Segir Guardiola besta þjálfara heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 23:30 Líkt og Pep Guardiola þá notar Joe Mazzulla hendurnar mikið á meðan leik stendur. Steven Ryan/Getty Images) Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, er mikill knattspyrnuaðdáandi en hann horfir mikið upp til Pep Guardiola og nýtir sér hugmyndafræði Spánverjans þó svo að lið hans spili í NBA-deildinni í körfubolta. Mazzulla tók við sem aðalþjálfari Celtics eftir að Ime Udoka var látinn fara vegna óviðunandi hegðunar. Það tók Mazulla ekki langan tíma að setja sitt handbragð á liðið en eitt það fyrsta sem hann gerði eftir að hann steig inn í hlutverk aðalþjálfara var að sýna leikmönnum sínum leik með Manchester City. Í kjölfarið útskýrði hann hugmyndafræði Man City undir stjórn Pep og af hverju hún gerði Pep að líklega besta þjálfara heims, sama hver íþróttin er. Það virðist hafa gengið vel þar sem Celtis er eitt besta – ef ekki það besta – lið NBA-deildarinnar. Liðið trónir á toppi Austurdeildar og segja má að hugmyndafræði Mazzulla svínvirki, sérstaklega eftir að Brad Stevens, framkvæmdastjóri, tókst að tryggja þjónustu þeirra Jrue Holiday og Kristaps Porziņģis síðasta sumar. Joe Mazzulla sees parallels between soccer and basketball. It's all about creating advantages.So why not study one of soccer's best tacticians in order to further his own coaching acumen?More on Mazzulla and Pep Guardiola, from @JaredWeissNBA https://t.co/VlF8mqV097 pic.twitter.com/7TjQQZEoBJ— The Athletic (@TheAthletic) February 26, 2024 „Ég stúdera Man City reglulega, ég stúdera Pep enn meira. Ég tel hann vera besta þjálfara, á öllum getustigum í öllum íþróttum. Hann hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Mazzulla í viðtali við The Athletic. Hann sér körfubolta sem eina heild frekar en skiptingu á milli varnar- og sóknarleiks. „Það vilja öll brjóta körfubolta upp í sókn og vörn en þetta er allt sami leikurinn. Ég tel að körfubolti og fótbolti séu eins þegar kemur að því að fara úr vörn í sókn og öfugt (e. transition). Þú getur verið í sókn en tveimur sekúndum seinna ertu kominn í vörn. Leikurinn er síbreytilegur.“ „Fyrir mér, sama hver íþróttin er, þá eru það aðstæðurnar þar sem leikmenn eru einn á móti einum sem eru í grunninn eins í öllum íþróttum,“ bætti þjálfari Celtics við. View this post on Instagram A post shared by Manchester City (@mancity) Nýverið fór Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fram en í kringum hann er ávallt mikið húllumhæ. Það er þriggja stiga keppni og allskyns annað sem vekur mismikla athygli. Í stað þess að fara og fylgjast með Stjörnuleiknum fór hann til Manchester-borgar á Englandi og sá hvernig Pep vinnur á æfingasvæðinu. Nú er bara stóra spurningin hvort Pep-áhrifin skili Boston fyrsta meistaratitli félagsins síðan 2008. Körfubolti Fótbolti Enski boltinn NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Mazzulla tók við sem aðalþjálfari Celtics eftir að Ime Udoka var látinn fara vegna óviðunandi hegðunar. Það tók Mazulla ekki langan tíma að setja sitt handbragð á liðið en eitt það fyrsta sem hann gerði eftir að hann steig inn í hlutverk aðalþjálfara var að sýna leikmönnum sínum leik með Manchester City. Í kjölfarið útskýrði hann hugmyndafræði Man City undir stjórn Pep og af hverju hún gerði Pep að líklega besta þjálfara heims, sama hver íþróttin er. Það virðist hafa gengið vel þar sem Celtis er eitt besta – ef ekki það besta – lið NBA-deildarinnar. Liðið trónir á toppi Austurdeildar og segja má að hugmyndafræði Mazzulla svínvirki, sérstaklega eftir að Brad Stevens, framkvæmdastjóri, tókst að tryggja þjónustu þeirra Jrue Holiday og Kristaps Porziņģis síðasta sumar. Joe Mazzulla sees parallels between soccer and basketball. It's all about creating advantages.So why not study one of soccer's best tacticians in order to further his own coaching acumen?More on Mazzulla and Pep Guardiola, from @JaredWeissNBA https://t.co/VlF8mqV097 pic.twitter.com/7TjQQZEoBJ— The Athletic (@TheAthletic) February 26, 2024 „Ég stúdera Man City reglulega, ég stúdera Pep enn meira. Ég tel hann vera besta þjálfara, á öllum getustigum í öllum íþróttum. Hann hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Mazzulla í viðtali við The Athletic. Hann sér körfubolta sem eina heild frekar en skiptingu á milli varnar- og sóknarleiks. „Það vilja öll brjóta körfubolta upp í sókn og vörn en þetta er allt sami leikurinn. Ég tel að körfubolti og fótbolti séu eins þegar kemur að því að fara úr vörn í sókn og öfugt (e. transition). Þú getur verið í sókn en tveimur sekúndum seinna ertu kominn í vörn. Leikurinn er síbreytilegur.“ „Fyrir mér, sama hver íþróttin er, þá eru það aðstæðurnar þar sem leikmenn eru einn á móti einum sem eru í grunninn eins í öllum íþróttum,“ bætti þjálfari Celtics við. View this post on Instagram A post shared by Manchester City (@mancity) Nýverið fór Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fram en í kringum hann er ávallt mikið húllumhæ. Það er þriggja stiga keppni og allskyns annað sem vekur mismikla athygli. Í stað þess að fara og fylgjast með Stjörnuleiknum fór hann til Manchester-borgar á Englandi og sá hvernig Pep vinnur á æfingasvæðinu. Nú er bara stóra spurningin hvort Pep-áhrifin skili Boston fyrsta meistaratitli félagsins síðan 2008.
Körfubolti Fótbolti Enski boltinn NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik