Þetta kemur fram í uppgjöri Nova fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs og síðasta árs í heild, sem áhugasamir geta fundið hér.
Í yfirlýsingu vegna uppgjörsins segir Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova, að fjárfesting í innviðum hafi haldið áfram í fyrra og þar að auki hafi verið lögð áhersla á að fjölga í hópi ánægðra viðskiptavina. Það sjáist raungerast í ársreikningi Nova með auknum þjónustutekjum og öðru.
Þjónustutekjurnar voru 9,7 milljarðar og jukust um 6,8 prósent milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins var 40,04 prósent og eigið fé nam 9,3 milljörðum.
„Margir aðrir sigrar hafa unnist á árinu, og eru nokkur atriði sem standa uppúr. Nova var fyrirtæki ársins í stærstu vinnustaðarannsókn á Íslandi og Nova sigraði Íslensku ánægjuvogina 15. árið í röð og er eina fyrirtækið í sögu ánægjuvogarinnar sem hefur unnið 15 ár í röð með marktækum mun. Nova liðið er lykillinn að öllum árangri félagsins. Vel heppnuð markaðssetning, góð þjónusta og forysta í innleiðingu nýjustu tækni hefur skilað Nova sterkri markaðshlutdeild og ánægðum og tryggum viðskiptavinum. Allir þessir þættir ásamt einstökum hópi starfsfólks hefur skilað félaginu miklum ávinningi og tekjuvexti undanfarin ár og er góður grunnur fyrir framtíðina,” er haft eftir Margréti í áðurnefndri yfirlýsingu.