Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 09:44 Hjúkrunarheimilið í Grindavík er meðal þeirra húsa sem hafa skemmst hvað mest. Vísir/Vilhelm Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef NTÍ. Þar segir að í kringum þrjátíu matsmenn hafi sinnt þessu starfi síðustu vikur. Við yfirferð NTÍ kom í ljós að umfang skemmda á fasteignum er ekki mikið á þeim svæðum fjær sprungum og misgengjum í bænum. Auðunn Elíson, verkefnastjóri tjónamats hjá Verkís, segir eðli tjónsins hafa komið á óvart. „Miðað við þær miklu jarðhræringar sem orðið hafa í Grindavík síðustu mánuði hefur það komið okkur töluvert á óvart hversu lítið tjón er almennt á eignum í bænum að undanskildum þeim sem standa næst sprungum og misgengjum. Flestar eignir utan við sprungusvæði og misgengi eru tiltölulega lítið skemmdar. Þó höfum við séð að hús sem deila lóðamörkum geta verið nánast óskemmd á annarri lóðinni en altjón á hinni,“ er haft eftir Auðuni á vef NTÍ. Viðgerðarkostnaður ýmsa húsa sem standa á og upp við sprungur er áætlaður hærri en vátryggingarfjárhæð. Eitthvað af því tjóni verður greitt sem altjón að undanskildum kostnaði við niðurrif og förgun. Náttúruhamfarir Grindavík Tryggingar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Frumvarp vegna húsnæðis í Grindavík væntanlegt síðar í vikunni Forsætisráðherra væntir þess að frumvarp um uppgjör á íbúðarhúsnæði í Grindavík verði kynnt síðar í vikunni. Hún segir frumvarpið lúta að því að fólki verði gert kleift að koma sér fyrir á nýjum stað, óháð því hvort hús þeirra hafi verið metin sem tjónuð af Náttúruhamfaratryggingu eða ekki. 6. febrúar 2024 19:01 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef NTÍ. Þar segir að í kringum þrjátíu matsmenn hafi sinnt þessu starfi síðustu vikur. Við yfirferð NTÍ kom í ljós að umfang skemmda á fasteignum er ekki mikið á þeim svæðum fjær sprungum og misgengjum í bænum. Auðunn Elíson, verkefnastjóri tjónamats hjá Verkís, segir eðli tjónsins hafa komið á óvart. „Miðað við þær miklu jarðhræringar sem orðið hafa í Grindavík síðustu mánuði hefur það komið okkur töluvert á óvart hversu lítið tjón er almennt á eignum í bænum að undanskildum þeim sem standa næst sprungum og misgengjum. Flestar eignir utan við sprungusvæði og misgengi eru tiltölulega lítið skemmdar. Þó höfum við séð að hús sem deila lóðamörkum geta verið nánast óskemmd á annarri lóðinni en altjón á hinni,“ er haft eftir Auðuni á vef NTÍ. Viðgerðarkostnaður ýmsa húsa sem standa á og upp við sprungur er áætlaður hærri en vátryggingarfjárhæð. Eitthvað af því tjóni verður greitt sem altjón að undanskildum kostnaði við niðurrif og förgun.
Náttúruhamfarir Grindavík Tryggingar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Frumvarp vegna húsnæðis í Grindavík væntanlegt síðar í vikunni Forsætisráðherra væntir þess að frumvarp um uppgjör á íbúðarhúsnæði í Grindavík verði kynnt síðar í vikunni. Hún segir frumvarpið lúta að því að fólki verði gert kleift að koma sér fyrir á nýjum stað, óháð því hvort hús þeirra hafi verið metin sem tjónuð af Náttúruhamfaratryggingu eða ekki. 6. febrúar 2024 19:01 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Frumvarp vegna húsnæðis í Grindavík væntanlegt síðar í vikunni Forsætisráðherra væntir þess að frumvarp um uppgjör á íbúðarhúsnæði í Grindavík verði kynnt síðar í vikunni. Hún segir frumvarpið lúta að því að fólki verði gert kleift að koma sér fyrir á nýjum stað, óháð því hvort hús þeirra hafi verið metin sem tjónuð af Náttúruhamfaratryggingu eða ekki. 6. febrúar 2024 19:01