guadalupe Porras. Ha tenido que ser retirada en camilla y evacuada en ambulancia. https://t.co/BO7fmQsF9K pic.twitter.com/6fUG55ZHRf— MARCA (@marca) February 25, 2024 Fyrst var óljóst hvað gerðist en síðan kom í ljós að ein af myndbandsupptökuvélum leiksins var í hlaupalínu Porras. Þegar Porras var að horfa á það sem var að eiga sér stað á vellinum á meðan hún hljóp eftir hliðarlínunni varð harður árekstur. Leikurinn tafðist um drykklanga stund en fjórði dómari tók við stöðu Porras á hliðarlínunni. „Vinsamlegast leyfið aðstoðardómurunum að vinna vinnuna sína líkt og þið leyfið leikmönnum að vinna vinnuna sína,“ sagði Eduardo Iturralde Gonzalez, fyrrverandi dómari í La Liga, um málið og beindi skilaboðum sínum til Javier Tebas, forseta deildarinnar. Desde el #RealBetis queremos enviar nuestro ánimo a la juez de línea Guadalupe Porras por el desafortunado accidente vivido hoy en el Benito Villamarín.Un abrazo fuerte de todo el beticismo. pic.twitter.com/FPa54wVynA— Real Betis Balompié (@RealBetis) February 25, 2024 Bilbao hefði með sigri jafnað Atlético Madríd að stigum en Atlético situr í fjórða og síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sem stendur er Atl. Madríd með 52 stig í 4. sæti, Athletic með 49 sæti neðar og Betis með 42 stig í 6. sæti. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
Sigur Betis þýðir að nú munar aðeins sjö stigum á liðunum í 5. og 6. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Það var þó ótrúlegt atvik sem stal senunni ef svo má að orði komast þegar ein af myndtökuvélum leiksins rataði þangað sem hún átti ekki að fara. Fór það svo að Porras skall á vélinni í þann mund sem Chimy Avila hafði komið Betis yfir á 13. mínútu leiksins. Þurfti að stöðva leikinn í kjölfarið því aðstoðardómarinn sat alblóðug eftir. Var hún borin af velli og send með sjúkrabíl upp á sjúkrahús. Así ha quedado el rostro de Guadalupe Porras. Ha tenido que ser retirada en camilla y evacuada en ambulancia. https://t.co/BO7fmQsF9K pic.twitter.com/6fUG55ZHRf— MARCA (@marca) February 25, 2024 Fyrst var óljóst hvað gerðist en síðan kom í ljós að ein af myndbandsupptökuvélum leiksins var í hlaupalínu Porras. Þegar Porras var að horfa á það sem var að eiga sér stað á vellinum á meðan hún hljóp eftir hliðarlínunni varð harður árekstur. Leikurinn tafðist um drykklanga stund en fjórði dómari tók við stöðu Porras á hliðarlínunni. „Vinsamlegast leyfið aðstoðardómurunum að vinna vinnuna sína líkt og þið leyfið leikmönnum að vinna vinnuna sína,“ sagði Eduardo Iturralde Gonzalez, fyrrverandi dómari í La Liga, um málið og beindi skilaboðum sínum til Javier Tebas, forseta deildarinnar. Desde el #RealBetis queremos enviar nuestro ánimo a la juez de línea Guadalupe Porras por el desafortunado accidente vivido hoy en el Benito Villamarín.Un abrazo fuerte de todo el beticismo. pic.twitter.com/FPa54wVynA— Real Betis Balompié (@RealBetis) February 25, 2024 Bilbao hefði með sigri jafnað Atlético Madríd að stigum en Atlético situr í fjórða og síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sem stendur er Atl. Madríd með 52 stig í 4. sæti, Athletic með 49 sæti neðar og Betis með 42 stig í 6. sæti.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira