Útlendingamál í ólestri Guðbergur Reynisson skrifar 26. febrúar 2024 08:30 Það hefur lengi verið vitað að útlendingamálin í Reykjanesbæ eru í algjörum ólestri. Samkvæmt nýjustu tölum, sem komu fram vegna fyrirspurnar minnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, kemur í ljós að í Reykjanesbæ dvelja samtals 1.383 hælisleitendur og flóttamenn. Reykjanesbær hefur verið í fremstu víglínu í þessum málaflokki og hreinlega óboðlegt að leggja slíkar byrgðar á eitt bæjarfélag. Nú hefur Samfylkingin áttað sig á því að fjöldi innflytjenda hefur farið úr 10% af mannfjölda í 20% á 6-7 árum og er nú fimmtungur landsmanna. Sami flokkur sem hefur verið í farabroddi fyrir því að hleypa öllum inn í landið er nú farin að hafa áhyggjur. En það er auðvitað engin stefnubreyting hjá þessum flokki sem hefur ráðist með hatrömmum hætti á alla þá sem hafa vogað sér að gagnrýna stjórnleysi í þessum málum.Svo erum við með Vinnumálastofnun sem sölsar undir sig eignir í sveitarfélaginu með því að leigja út íbúðarhúsnæði og gistiheimili fyrir umbjóðendur sína. Það sem verra er, stofnunin gerir þetta í skjóli róttæks ráðherra Vinstri grænna sem segir aðspurður að hér sé einfaldlega svo mikið af lausu húsnæði. Ég efast um að íbúar Reykjanesbæjar taki undir þá fullyrðingu, enda leiguverð utan höfuðborgarsvæðisins orðið hæst í Reykjanesbæ. Síðasta sumar urðu svo margir fyrir áfalli þegar bréf barst frá fyrirtæki sem sér um almenningssamgöngur hér í bæ þar sem lýst var yfir neyðarástandi t.d vegna þess að foreldrar þorðu ekki lengur að senda börnin sín í strætó. Skólar hér í bæ finna fyrir þessu mikla álagi og allir innviðir í sveitarfélaginu eru einfaldlega að sligast undan álaginu sem því fylgir að vera með allt of marga hælisleitendur og flóttamenn. Allt er gott í hófi en það er ekkert hóflegt við þessa stöðu. Vinstri meirihlutinn hér í bæ hefur ítrekað reynt að firra sig ábyrgð og bent á ríkið sem sökudólg. Það er ansi ómerkilegt að þeir sem stýra sveitarfélaginu og eiga að annast hagsmunagæslu þess gagnvart ríkinu telji ábyrgð sína enga vera. Sterkur meirihluti hefði aldrei leyft þessu að gerast. Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ hafa bent á þetta vandamál ótal sinnum en meirihlutinn hefur sofið á verðinum og bæjarbúar súpa nú seiðið af því. Við höfum séð sambærileg sveitarfélög stíga fram af hörku þegar þau sáu í hvað stefndi. Stofnanir ríkisins hættu að angra þau sveitarfélög, en af einhverjum ástæðum er eins og Reykjanesbær geti tekið endalaust við. Útlendingamálin á Íslandi eru orðin algjörlega stjórnlaus. Á síðasta ári varð beinn kostnaður við málaflokkinn rúmlega 20 milljarðar, sem er tæplega 5.000% útgjaldaaukning á 11 árum. Við sem höfum barist fyrir innviðauppbygginu á svæðinu um árabil vitum hvað hægt er að gera fyrir slíkar upphæðir. Auðvitað eigum við að taka á móti flóttamönnum eins og aðrar þjóðir en þessi mál mega ekki verða stjórnlaus. Við ættum að læra að reynslu nágrannaþjóða okkar í þeim efnum. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið vitað að útlendingamálin í Reykjanesbæ eru í algjörum ólestri. Samkvæmt nýjustu tölum, sem komu fram vegna fyrirspurnar minnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, kemur í ljós að í Reykjanesbæ dvelja samtals 1.383 hælisleitendur og flóttamenn. Reykjanesbær hefur verið í fremstu víglínu í þessum málaflokki og hreinlega óboðlegt að leggja slíkar byrgðar á eitt bæjarfélag. Nú hefur Samfylkingin áttað sig á því að fjöldi innflytjenda hefur farið úr 10% af mannfjölda í 20% á 6-7 árum og er nú fimmtungur landsmanna. Sami flokkur sem hefur verið í farabroddi fyrir því að hleypa öllum inn í landið er nú farin að hafa áhyggjur. En það er auðvitað engin stefnubreyting hjá þessum flokki sem hefur ráðist með hatrömmum hætti á alla þá sem hafa vogað sér að gagnrýna stjórnleysi í þessum málum.Svo erum við með Vinnumálastofnun sem sölsar undir sig eignir í sveitarfélaginu með því að leigja út íbúðarhúsnæði og gistiheimili fyrir umbjóðendur sína. Það sem verra er, stofnunin gerir þetta í skjóli róttæks ráðherra Vinstri grænna sem segir aðspurður að hér sé einfaldlega svo mikið af lausu húsnæði. Ég efast um að íbúar Reykjanesbæjar taki undir þá fullyrðingu, enda leiguverð utan höfuðborgarsvæðisins orðið hæst í Reykjanesbæ. Síðasta sumar urðu svo margir fyrir áfalli þegar bréf barst frá fyrirtæki sem sér um almenningssamgöngur hér í bæ þar sem lýst var yfir neyðarástandi t.d vegna þess að foreldrar þorðu ekki lengur að senda börnin sín í strætó. Skólar hér í bæ finna fyrir þessu mikla álagi og allir innviðir í sveitarfélaginu eru einfaldlega að sligast undan álaginu sem því fylgir að vera með allt of marga hælisleitendur og flóttamenn. Allt er gott í hófi en það er ekkert hóflegt við þessa stöðu. Vinstri meirihlutinn hér í bæ hefur ítrekað reynt að firra sig ábyrgð og bent á ríkið sem sökudólg. Það er ansi ómerkilegt að þeir sem stýra sveitarfélaginu og eiga að annast hagsmunagæslu þess gagnvart ríkinu telji ábyrgð sína enga vera. Sterkur meirihluti hefði aldrei leyft þessu að gerast. Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ hafa bent á þetta vandamál ótal sinnum en meirihlutinn hefur sofið á verðinum og bæjarbúar súpa nú seiðið af því. Við höfum séð sambærileg sveitarfélög stíga fram af hörku þegar þau sáu í hvað stefndi. Stofnanir ríkisins hættu að angra þau sveitarfélög, en af einhverjum ástæðum er eins og Reykjanesbær geti tekið endalaust við. Útlendingamálin á Íslandi eru orðin algjörlega stjórnlaus. Á síðasta ári varð beinn kostnaður við málaflokkinn rúmlega 20 milljarðar, sem er tæplega 5.000% útgjaldaaukning á 11 árum. Við sem höfum barist fyrir innviðauppbygginu á svæðinu um árabil vitum hvað hægt er að gera fyrir slíkar upphæðir. Auðvitað eigum við að taka á móti flóttamönnum eins og aðrar þjóðir en þessi mál mega ekki verða stjórnlaus. Við ættum að læra að reynslu nágrannaþjóða okkar í þeim efnum. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun