Gefum öllum séns Bragi Þór Thoroddsen skrifar 1. mars 2024 07:30 Undirritaður er áhugamaður um tungumál. Sem stúdent af málabraut er í farteski undirritaðs gutl í ensku, dönsku, frönsku og þýsku auk einhverrar innsýnar í okkar ylhýra. En í framhaldsnámi kom að því að latína varð einnig áhugamál þó ekki hafi farið fyrir námi í þeim fræðum ennþá. Latína gagnast mörgum og ekki síst starfsstéttum þar sem unnið er yfir landamæri og þvert á tungumál – hugtök í læknisfræði, lögfræði, náttúrufræðum, samskiptum viðskiptalífs og fleiri greinum samnýta þar alþjóðlegt tungumál sem þó enginn talar nema til skrauts. Fyrirgefið, jú, kirkjunnar menn í hinum ýmsu kimum jarðar. Eins og svo margir aðrir, líkt og alnetið ber vott um og ekki síst samfélagsmiðlar, hefur undirritaður líka áhuga á fólki og samfélagi. Eftir útskrift úr lagadeild hefur undirritaður notið þeirrar gæfu að starfa meira og minna með fólk og samfélag. Samfélag bæði innlendra og erlendra ríkisborgara. Lykillinn að slíkum samskiptum felst, eins og orðið felur í sér, í tungu sem báðir eða allir skilja. Ef vel á að takast. Íslenskt samfélag er lifandi og í sífelldri þróun. Það er tungumálið okkar líka – íslenskan. En vegna smæðar okkar samfélags á Íslandi er ekki sjálfgefið að íslenska verði um aldur og ævi það tungumál sem hún er fyrir okkur. Við erum örþjóð í stórum heimi, sem þó er ekki stærri en svo að samskipti margra á daglegum grunni eru beint á fundum og gegnum miðla á alls konar tungumálum. Heimurinn minnkaði og stækkaði um leið og alnetið haslaði sér völl. Heimur okkar í dag er annar en hann var á 8. og 9. áratug síðustu aldar þar sem erlend tunga heyrðist helst í sjónvarpi, í kvikmyndasýningum, af afspilun á spólum hinna ýmsu myndbandaleiga landsins. Og þá sjaldan að fólk brá sér af bæ út fyrir landsteinana. Við sem erum eilítið yfir þrítugu ólumst upp við takmarkað aðgengi að erlendu efni fyrstu æviárin, þó auðvitað hafi það verið misjafnt. Þá á ég við okkur, snar-íslensk, með innlendan bakgrunn og uppruna. Samfélag okkar hefur breyst mikið á stuttum tíma. Hlutfall fólks af erlendum uppruna er orðið hærra en það var fyrir þrjátíu árum og fer hækkandi. Tölfræði. Erlendir ríkisborgarar eiga greiðari aðgang að landinu í leit að tækifærum og atvinnu gegnum hluta fjórfrelsis Evrópusambandsins sem leiðir af samningi okkar um óbeina aðild frá samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Auðlegð landsins og sú staðreynd að við njótum auglýsingar fyrir náttúrufegurð og frjálslyndi laðar að sér fólk, sem er vel. Og fantar heimsins framleiða flóttafólk og jarðveg sem beinir til okkar fólki í leit að skjóli og ákjósanlegum stað til að búa fyrir sig og sína. Og miklu fleira til, þið þekkið þetta allt, hér hefur undanfarna áratugi orðið gjörbreyting á samsetningu íslenskrar þjóðar sem hefur sitt eigið tungumál þó fámenn sé. Birtingarmyndin frá nafla undirritaðs er sláandi. Staðreyndin er sú að í sveitarfélaginu sem undirritaður veitir framkvæmdarstjórn eru um 33% íbúa af erlendum uppruna. Fjölmenningarsamfélag sem sveitarfélagið Súðavíkurhreppur er stolt af og reynir sífellt eftir mætti að gera betra. En virkni í samfélaginu og endurspeglun í stjórn og aðkomu að sveitarfélaginu er ekki í takt við fjölda þeirra íbúa sem teljast til nýbúa eða erlendra. Í þeirri viðleytni að efla þann hluta íbúa höfum við tekið fegins hendi átaki sem ber yfirskriftina Gefum íslensku séns. Áhugi og árangur af átakinu er eftirtektarverður og ávinningur, ef til tekst, er langtum verðmætari en tilkostnaður og fyrirhöfn. Það er mikill mannauður í fólki sem til okkar flytur og ættum við að þiggja þann mannauð með þökkum, samfélaginu og okkur öllum til heilla. Og um leið, vonandi fylgir lífsfylling og hagsæld fyrir þá sem læra íslensku, þurfum við að gefa íslensku séns, í stað þess að grípa til enskunnar, hvers tungumáls kannski hvorugur kann góð skil á. Það afhjúpar okkur sem vonda samfélagskennara og hjálpar lítið við skilning á íslensku sé enska sífellt notuð. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Þór Thoroddsen Íslensk tunga Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Sjá meira
Undirritaður er áhugamaður um tungumál. Sem stúdent af málabraut er í farteski undirritaðs gutl í ensku, dönsku, frönsku og þýsku auk einhverrar innsýnar í okkar ylhýra. En í framhaldsnámi kom að því að latína varð einnig áhugamál þó ekki hafi farið fyrir námi í þeim fræðum ennþá. Latína gagnast mörgum og ekki síst starfsstéttum þar sem unnið er yfir landamæri og þvert á tungumál – hugtök í læknisfræði, lögfræði, náttúrufræðum, samskiptum viðskiptalífs og fleiri greinum samnýta þar alþjóðlegt tungumál sem þó enginn talar nema til skrauts. Fyrirgefið, jú, kirkjunnar menn í hinum ýmsu kimum jarðar. Eins og svo margir aðrir, líkt og alnetið ber vott um og ekki síst samfélagsmiðlar, hefur undirritaður líka áhuga á fólki og samfélagi. Eftir útskrift úr lagadeild hefur undirritaður notið þeirrar gæfu að starfa meira og minna með fólk og samfélag. Samfélag bæði innlendra og erlendra ríkisborgara. Lykillinn að slíkum samskiptum felst, eins og orðið felur í sér, í tungu sem báðir eða allir skilja. Ef vel á að takast. Íslenskt samfélag er lifandi og í sífelldri þróun. Það er tungumálið okkar líka – íslenskan. En vegna smæðar okkar samfélags á Íslandi er ekki sjálfgefið að íslenska verði um aldur og ævi það tungumál sem hún er fyrir okkur. Við erum örþjóð í stórum heimi, sem þó er ekki stærri en svo að samskipti margra á daglegum grunni eru beint á fundum og gegnum miðla á alls konar tungumálum. Heimurinn minnkaði og stækkaði um leið og alnetið haslaði sér völl. Heimur okkar í dag er annar en hann var á 8. og 9. áratug síðustu aldar þar sem erlend tunga heyrðist helst í sjónvarpi, í kvikmyndasýningum, af afspilun á spólum hinna ýmsu myndbandaleiga landsins. Og þá sjaldan að fólk brá sér af bæ út fyrir landsteinana. Við sem erum eilítið yfir þrítugu ólumst upp við takmarkað aðgengi að erlendu efni fyrstu æviárin, þó auðvitað hafi það verið misjafnt. Þá á ég við okkur, snar-íslensk, með innlendan bakgrunn og uppruna. Samfélag okkar hefur breyst mikið á stuttum tíma. Hlutfall fólks af erlendum uppruna er orðið hærra en það var fyrir þrjátíu árum og fer hækkandi. Tölfræði. Erlendir ríkisborgarar eiga greiðari aðgang að landinu í leit að tækifærum og atvinnu gegnum hluta fjórfrelsis Evrópusambandsins sem leiðir af samningi okkar um óbeina aðild frá samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Auðlegð landsins og sú staðreynd að við njótum auglýsingar fyrir náttúrufegurð og frjálslyndi laðar að sér fólk, sem er vel. Og fantar heimsins framleiða flóttafólk og jarðveg sem beinir til okkar fólki í leit að skjóli og ákjósanlegum stað til að búa fyrir sig og sína. Og miklu fleira til, þið þekkið þetta allt, hér hefur undanfarna áratugi orðið gjörbreyting á samsetningu íslenskrar þjóðar sem hefur sitt eigið tungumál þó fámenn sé. Birtingarmyndin frá nafla undirritaðs er sláandi. Staðreyndin er sú að í sveitarfélaginu sem undirritaður veitir framkvæmdarstjórn eru um 33% íbúa af erlendum uppruna. Fjölmenningarsamfélag sem sveitarfélagið Súðavíkurhreppur er stolt af og reynir sífellt eftir mætti að gera betra. En virkni í samfélaginu og endurspeglun í stjórn og aðkomu að sveitarfélaginu er ekki í takt við fjölda þeirra íbúa sem teljast til nýbúa eða erlendra. Í þeirri viðleytni að efla þann hluta íbúa höfum við tekið fegins hendi átaki sem ber yfirskriftina Gefum íslensku séns. Áhugi og árangur af átakinu er eftirtektarverður og ávinningur, ef til tekst, er langtum verðmætari en tilkostnaður og fyrirhöfn. Það er mikill mannauður í fólki sem til okkar flytur og ættum við að þiggja þann mannauð með þökkum, samfélaginu og okkur öllum til heilla. Og um leið, vonandi fylgir lífsfylling og hagsæld fyrir þá sem læra íslensku, þurfum við að gefa íslensku séns, í stað þess að grípa til enskunnar, hvers tungumáls kannski hvorugur kann góð skil á. Það afhjúpar okkur sem vonda samfélagskennara og hjálpar lítið við skilning á íslensku sé enska sífellt notuð. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar