„Samræðurnar sem ég hef átt við sumt fólkið eru algjörlega fáránlegar“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2024 13:43 Fjölskyldan fyrir framan húsgrunninn þar sem heimili þeirra stóð allt þar til 14. janúar. Morten Szmiedowicz Eigendur húss í Grindavík sem eyðilagðist í eldgosinu í janúar þurfa sjálf að hreinsa járn og rusl af húsgrunninum til að geta leyst út förgunargjald frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þau þurfa sárlega á fjármununum að halda til að geta gengið frá kaupum á nýju húsnæði. Bæjaryfirvöld ætlast til þess að lóðin sé hreinsuð en vilja á sama tíma ekki að eigendur séu á staðnum, þar sem Grindavík er skilgreint hættusvæði. Þrjú hús eyðilögðust þegar brennandi heitt hraunið rann að þeim í eldgosinu innan varnargarðanna í Grindavík þann 14. janúar síðastliðinn. Eitt af því var Efrahóp 18, þar sem Hanna Sigurðardóttir og Morten Þór Szmiedowicz bjuggu ásamt börnum sínum tveimur. Hraunrennslið stoppaði við kantinn á húsinu en það varð engu að síður eldi að bráð og brann til kaldra kola. „Mikið af beittu járnadrasli og skrúfur og málmur á víð og dreif“ Fyrir helgi setti Hanna inn færslu á Facebook síðu sína og óskaði eftir því að vinir og ættingjar sem hefðu tök á, myndu koma og aðstoða við að hreinsa frá grunninum þar sem húsið stóð. Vinnan fælist aðalega í því að losa járn og bera yfir í gám sem yrði neðst í götunni. „Hanskar og góðir skór eru nauðsynlegir þar sem þetta er mikið af beittu járnadrasli og skrúfur og málmur á víð og dreif, gæti ímyndað mér að einhver verkfæri/áhöld gætu verið gagnleg við að losa um eitthvað af járninu sem stendur fast ef einhverjum er fært að taka með á staðinn en við verðum með einhver tól á staðnum líka,“ skrifaði Hanna. Þrjú hús gjöreyðilögðust þegar gossprunga opnaðist innan varnargarðanna í Grindavík þann 14. janúar. Tvö fóru undir hraun en eitt, hús Hönnu og Mortens, brann til kaldra kola. Björn Steinbekk Viðbrögð við færslunni létu ekki á sér standa og fjölmargir buðu fram aðstoð, en nokkrir lýstu yfir furðu sinni á því að Hanna og Morten Þór þyrftu sjálf að standa í þessu. Ekkert varð úr hreinsunarstarfinu þar sem Grindavík var rýmd síðdegis á laugardag í kjölfar skyndilegrar skjálftavirkni sem benti til yfirvofandi eldgoss. Ætluðust upphaflega til að lóðinni yrði skilað grófjafnaðari Hanna segir í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir því að þau Morten þurfi að hreinsa frá grunninum sé sú að þeim hafi verið tjáð að það væri nauðsynlegt til að þau gætu fengið förgunargjald NTÍ greitt til baka. „Það er allavega skárra að við þurfum bara að taka járnaruslið, því fyrst ætluðu þeir að láta okkur taka grunninn líka, brjóta hann upp og fjarlægja,“ segir Hanna og vísar til þess að undir venjulegum kringumstæðum er lóð skilað grófjafnaðari til að fá förgunargjald greitt út. „Ég spurði hvort þeir vildu að ég leigði mér jarðýtu til að láta keyra hraunið áfram yfir grunninn eða hvernig ég ætti að fara að þessu. Við ræddum við tvo verktaka sem fóru bara að hlæja og sögðu að þetta væri ekki hægt. Það er ekki einusinni hægt að koma tækjum að.“ Svo fór að hjónin gerðu samkomulag við Grindavíkurbæ um að þau myndu sjá um að fjarlægja járnaruslið af grunninum, og í stað þess að bærinn héldi eftir förgunargjaldinu yrði það greitt út til þeirra. Þetta var fullt af járndrasli í útveggjunum og svona. Þetta eru gataplötur og skrúfur á víð og dreif. Ísskápur, þvottavél og þurrkari, stólar og svoleiðis járn sem var þarna inni. Það þarf að hreinsa þetta allt út. „Förgunargjaldið er í raun 25 prósent af 10 prósentum. Þetta er eitthvað um ein og hálf milljón, en það er bara peningur sem skiptir okkur náttúrulega mjög miklu máli,“ segir Hanna. Stóðu eftir með fötin sín en fátt annað Morten byggði húsið í Efrahópi 18 sjálfur fyrir sautján árum og smíðaði pallinn. Hjónin höfðu lagt mikla vinnu í að gera húsið upp síðastliðið ár. Það var nýbúið að steypa planið að framan, nýbúið að gera girðingar allan hringinn, við vorum búin að gera nýtt herbergi inni í húsinu og mála það að utan. Svo gerist þetta allt í einu. Öll húsgögn, persónulegir munir og innbú fjölskyldunnar var í húsinu þegar það brann. Hanna segir þau í raun hafa staðið uppi aðeins með fötin sín og ekkert annað. „Það er alltaf eitthvað nýtt sem maður er að muna eftir. Það var ógeðslega mikið þarna. Á meðan venjulegt fólk á eina til tvær draslskúffur, ég átti svona fimmtán. Þarna var myndbandsupptökuvél frá því að krakkarnir voru litlir og allar spólurnar á henni. Ég er endalaust að hugsa um hurðarkarminn þar sem ég mældi krakkana frá því að þau voru lítil, það er endalaust eitthvað sem maður man eftir.“ Hús fjölskyldunnar áður en náttúruhamfarirnar í Grindavík dundu yfir. Já.is/Skjáskot Fjölskyldan hefur síðan í desember dvalið í sumarbústað í eigu Eflingar í Reykholti í Bláskógarbyggð. Þar fá þau að vera þar til skólaárinu líkur en Hanna og Morten hafa fengið samþykkt tilboð í raðhús í Þorlákshöfn þar sem þau hyggjast hefja nýtt líf. Til að geta gengið frá kaupunum verða þau að nota brunabæturnar af húsinu í Grindavík og líka hluta af tryggingarfénu sem þau fengu fyrir innbúið. „Þetta er það sem við fengum fyrir að missa skuldlaust einbýlishús í Grindavík. Þetta er allt svo fáránlegt, það er búið að taka byggingarreitinn af, við getum ekki endurbyggt, en það er ekki tekið tillit til þess,“ segir Hanna. „Það eru allir rosa duglegir að segja við okkur að þetta séu fordómalausir tímar en samt er verið að fara eftir reglum sem gilda ekki um þessar aðstæður. Þeir fela sig á bakvið að „þetta séu reglurnar,“ en samt eru ekki til reglur um þetta. Samræðurnar sem ég hef átt við sumt fólkið eru algjörlega fáránlegar.“ Vilja ekki að þau taki til en ætlast á sama tíma til að lóðin sé hreinsuð Hanna og Morten ætla að freista þess að gera aðra tilraun til tiltektar á grunninum í Grindavík um næstu helgi. Hanna segir að skipulagsfulltrúi frá Grindavíkurbæ hafi haft samband og tjáð þeim að tæknilega séð ættu þau ekki að gera þetta því bærinn væri skilgreint hættusvæði. „Samt sem áður eru þeir í raun að þvinga okkur í þetta, því okkur vantar þennan pening og þeir eru ekki tilbúnir að gefa vilyrði fyrir því að við séum búin að semja þannig að við fáum peninginn. Þannig að sjálfsögðu er eina lausnin að við förum og klárum þetta.“ Í myndbandinu hér að neðan má sjá hús við Efrahóp í ljósum logum eftir að hafa orðið hraunflæði að bráð þann 14. janúar. Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Horfði á framtíðarheimilið fuðra upp í beinni útsendingu Eigandi fyrsta hússins sem varð hrauninu að bráð í Grindavík í dag, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa upp á húsið sitt fuðra upp í beinni útsendingu. Hann hafði talið húsið vera á einum öruggasta staðnum í bænum. 14. janúar 2024 17:09 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þrjú hús eyðilögðust þegar brennandi heitt hraunið rann að þeim í eldgosinu innan varnargarðanna í Grindavík þann 14. janúar síðastliðinn. Eitt af því var Efrahóp 18, þar sem Hanna Sigurðardóttir og Morten Þór Szmiedowicz bjuggu ásamt börnum sínum tveimur. Hraunrennslið stoppaði við kantinn á húsinu en það varð engu að síður eldi að bráð og brann til kaldra kola. „Mikið af beittu járnadrasli og skrúfur og málmur á víð og dreif“ Fyrir helgi setti Hanna inn færslu á Facebook síðu sína og óskaði eftir því að vinir og ættingjar sem hefðu tök á, myndu koma og aðstoða við að hreinsa frá grunninum þar sem húsið stóð. Vinnan fælist aðalega í því að losa járn og bera yfir í gám sem yrði neðst í götunni. „Hanskar og góðir skór eru nauðsynlegir þar sem þetta er mikið af beittu járnadrasli og skrúfur og málmur á víð og dreif, gæti ímyndað mér að einhver verkfæri/áhöld gætu verið gagnleg við að losa um eitthvað af járninu sem stendur fast ef einhverjum er fært að taka með á staðinn en við verðum með einhver tól á staðnum líka,“ skrifaði Hanna. Þrjú hús gjöreyðilögðust þegar gossprunga opnaðist innan varnargarðanna í Grindavík þann 14. janúar. Tvö fóru undir hraun en eitt, hús Hönnu og Mortens, brann til kaldra kola. Björn Steinbekk Viðbrögð við færslunni létu ekki á sér standa og fjölmargir buðu fram aðstoð, en nokkrir lýstu yfir furðu sinni á því að Hanna og Morten Þór þyrftu sjálf að standa í þessu. Ekkert varð úr hreinsunarstarfinu þar sem Grindavík var rýmd síðdegis á laugardag í kjölfar skyndilegrar skjálftavirkni sem benti til yfirvofandi eldgoss. Ætluðust upphaflega til að lóðinni yrði skilað grófjafnaðari Hanna segir í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir því að þau Morten þurfi að hreinsa frá grunninum sé sú að þeim hafi verið tjáð að það væri nauðsynlegt til að þau gætu fengið förgunargjald NTÍ greitt til baka. „Það er allavega skárra að við þurfum bara að taka járnaruslið, því fyrst ætluðu þeir að láta okkur taka grunninn líka, brjóta hann upp og fjarlægja,“ segir Hanna og vísar til þess að undir venjulegum kringumstæðum er lóð skilað grófjafnaðari til að fá förgunargjald greitt út. „Ég spurði hvort þeir vildu að ég leigði mér jarðýtu til að láta keyra hraunið áfram yfir grunninn eða hvernig ég ætti að fara að þessu. Við ræddum við tvo verktaka sem fóru bara að hlæja og sögðu að þetta væri ekki hægt. Það er ekki einusinni hægt að koma tækjum að.“ Svo fór að hjónin gerðu samkomulag við Grindavíkurbæ um að þau myndu sjá um að fjarlægja járnaruslið af grunninum, og í stað þess að bærinn héldi eftir förgunargjaldinu yrði það greitt út til þeirra. Þetta var fullt af járndrasli í útveggjunum og svona. Þetta eru gataplötur og skrúfur á víð og dreif. Ísskápur, þvottavél og þurrkari, stólar og svoleiðis járn sem var þarna inni. Það þarf að hreinsa þetta allt út. „Förgunargjaldið er í raun 25 prósent af 10 prósentum. Þetta er eitthvað um ein og hálf milljón, en það er bara peningur sem skiptir okkur náttúrulega mjög miklu máli,“ segir Hanna. Stóðu eftir með fötin sín en fátt annað Morten byggði húsið í Efrahópi 18 sjálfur fyrir sautján árum og smíðaði pallinn. Hjónin höfðu lagt mikla vinnu í að gera húsið upp síðastliðið ár. Það var nýbúið að steypa planið að framan, nýbúið að gera girðingar allan hringinn, við vorum búin að gera nýtt herbergi inni í húsinu og mála það að utan. Svo gerist þetta allt í einu. Öll húsgögn, persónulegir munir og innbú fjölskyldunnar var í húsinu þegar það brann. Hanna segir þau í raun hafa staðið uppi aðeins með fötin sín og ekkert annað. „Það er alltaf eitthvað nýtt sem maður er að muna eftir. Það var ógeðslega mikið þarna. Á meðan venjulegt fólk á eina til tvær draslskúffur, ég átti svona fimmtán. Þarna var myndbandsupptökuvél frá því að krakkarnir voru litlir og allar spólurnar á henni. Ég er endalaust að hugsa um hurðarkarminn þar sem ég mældi krakkana frá því að þau voru lítil, það er endalaust eitthvað sem maður man eftir.“ Hús fjölskyldunnar áður en náttúruhamfarirnar í Grindavík dundu yfir. Já.is/Skjáskot Fjölskyldan hefur síðan í desember dvalið í sumarbústað í eigu Eflingar í Reykholti í Bláskógarbyggð. Þar fá þau að vera þar til skólaárinu líkur en Hanna og Morten hafa fengið samþykkt tilboð í raðhús í Þorlákshöfn þar sem þau hyggjast hefja nýtt líf. Til að geta gengið frá kaupunum verða þau að nota brunabæturnar af húsinu í Grindavík og líka hluta af tryggingarfénu sem þau fengu fyrir innbúið. „Þetta er það sem við fengum fyrir að missa skuldlaust einbýlishús í Grindavík. Þetta er allt svo fáránlegt, það er búið að taka byggingarreitinn af, við getum ekki endurbyggt, en það er ekki tekið tillit til þess,“ segir Hanna. „Það eru allir rosa duglegir að segja við okkur að þetta séu fordómalausir tímar en samt er verið að fara eftir reglum sem gilda ekki um þessar aðstæður. Þeir fela sig á bakvið að „þetta séu reglurnar,“ en samt eru ekki til reglur um þetta. Samræðurnar sem ég hef átt við sumt fólkið eru algjörlega fáránlegar.“ Vilja ekki að þau taki til en ætlast á sama tíma til að lóðin sé hreinsuð Hanna og Morten ætla að freista þess að gera aðra tilraun til tiltektar á grunninum í Grindavík um næstu helgi. Hanna segir að skipulagsfulltrúi frá Grindavíkurbæ hafi haft samband og tjáð þeim að tæknilega séð ættu þau ekki að gera þetta því bærinn væri skilgreint hættusvæði. „Samt sem áður eru þeir í raun að þvinga okkur í þetta, því okkur vantar þennan pening og þeir eru ekki tilbúnir að gefa vilyrði fyrir því að við séum búin að semja þannig að við fáum peninginn. Þannig að sjálfsögðu er eina lausnin að við förum og klárum þetta.“ Í myndbandinu hér að neðan má sjá hús við Efrahóp í ljósum logum eftir að hafa orðið hraunflæði að bráð þann 14. janúar.
Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Horfði á framtíðarheimilið fuðra upp í beinni útsendingu Eigandi fyrsta hússins sem varð hrauninu að bráð í Grindavík í dag, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa upp á húsið sitt fuðra upp í beinni útsendingu. Hann hafði talið húsið vera á einum öruggasta staðnum í bænum. 14. janúar 2024 17:09 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Horfði á framtíðarheimilið fuðra upp í beinni útsendingu Eigandi fyrsta hússins sem varð hrauninu að bráð í Grindavík í dag, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa upp á húsið sitt fuðra upp í beinni útsendingu. Hann hafði talið húsið vera á einum öruggasta staðnum í bænum. 14. janúar 2024 17:09
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent