Lokakröfur Eflingar: Uppsagnarvernd, trúnaðarmenn og orðalag um ræstingarfólk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2024 13:34 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar með vinnutölvu sína merkta palestínska fánanum. Vísir/ArnarHalldórsson Formaður Eflingar segir einkum þrennt standa út af í samningsviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Náist sátt um þau atriði ætti að vera hægt að undirrita kjarasamninga á næstu einum til tveimur sólarhringum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Eflingar. Þar segir að samkomulag varðandi forsenduákvæði kjarasamninga standi og um það sé sátt á milli aðila. Hið sama megi segja um launalið samninganna. Þá sé einkum þrennt sem út af standi af málum Eflingar. Í fyrsta lagi er það útfærsla á styrkingu uppsagnarverndar starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Efling hefur þar lagt fram tillögur sem eru í raun útfærsla á lögum um vernd uppljóstrara og eru mjög aðgengilegar fyrir atvinnurekendur. Tillaga Eflingar myndi aðeins snerta vinnustaði þar sem ekki eru starfandi trúnaðarmenn og þar sem fyrirtæki hafa ekki sjálf sett sér verklagsreglur um meðhöndlun ábendinga og kvartana starfsfólks. Þá myndu ákvæðin aðeins eiga við um vinnustaði þar sem vinna fimm eða fleiri starfsmenn. Í öðru lagi fer Efling fram á að gerðar verði orðalagsbreytingar í kafla samninganna um trúnaðarmenn, og eru þær kröfur mjög viðráðanlegar fyrir atvinnurekendur. Þær snúa meðal annars að því hægt sé að fjölga trúnaðarmönnum á stærri vinnustöðum, en eins og staðan er í dag er gert ráð fyrir einum trúnaðarmanni á vinnustað þar sem vinna 5-50 starfsmenn og tveimur þar sem fjöldinn er meiri. Ekki er gert ráð fyrir að trúnaðarmenn séu fleiri en tveir, og fer Efling fram á að framvegis verði hægt að skipa fleiri trúnaðarmenn í eðlilegu hlutfalli við fjölda starfsfólks á hverjum vinnustað. Þá þarf að tryggja að trúnaðarmenn fái greidd full regluleg laun, en ekki bara dagvinnulaun, við setu á trúnaðarmannanámskeiðum. Sömuleiðis þarf að tryggja að trúnaðarmenn sem sitja í samninganefndum geti sótt samningafundi og fundi nefndarinnar án þess að verða fyrir launatapi. Slíkt er bundið í samninga á opinbera vinnumarkaðnum og afnema þarf þetta misrétti milli trúnaðarmanna á almenna og opinbera markaðnum.“ Í þriðja lagi er enn ekki búið að klára breytingar á texta kjarasamnings sem snúa að kjörum ræstingafólks, þess hóps á almennum vinnumarkaði sem býr við kröppust kjör af öllum samkvæmt könnunum. Þótt sjái til lands í öðrum þáttum varðandi kjör ræstingafólks vantar enn upp á að skerpt verði á orðalagi. Hefur það aðallega með að gera skilgreiningar á því hvenær ræstingafólk er í tímamældri ákvæðisvinnu og hvenær ekki. Brögð eru að því að atvinnurekendur reyni að skjóta sér framhjá því að greiða umsamið álag sem með réttu á að greiða þegar um tímamælda ákvæðisvinnu er að ræða. Með því að hnykkja á orðalagi í samningunum hvað þetta varðar vill félagið taka af öll tvímæli. Fleiri atriði séu ótalin sem eftir eigi að ganga frá við samningaborðið, en það þrennt sem nefnt sé hér að framan séu þau mál þar sem helst standi enn á viðbrögðum frá SA. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun ræstingafólks innan raða Eflingar á að hefjast klukkan 16:00 í dag. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um annað en að hún fari fram. Verði hins vegar staðan sú að samninganefnd félagsins fái svör frá SA sem hægt er að sættast á, og líkur standi þá til þess að takast megi að ljúka kjarasamningum á næstu sólarhringum, verður metið hvort endurskoða eigi hvort atkvæðagreiðslan fari þá fram.“ Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. „Okkar viðsemjendur vita vel hvaða mála við krefjumst lausnar á til að hægt verði að undirrita kjarasamning. Við höfum kynnt og rökstutt þessi mál margítrekað á samningafundum frá því í lok desember. Samninganefnd Eflingar mun ekki láta óðagot eða skipulagða tímapressu koma í veg fyrir að fullri lendingu verði náð í okkar málum,“ segir Sólveig Anna. Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Segir undirskrift handan við hornið Formaður Starfsgreinasambandsins á von á því að skrifað verði undir kjarasamninga á næstu einum til tveimur sólarhringum. Viðsnúningur varð í viðræðum um helgina og nú er aðkoma sveitarfélaganna það eina sem stendur út af borðinu. 4. mars 2024 09:01 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Eflingar. Þar segir að samkomulag varðandi forsenduákvæði kjarasamninga standi og um það sé sátt á milli aðila. Hið sama megi segja um launalið samninganna. Þá sé einkum þrennt sem út af standi af málum Eflingar. Í fyrsta lagi er það útfærsla á styrkingu uppsagnarverndar starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Efling hefur þar lagt fram tillögur sem eru í raun útfærsla á lögum um vernd uppljóstrara og eru mjög aðgengilegar fyrir atvinnurekendur. Tillaga Eflingar myndi aðeins snerta vinnustaði þar sem ekki eru starfandi trúnaðarmenn og þar sem fyrirtæki hafa ekki sjálf sett sér verklagsreglur um meðhöndlun ábendinga og kvartana starfsfólks. Þá myndu ákvæðin aðeins eiga við um vinnustaði þar sem vinna fimm eða fleiri starfsmenn. Í öðru lagi fer Efling fram á að gerðar verði orðalagsbreytingar í kafla samninganna um trúnaðarmenn, og eru þær kröfur mjög viðráðanlegar fyrir atvinnurekendur. Þær snúa meðal annars að því hægt sé að fjölga trúnaðarmönnum á stærri vinnustöðum, en eins og staðan er í dag er gert ráð fyrir einum trúnaðarmanni á vinnustað þar sem vinna 5-50 starfsmenn og tveimur þar sem fjöldinn er meiri. Ekki er gert ráð fyrir að trúnaðarmenn séu fleiri en tveir, og fer Efling fram á að framvegis verði hægt að skipa fleiri trúnaðarmenn í eðlilegu hlutfalli við fjölda starfsfólks á hverjum vinnustað. Þá þarf að tryggja að trúnaðarmenn fái greidd full regluleg laun, en ekki bara dagvinnulaun, við setu á trúnaðarmannanámskeiðum. Sömuleiðis þarf að tryggja að trúnaðarmenn sem sitja í samninganefndum geti sótt samningafundi og fundi nefndarinnar án þess að verða fyrir launatapi. Slíkt er bundið í samninga á opinbera vinnumarkaðnum og afnema þarf þetta misrétti milli trúnaðarmanna á almenna og opinbera markaðnum.“ Í þriðja lagi er enn ekki búið að klára breytingar á texta kjarasamnings sem snúa að kjörum ræstingafólks, þess hóps á almennum vinnumarkaði sem býr við kröppust kjör af öllum samkvæmt könnunum. Þótt sjái til lands í öðrum þáttum varðandi kjör ræstingafólks vantar enn upp á að skerpt verði á orðalagi. Hefur það aðallega með að gera skilgreiningar á því hvenær ræstingafólk er í tímamældri ákvæðisvinnu og hvenær ekki. Brögð eru að því að atvinnurekendur reyni að skjóta sér framhjá því að greiða umsamið álag sem með réttu á að greiða þegar um tímamælda ákvæðisvinnu er að ræða. Með því að hnykkja á orðalagi í samningunum hvað þetta varðar vill félagið taka af öll tvímæli. Fleiri atriði séu ótalin sem eftir eigi að ganga frá við samningaborðið, en það þrennt sem nefnt sé hér að framan séu þau mál þar sem helst standi enn á viðbrögðum frá SA. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun ræstingafólks innan raða Eflingar á að hefjast klukkan 16:00 í dag. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um annað en að hún fari fram. Verði hins vegar staðan sú að samninganefnd félagsins fái svör frá SA sem hægt er að sættast á, og líkur standi þá til þess að takast megi að ljúka kjarasamningum á næstu sólarhringum, verður metið hvort endurskoða eigi hvort atkvæðagreiðslan fari þá fram.“ Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. „Okkar viðsemjendur vita vel hvaða mála við krefjumst lausnar á til að hægt verði að undirrita kjarasamning. Við höfum kynnt og rökstutt þessi mál margítrekað á samningafundum frá því í lok desember. Samninganefnd Eflingar mun ekki láta óðagot eða skipulagða tímapressu koma í veg fyrir að fullri lendingu verði náð í okkar málum,“ segir Sólveig Anna.
Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Segir undirskrift handan við hornið Formaður Starfsgreinasambandsins á von á því að skrifað verði undir kjarasamninga á næstu einum til tveimur sólarhringum. Viðsnúningur varð í viðræðum um helgina og nú er aðkoma sveitarfélaganna það eina sem stendur út af borðinu. 4. mars 2024 09:01 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47
Segir undirskrift handan við hornið Formaður Starfsgreinasambandsins á von á því að skrifað verði undir kjarasamninga á næstu einum til tveimur sólarhringum. Viðsnúningur varð í viðræðum um helgina og nú er aðkoma sveitarfélaganna það eina sem stendur út af borðinu. 4. mars 2024 09:01