Við og þau Björn Leví Gunnarsson skrifar 4. mars 2024 07:00 Má maður ekki tala um útlendinga án þess að vera kallaður rasisti? Þetta er merkilega algeng spurning, sérstaklega miðað við að svarið við henni er mjög einfalt. Jú, það má alveg tala um útlendinga eða hælisleitendur eða múslíma eða þessa svörtu … nei, bíddu. Svarið er ekki svo einfalt. Það er nefnilega mjög auðvelt að tala um hvaða minnihlutahóp sem er á fordómafullan hátt. En þegar við tölum á fordómafullan hátt um fólk með annað litarhaft eða bakgrunn þá kallast þeir fordómar rasismi. Að fordómar fyrirfinnist í samfélaginu er því miður staðreynd og við verðum að geta talað um þá, og vandann sem fólk er að reyna að tjá sig um án þess að hljóma fordómafullt. Hvernig er hægt að tala um útlendinga án þess að vera kallaður rasisti? Það er hægt að tala um vandann án þess að gera það á fordómafullan hátt þó það sé erfitt. Einfaldlega af því að öll vandamál sem tengjast minnihlutahópum eru viðkvæm og þrungin tilfinningum. Minnihlutahópar eru mjög oft í þeirri stöðu að sótt sé að þeim. Þau eru því einstaklega vör um sig og næm á hvers konar gagnrýni. Enda hafa þau heyrt allar útgáfur af þeirri gagnrýni og eru satt best að segja orðin hundleið á að heyra sömu frasana og fordómana aftur og aftur. Það væri því mjög hjálplegt ef fólk nálgaðist umræðuna af þeirri virðingu sem þarf að sýna fólki í viðkvæmri stöðu. Ábyrgð stjórnvalda Þetta á í raun sérstaklega við um fólk í stjórnmálum. Sú ábyrgð sem stjórnmálafólk þarf að axla er meiri en gengur og gerist af því að það er mjög auðvelt að nýta sér vantraust gagnvart minnihlutahópum í pólitískum tilgangi - og svo geta stjórnmálamenn haft mikil áhrif á almenna umræðu. Hinir ýmsu minnihlutahópar eru nefnilega auðveld skotmörk í keppninni milli okkar og þeirra. Það hentar sumu stjórnmálafólki mjög vel að skipa sér í lið með okkur á móti þeim því við erum fleiri en þau. Við og þau er algeng leið til þess að ná fólki saman gegn einhverju öðru eða einhverjum öðrum. Þegar “þau” eru minnihlutahópur sem almennt séð getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér þá getur fordómafull umræða orðið einstaklega skaðleg. Þetta á stjórnmálafólk að vita og því er erfitt að sjá slíka umræðu frá stjórnmálafólki vera eitthvað annað en viljaverk. Svaraðu spurningunni! En þú ert ekki enn búinn að svara því hvernig hægt er að tala um útlendinga án þess að vera kallaður rasisti! Afsakið, ég er að fara löngu leiðina að því að svara þessu. Stjórnmálafólk … getur ekki svarað einföldustu spurningum. Því miður þá er það svo flókið að það hafa verið skrifaðar heilu bækurnar um þetta. En það myndi kannski ganga betur ef við gætum viðurkennt að það eru fordómar í okkur öllum. Bara að vita af þeim getur breytt því hvernig við nálgumst umræðuna. Það er líka ágætt að átta sig á því að fordómar eru í sjálfu sér ekkert slæmir, en hvernig við bregðumst við fordómum okkar getur orðið skaðlegt. Fordómar eru í rauninni bara varnarviðbragð þegar allt kemur til alls. Varnarviðbragð gagnvart einhverju sem við þekkjum lítið eða illa. Sumir bregðast varlega við á meðan aðrir slá frá sér, og allt þar á milli. Þetta eru mjög náttúruleg viðbrögð sem hafa hjálpað dýrinu í okkur að lifa af undanfarin árhundruðþúsund. En það að slá frá sér getur verið skaðlegt. Óttinn við hið ókunna er mjög drífandi afl innra með okkur. Því meiri sem óttinn er því harkalegri geta viðbrögðin orðið. Þennan ótta er hægt að mata með áróðri um hina meintu hættu á mjög fjölbreyttan hátt. Það er til að mynda hægt að kalla tjaldbúðir hörmung, að það ætti ekki að líðast að flakka nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum og að lokum kalla samhliða til þess að styrkja þurfi lögregluna með auknum heimildum í baráttunni gegn alþjóðlegri brotastarfsemi - eins og utanríkisráðherra hefur gert. Að segja að “engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána” (öðrum en íslenskum er væntanlega meint) getur mjög auðveldlega kallað fólk til aðgerða. Það er ákveðin réttlæting fyrir skaðlegri birtingarmynd fordóma, það var nefnilega ráðherra sem kallaði eftir þessu og orð ráðherra hafa áhrif. Að slá frá sér Í samhengi við spurninguna hvort það megi ekki tala um útlendinga án þess að vera kallaður rasisti þá verður að segjast að utanríkisráðherra dansar ansi nauman línudans hvað það varðar með þessum ummælum sínum, því að á skalanum “fara varlega” yfir í “slá frá sér” þá eru þessi ummæli ráðherra mun nær því að flokkast sem “slá frá sér”. Sem gerir ummælin nær því að vera skaðleg en uppbyggjandi. Þegar allt kemur til alls þá er það nefnilega mælikvarðinn á því hvort umræðan sé rasísk eða ekki, hvort umræðan “slær frá sér” eða er varfærin. Þegar grundvöllur umræðunnar snýst um okkur og þau, þá eru góðar líkur á því að úr verði fordómafull umræða. Rasísk í þeim tilfellum þar sem um mismunandi uppruna og bakgrunn fólks er að ræða. Ef fólk vill í alvörunni forðast fordómafulla orðræðu þá er hér einföld ráðlegging, tölum bara um okkur öll. Við erum nefnilega öll í þessu saman þegar allt kemur til alls. Sameinuð stöndum ... Allar tilraunir til þess að búa til einhvers konar aðskilnað býr til jarðveginn fyrir fordóma. Þetta snýst ekki um hvernig þau eru öðruvísi en við - heldur hvernig við erum eins. Þó að við kjósum ekki sömu flokka eða höldum með mismunandi íþróttafélögum, þá erum við samt miklu líkari en við höldum. Við elskum og syngjum og borðum. Við hötum líka eins. Við hötum óréttlætið. Stríðið. Ósanngirni. Við hötum öll fólkið sem vill okkur illt, sem gerir okkur illt. Og allt of oft gerum við öðrum upp illgirni gagnvart okkur. Fólki sem lítur öðruvísi út. Fólki sem hugsar samt nákvæmlega eins og við, jafnvel þó það haldi með öðru liði í enska. Hverja hötum við þá í raun og veru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Hælisleitendur Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Má maður ekki tala um útlendinga án þess að vera kallaður rasisti? Þetta er merkilega algeng spurning, sérstaklega miðað við að svarið við henni er mjög einfalt. Jú, það má alveg tala um útlendinga eða hælisleitendur eða múslíma eða þessa svörtu … nei, bíddu. Svarið er ekki svo einfalt. Það er nefnilega mjög auðvelt að tala um hvaða minnihlutahóp sem er á fordómafullan hátt. En þegar við tölum á fordómafullan hátt um fólk með annað litarhaft eða bakgrunn þá kallast þeir fordómar rasismi. Að fordómar fyrirfinnist í samfélaginu er því miður staðreynd og við verðum að geta talað um þá, og vandann sem fólk er að reyna að tjá sig um án þess að hljóma fordómafullt. Hvernig er hægt að tala um útlendinga án þess að vera kallaður rasisti? Það er hægt að tala um vandann án þess að gera það á fordómafullan hátt þó það sé erfitt. Einfaldlega af því að öll vandamál sem tengjast minnihlutahópum eru viðkvæm og þrungin tilfinningum. Minnihlutahópar eru mjög oft í þeirri stöðu að sótt sé að þeim. Þau eru því einstaklega vör um sig og næm á hvers konar gagnrýni. Enda hafa þau heyrt allar útgáfur af þeirri gagnrýni og eru satt best að segja orðin hundleið á að heyra sömu frasana og fordómana aftur og aftur. Það væri því mjög hjálplegt ef fólk nálgaðist umræðuna af þeirri virðingu sem þarf að sýna fólki í viðkvæmri stöðu. Ábyrgð stjórnvalda Þetta á í raun sérstaklega við um fólk í stjórnmálum. Sú ábyrgð sem stjórnmálafólk þarf að axla er meiri en gengur og gerist af því að það er mjög auðvelt að nýta sér vantraust gagnvart minnihlutahópum í pólitískum tilgangi - og svo geta stjórnmálamenn haft mikil áhrif á almenna umræðu. Hinir ýmsu minnihlutahópar eru nefnilega auðveld skotmörk í keppninni milli okkar og þeirra. Það hentar sumu stjórnmálafólki mjög vel að skipa sér í lið með okkur á móti þeim því við erum fleiri en þau. Við og þau er algeng leið til þess að ná fólki saman gegn einhverju öðru eða einhverjum öðrum. Þegar “þau” eru minnihlutahópur sem almennt séð getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér þá getur fordómafull umræða orðið einstaklega skaðleg. Þetta á stjórnmálafólk að vita og því er erfitt að sjá slíka umræðu frá stjórnmálafólki vera eitthvað annað en viljaverk. Svaraðu spurningunni! En þú ert ekki enn búinn að svara því hvernig hægt er að tala um útlendinga án þess að vera kallaður rasisti! Afsakið, ég er að fara löngu leiðina að því að svara þessu. Stjórnmálafólk … getur ekki svarað einföldustu spurningum. Því miður þá er það svo flókið að það hafa verið skrifaðar heilu bækurnar um þetta. En það myndi kannski ganga betur ef við gætum viðurkennt að það eru fordómar í okkur öllum. Bara að vita af þeim getur breytt því hvernig við nálgumst umræðuna. Það er líka ágætt að átta sig á því að fordómar eru í sjálfu sér ekkert slæmir, en hvernig við bregðumst við fordómum okkar getur orðið skaðlegt. Fordómar eru í rauninni bara varnarviðbragð þegar allt kemur til alls. Varnarviðbragð gagnvart einhverju sem við þekkjum lítið eða illa. Sumir bregðast varlega við á meðan aðrir slá frá sér, og allt þar á milli. Þetta eru mjög náttúruleg viðbrögð sem hafa hjálpað dýrinu í okkur að lifa af undanfarin árhundruðþúsund. En það að slá frá sér getur verið skaðlegt. Óttinn við hið ókunna er mjög drífandi afl innra með okkur. Því meiri sem óttinn er því harkalegri geta viðbrögðin orðið. Þennan ótta er hægt að mata með áróðri um hina meintu hættu á mjög fjölbreyttan hátt. Það er til að mynda hægt að kalla tjaldbúðir hörmung, að það ætti ekki að líðast að flakka nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum og að lokum kalla samhliða til þess að styrkja þurfi lögregluna með auknum heimildum í baráttunni gegn alþjóðlegri brotastarfsemi - eins og utanríkisráðherra hefur gert. Að segja að “engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána” (öðrum en íslenskum er væntanlega meint) getur mjög auðveldlega kallað fólk til aðgerða. Það er ákveðin réttlæting fyrir skaðlegri birtingarmynd fordóma, það var nefnilega ráðherra sem kallaði eftir þessu og orð ráðherra hafa áhrif. Að slá frá sér Í samhengi við spurninguna hvort það megi ekki tala um útlendinga án þess að vera kallaður rasisti þá verður að segjast að utanríkisráðherra dansar ansi nauman línudans hvað það varðar með þessum ummælum sínum, því að á skalanum “fara varlega” yfir í “slá frá sér” þá eru þessi ummæli ráðherra mun nær því að flokkast sem “slá frá sér”. Sem gerir ummælin nær því að vera skaðleg en uppbyggjandi. Þegar allt kemur til alls þá er það nefnilega mælikvarðinn á því hvort umræðan sé rasísk eða ekki, hvort umræðan “slær frá sér” eða er varfærin. Þegar grundvöllur umræðunnar snýst um okkur og þau, þá eru góðar líkur á því að úr verði fordómafull umræða. Rasísk í þeim tilfellum þar sem um mismunandi uppruna og bakgrunn fólks er að ræða. Ef fólk vill í alvörunni forðast fordómafulla orðræðu þá er hér einföld ráðlegging, tölum bara um okkur öll. Við erum nefnilega öll í þessu saman þegar allt kemur til alls. Sameinuð stöndum ... Allar tilraunir til þess að búa til einhvers konar aðskilnað býr til jarðveginn fyrir fordóma. Þetta snýst ekki um hvernig þau eru öðruvísi en við - heldur hvernig við erum eins. Þó að við kjósum ekki sömu flokka eða höldum með mismunandi íþróttafélögum, þá erum við samt miklu líkari en við höldum. Við elskum og syngjum og borðum. Við hötum líka eins. Við hötum óréttlætið. Stríðið. Ósanngirni. Við hötum öll fólkið sem vill okkur illt, sem gerir okkur illt. Og allt of oft gerum við öðrum upp illgirni gagnvart okkur. Fólki sem lítur öðruvísi út. Fólki sem hugsar samt nákvæmlega eins og við, jafnvel þó það haldi með öðru liði í enska. Hverja hötum við þá í raun og veru?
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar