Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. febrúar 2024 12:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ræstingafólk á höfuðborgarsvæðinu búa við verst kjör allra á vinnumarkaði og þess vegna valdi samninganefnd Eflingar að sá hópur fengi tækifæri til að leggja niður störf. Vísir/Arnar Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. Atkvæðagreiðslan um mögulegt verkfall verður auglýst á morgun en svo hefst hún á mánudaginn klukkan fjögur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það sé sérstök ástæða fyrir því að hópurinn sem starfar við ræstingar hafi verið valinn. „Já, ræstingafólk hér á höfuðborgarsvæðinu það býr við verst kjör allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég hvet fólk til þess að skoða til dæmis könnun vörðu, rannsóknarmiðstöðvar atvinnulífsins um kjör ræstingafólks þannig að við teljum að rétt og eðlilegt sé að gefa þeim tækifæri til þess að berjast fyrir bættum kjörum, við teljum að þar sé ríkulegur verkfallsvilji og svo er það eining svo að breiðfylkingin hefur sett baráttuna fyrir bættum kjörum ræstingafólks á oddinn í þessum kjaraviðræðum.“ Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði boðað breiðfylkinguna og Samtök atvinnulífsins til fundar í fyrramálið klukkan níu. „Efling mætir ásamt félögum sínum í breiðfylkingunni a þann fund og svo á morgun, seinna munum við jafnframt í samninganefnd Eflingar funda með samtökum atvinnulífsins.“ Sólveig telur að verkfallsvilji sé ríkur hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa við ræstingar. „Í síðustu kjaradeilu þá var ræstingafólk búið að samþykkja verkfallsboðun samtök atvinnulífsins settu á Eflingu verkbann þannig að af þessum verkföllum varð ekki. Við höfum einnig í yfirstandandi kjaradeilu látið framkvæma könnun um verkfallsvilja hjá ræstingafólki Eflingarmeðlima, 80% þeirra sem svöruðu þeirri könnun sögðust tilbúin til að leggja niðurstörf til að knýja á um betri kjör. Þannig að já, ég tel að verkfallsvilji þessa hóps sé mjög mikill,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Tengdar fréttir Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. 29. febrúar 2024 10:45 Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14 „Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. 28. febrúar 2024 16:37 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Atkvæðagreiðslan um mögulegt verkfall verður auglýst á morgun en svo hefst hún á mánudaginn klukkan fjögur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það sé sérstök ástæða fyrir því að hópurinn sem starfar við ræstingar hafi verið valinn. „Já, ræstingafólk hér á höfuðborgarsvæðinu það býr við verst kjör allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég hvet fólk til þess að skoða til dæmis könnun vörðu, rannsóknarmiðstöðvar atvinnulífsins um kjör ræstingafólks þannig að við teljum að rétt og eðlilegt sé að gefa þeim tækifæri til þess að berjast fyrir bættum kjörum, við teljum að þar sé ríkulegur verkfallsvilji og svo er það eining svo að breiðfylkingin hefur sett baráttuna fyrir bættum kjörum ræstingafólks á oddinn í þessum kjaraviðræðum.“ Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði boðað breiðfylkinguna og Samtök atvinnulífsins til fundar í fyrramálið klukkan níu. „Efling mætir ásamt félögum sínum í breiðfylkingunni a þann fund og svo á morgun, seinna munum við jafnframt í samninganefnd Eflingar funda með samtökum atvinnulífsins.“ Sólveig telur að verkfallsvilji sé ríkur hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa við ræstingar. „Í síðustu kjaradeilu þá var ræstingafólk búið að samþykkja verkfallsboðun samtök atvinnulífsins settu á Eflingu verkbann þannig að af þessum verkföllum varð ekki. Við höfum einnig í yfirstandandi kjaradeilu látið framkvæma könnun um verkfallsvilja hjá ræstingafólki Eflingarmeðlima, 80% þeirra sem svöruðu þeirri könnun sögðust tilbúin til að leggja niðurstörf til að knýja á um betri kjör. Þannig að já, ég tel að verkfallsvilji þessa hóps sé mjög mikill,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Tengdar fréttir Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. 29. febrúar 2024 10:45 Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14 „Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. 28. febrúar 2024 16:37 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. 29. febrúar 2024 10:45
Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14
„Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. 28. febrúar 2024 16:37