Stjórnarsamstarfi slitið í Fjarðabyggð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. febrúar 2024 21:55 Stjórnarsamstarfið hefur staðið frá árinu 2022. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð hefur slitið meirihlutasamstarfi sínu við Fjarðalistann sem staðið hefur frá kosningum 2022. Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð greinir frá þessu á síðu sinni á Facebook. Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð hefur slitið meirihlutasamstarfi sínu við Fjarðalistann sem staðið hefur frá kosningum 2022. Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð greinir frá þessu á síðu sinni á Facebook. Ákvörðunin hafi komið í kjölfar þess trúnaðarbrests sem kom fram á bæjarstjórnarfundi 27. febrúar síðastliðinn þegar lögð var fram tillaga um breytingar í skólamálum. Þá greiddi einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn tillögunni og sagði tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. Tillagan sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama átti við um leikskóla sveitarfélagsins. „Mikil vonbrigði“ „Hefur vinna við þær breytingar staðið frá því í október 2023 innan starfshóps sem bæjarstjórn skipaði þá. Í þeim starfshóp var haft í forgrunni að ná þverpólitískri sátt um tillögur hópsins sem höfðu það að markmiði að efla og styrkja umhverfi fræðslumála í Fjarðabyggð til framtíðar litið,“ skrifar Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð í tilkynninguna. Þar kemur einnig fram að góð samstaða og samstarf hafi verið í störfum hópsins og oddvitar bæjarstjórnarflokkanna hafi setið í hópnum. Niðurstöður hópsins hafi verið kynntar bæjarfulltrúum líkt og stjórnendum skólanna í Fjarðabyggð áður en tillaga byggð á niðurstöðunum var afgreidd. „Það voru því mikil vonbrigði þegar bæjarfulltrúi Fjarðalistans tók þá ákvörðun að styðja ekki málið á áðurnefndum bæjarstjórnarfundi og um leið lýsa vantrausti á alla vinnu hópsins og þá um leið alla þá sem að þeirri vinnu hafa komið frá því að hann hóf störf,“ segir í tilkynningunni. „Í ljósi þess þá hefur Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð tekið áðurnefnda ákvörðun og hefur tilkynnt oddvita Fjarðalistans um hana. Jafnframt hafa Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð ákveðið að taka samtal á morgun um stöðu mála í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.“ Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Skólastjórnendur óttast að vegið verði að réttindum til náms Skólastjórnendur í Fjarðabyggð eru ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á skólamálum í sveitarfélaginu. Meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðarlistans lagði fram tillögu sem sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla sveitarfélagsins. 29. febrúar 2024 17:48 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð hefur slitið meirihlutasamstarfi sínu við Fjarðalistann sem staðið hefur frá kosningum 2022. Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð greinir frá þessu á síðu sinni á Facebook. Ákvörðunin hafi komið í kjölfar þess trúnaðarbrests sem kom fram á bæjarstjórnarfundi 27. febrúar síðastliðinn þegar lögð var fram tillaga um breytingar í skólamálum. Þá greiddi einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn tillögunni og sagði tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. Tillagan sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama átti við um leikskóla sveitarfélagsins. „Mikil vonbrigði“ „Hefur vinna við þær breytingar staðið frá því í október 2023 innan starfshóps sem bæjarstjórn skipaði þá. Í þeim starfshóp var haft í forgrunni að ná þverpólitískri sátt um tillögur hópsins sem höfðu það að markmiði að efla og styrkja umhverfi fræðslumála í Fjarðabyggð til framtíðar litið,“ skrifar Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð í tilkynninguna. Þar kemur einnig fram að góð samstaða og samstarf hafi verið í störfum hópsins og oddvitar bæjarstjórnarflokkanna hafi setið í hópnum. Niðurstöður hópsins hafi verið kynntar bæjarfulltrúum líkt og stjórnendum skólanna í Fjarðabyggð áður en tillaga byggð á niðurstöðunum var afgreidd. „Það voru því mikil vonbrigði þegar bæjarfulltrúi Fjarðalistans tók þá ákvörðun að styðja ekki málið á áðurnefndum bæjarstjórnarfundi og um leið lýsa vantrausti á alla vinnu hópsins og þá um leið alla þá sem að þeirri vinnu hafa komið frá því að hann hóf störf,“ segir í tilkynningunni. „Í ljósi þess þá hefur Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð tekið áðurnefnda ákvörðun og hefur tilkynnt oddvita Fjarðalistans um hana. Jafnframt hafa Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð ákveðið að taka samtal á morgun um stöðu mála í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.“
Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Skólastjórnendur óttast að vegið verði að réttindum til náms Skólastjórnendur í Fjarðabyggð eru ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á skólamálum í sveitarfélaginu. Meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðarlistans lagði fram tillögu sem sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla sveitarfélagsins. 29. febrúar 2024 17:48 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Skólastjórnendur óttast að vegið verði að réttindum til náms Skólastjórnendur í Fjarðabyggð eru ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á skólamálum í sveitarfélaginu. Meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðarlistans lagði fram tillögu sem sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla sveitarfélagsins. 29. febrúar 2024 17:48