Byggjum borg tvö - Selfoss eða Akureyri fyrst? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar 4. mars 2024 18:01 Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn villhafa en hefur ekki. Og því sem hann ætti að hafa en hefur ekki. Norðlendingar, Akureyringar, vilja bera ábyrgð á nærumhverfi sínu í smáu sem stóru en hefur skort vald og umboð til þess. Framþróunin er hæg. Forsendur og tilgangur nægir ekki til að byggja Akureyrarborg. Framþróun hugmyndarinnar fellst í aðferðafræði sem dregur sjálfkrafa að sér fjármagn og fólk - vegna vöntunar á lausnum annars staðar, áður en öðrum dettur það sama í hug - til dæmis Selfyssingum. Aðferðin er að vera fyrst til að leysa stærsta vandamál samfélagsins - sem höfuðborgarsvæðinu hefur mistekist að leysa; byggja íbúðarhúsnæði. Hratt. Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE), í samstarfi við sérfræðinga að sunnan, ákvað árið 2019, að stíga fast og ákveðið til jarðar og framkvæmdi með sóma aðgerðina „rafmagn örugglega norður“ og naut áhrifa frá vegferð Samtaka Iðnaðarins sem var á sama tíma í sömu erindagjörðum. Hugmyndin að Akureyrarborg kviknar í þessu viðamikla verkefni hagsmunagæslu fyrir Norðurland. Seinna kom í ljós að sama hugmynd hafði verið kynnt árið 2012. Fáir hlustuðu þá. Sjálfboðavinnu sérfræðinga í hagsmunagæslu fyrir borgina í norðri lauk vorið 2023. Hvati þeirrar vinnu hefur þó aðeins styrkst enda enn meiri skortur á húsnæði og fyrirhyggju varðandi þarfir íbúanna í dag en fyrir nokkrum árum. AFE kynnti hugmyndina árið 2019 fyrir stjórnmálafólki, embættismönnum og öðrum sem hafa unnið hægt og sígandi með hugmyndina. Ný sóknarstefna fyrir landshlutann er í bígerð. Vonandi verður sóknin byggð á forsendum og tilgangi nýju borgarinnar eins og AFE taldi skynsamlegt á sínum tíma. Án stefnufestu er hætta á að lítið verði úr skattfé því sem úthlutað var í borgarverkefnið.Verkefnið hefur tekið of langan tíma sem kostar skattborgarinn peninga. Forseti bæjarstjórnar Akureyrar hefði getað stígið á pall árið 2019 eða 2012 og tilkynnt að bærinn væri borg. Þá hefðu fleiri hlustað og eitthvað gerst, og sérfræðingarnir að sunnan ekki þurft að vinna í sjálfboðavinnu í hagsmunagæslu fyrir borgina í norðri fram til 2023. Hvaða landshluti verður fyrstur til að byggja nægjanlegt íbúðarhúsnæði sem dregur til sín fjármagn og fólk? Verður það Akureyrarborg eða Selfossborg? Höfundur er formaður hugmyndarinnar um aðra borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Árborg Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn villhafa en hefur ekki. Og því sem hann ætti að hafa en hefur ekki. Norðlendingar, Akureyringar, vilja bera ábyrgð á nærumhverfi sínu í smáu sem stóru en hefur skort vald og umboð til þess. Framþróunin er hæg. Forsendur og tilgangur nægir ekki til að byggja Akureyrarborg. Framþróun hugmyndarinnar fellst í aðferðafræði sem dregur sjálfkrafa að sér fjármagn og fólk - vegna vöntunar á lausnum annars staðar, áður en öðrum dettur það sama í hug - til dæmis Selfyssingum. Aðferðin er að vera fyrst til að leysa stærsta vandamál samfélagsins - sem höfuðborgarsvæðinu hefur mistekist að leysa; byggja íbúðarhúsnæði. Hratt. Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE), í samstarfi við sérfræðinga að sunnan, ákvað árið 2019, að stíga fast og ákveðið til jarðar og framkvæmdi með sóma aðgerðina „rafmagn örugglega norður“ og naut áhrifa frá vegferð Samtaka Iðnaðarins sem var á sama tíma í sömu erindagjörðum. Hugmyndin að Akureyrarborg kviknar í þessu viðamikla verkefni hagsmunagæslu fyrir Norðurland. Seinna kom í ljós að sama hugmynd hafði verið kynnt árið 2012. Fáir hlustuðu þá. Sjálfboðavinnu sérfræðinga í hagsmunagæslu fyrir borgina í norðri lauk vorið 2023. Hvati þeirrar vinnu hefur þó aðeins styrkst enda enn meiri skortur á húsnæði og fyrirhyggju varðandi þarfir íbúanna í dag en fyrir nokkrum árum. AFE kynnti hugmyndina árið 2019 fyrir stjórnmálafólki, embættismönnum og öðrum sem hafa unnið hægt og sígandi með hugmyndina. Ný sóknarstefna fyrir landshlutann er í bígerð. Vonandi verður sóknin byggð á forsendum og tilgangi nýju borgarinnar eins og AFE taldi skynsamlegt á sínum tíma. Án stefnufestu er hætta á að lítið verði úr skattfé því sem úthlutað var í borgarverkefnið.Verkefnið hefur tekið of langan tíma sem kostar skattborgarinn peninga. Forseti bæjarstjórnar Akureyrar hefði getað stígið á pall árið 2019 eða 2012 og tilkynnt að bærinn væri borg. Þá hefðu fleiri hlustað og eitthvað gerst, og sérfræðingarnir að sunnan ekki þurft að vinna í sjálfboðavinnu í hagsmunagæslu fyrir borgina í norðri fram til 2023. Hvaða landshluti verður fyrstur til að byggja nægjanlegt íbúðarhúsnæði sem dregur til sín fjármagn og fólk? Verður það Akureyrarborg eða Selfossborg? Höfundur er formaður hugmyndarinnar um aðra borg.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar