Þjóðaröryggi raforkukerfisins Haraldur Þór Jónsson skrifar 6. mars 2024 09:30 Í gær var ársfundur Landsvirkjunar. Það er ánægjulegt að sjá orkufyrirtæki þjóðarinnar standa sterkum fótum og skila gríðarlegum ávinningi til ríkissjóðs á sama tíma og við búum við 100% endurnýjanlega raforku á Íslandi. Þetta er ekki sjálfsagt og starfsfólk Landsvirkjunar á hrós skilið fyrir vel unnin störf. Á þeim tímum sem við lifum í dag þar sem heimsfaraldur og stríð hafa breytt heiminum á örskömmum tíma minnir náttúran á sig með því að sýna kraftana í iðrum jarðar í hamförum á Reykjanesi, hamfarir sem hafa afhjúpað veikleika í því hvernig við nýtum orkuauðlindir á Íslandi. Við höfum orðið værukær, kerfið er fullnýtt og lítið svigrúm fyrir áföll. Það sem stendur upp úr ársfundi Landsvirkjunar er orðið þjóðaröryggi! Í ávarpi fjármála- og efnahagsráðherra sagði hún: Mikilvægt væri að hafa þann veruleika sem við erum að upplifa í dag í huga þegar við tökum ákvarðanir í okkar samfélagi, áhættustýring, þar á meðal í orkumálum er mikilvægari nú en hún hefur verið í marga áratugi. Allt þetta kallar á að við sem förum með ábyrgð tökum hana alvarlega. Nú þarf að hugsa lengra og vanda sig betur en nokkru sinni fyrr og við þurfum alltaf að hugsa, ekki bara það sem er best til skemmri tíma, heldur hvað er best fyrir Ísland. Mikilvægasta atriðið væri að leggja áherslu á og máta alla ákvörðun í raforkumálum við þjóðaröryggi, við verðum að vera undirbúin fyrir áföll og högg. Við þurfum að vera viss um það að við ráðum við slík áföll og högg. Forstjóri Landsvirkjunar fjallaði um að orkuöryggi og það væri einmitt orkuöryggi í nágrannalöndunum okkar sem trompaði allt, því um leið og rafmagnið er ekki til staðar þá stoppar allt. En þá verðum við að horfa til þess hvort að hljóð og mynd fari saman. Í dag eru skerðingar í gangi í raforkukerfinu og ítrekað hefur komið fram að rafmagn sé uppselt. Reglulega hefur verið í fréttum að raforkuöryggi almennings sé ógnað og kerfið sé uppselt. Fara þarf aukna orkuöflun og hefjast handa strax. Hér að neðan má sjá mynd sem sýnir megin flutningskerfi raforku á Íslandi og allar virkjanir sem eru yfir 10MW að stærð. Eins og sjá má á myndinni þá er raforkuframleiðsla landsins að mestu leyti á sex svæðum. Mesta raforkuframleiðsla fer fram á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og er þar í dag yfir 37% af allri raforkuframleiðslu Íslands og um 50% af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar. Á því svæði eru flestir virkjanakostir Landsvirkjunar í vatnsafli. Ef allir vatnsaflskostir væru nýttir á svæðinu ásamt því að farið yrði í aflaukningar á núverandi virkjunum væri hægt að koma uppsettu afli yfir 50% af raforkuframleiðslu Íslands og þá væri yfir 62% af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar á einu starfssvæði. Einhver myndi telja það ógn við þjóðaröryggi að svo hátt hlutfall raforkuframleiðslu Landsvirkjunar væri á einu virku eldstöðvasvæði, hvað þá þjóðarinnar. Ef við skiptum út kortinu af Íslandi fyrir korti af virkum eldfjallasvæðum á Íslandi eins og sjá má á myndinni hér að neðan, þá er það fyrsta sem manni kemur í huga, myndum við byggja upp raforkukerfi með þjóðaröryggi í huga þar sem 50% raforkuframleiðslunnar fer fram á sama svæðinu, sem er einmitt virkt eldfjallasvæði? Í dag er 94% raforkuframleiðslu Íslands á virkum eldfjallasvæðum. Einungis er svæðið í kringum Blönduvirkjun ekki á virku eldfjallasvæði. Við þurfum því að vera undirbúin undir það að eitt svæði getur dottið út án þess að kerfið fari á hliðina, því það mun gerast. Spurningin er bara hvenær það gerist og hvort við verðum undirbúin fyrir slíkt áfall. Þjórsár- og Tungnaársvæðið er hjartað í orkuframleiðslu og flutningi á Íslandi. Fjölmargir ónýttir vatnsaflskostir eru á svæðinu sem skynsamlegt er að nýta á komandi árum. En þegar kemur að vindorku, sem er óstaðbundinn virkjanakostur, þá er það ógn við þjóðaröryggi að staðsetja hana á sama stað og flest eggin eru í körfunni, á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Augljóst er að fara þarf í þjóðarátak í að tryggja nýja öfluga flutningslínu frá Grundartanga til Akureyrar. Þannig tengjum við saman uppistöðulónin þrjú. Svo þarf að hefja aukna orkuvinnslu á Norðurlandi, því þá gefst okkur tækifæri að auka öryggi kerfisins í heild. Tryggja þjóðaröryggi raforkukerfisins fyrir alla íbúa Íslands. Það eru fjórir virkjanakostir á borðinu hjá Landsvirkjun. Þrír af þessum fjórum virkjanakostum erum á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu þar sem mest raforka er framleidd í dag. Með þjóðaröryggi í huga getum við tekið ákvörðun um að byggja ekki Búrfellslund þar sem hann er ógn við þjóðaröryggi. Ef við hefðum haft þá vitneskju sem við höfum í dag fyrir 10 árum, þá hefði hugmyndin um Búrfellslund ekki orðið að veruleika. Nú leyfi ég mér að vitna aftur í fjármála- og efnahagsráðgjafa: „Nú þarf að hugsa lengra og vanda sig betur en nokkru sinni fyrr og við þurfum alltaf að hugsa, ekki bara það sem er best til skemmri tíma, heldur hvað er best fyrir Ísland.“ Ef við ætlum að hafa Þjóðaröryggi raforkukerfisins í forgrunni, ef við ætlum að hlusta á orð forstjóra Landvirkjunar um orkuöryggi sem trompar allt, þá verðum við að staldra við og þora að meta stöðuna uppá nýtt. Við eigum sannarlega að halda áfram að nýta staðbundna virkjanakosti í vatnsafli og jarðvarma. Við verðum að þora að taka ákvarðanir um að vindorka verði byggð upp með tilliti til þjóðaröryggis raforkukerfisins og staðsetja vindorkuver ekki á virkum eldfjallasvæðum né þar sem of hátt hlutfall raforkuframleiðslunnar fer fram. Það var mat verkefnastjórn rammaáætlunar að Búrfellslundur ætti að vera í biðflokki. Í júní 2022 breytti Alþingi þeirri ákvörðun með því að setja Búrfellslund í nýtingarflokk. Í dag má segja að sú ákvörðun hafi verið mistök og varði við orkuöryggi landsins og þjóðaröryggi til framtíðar. Hugsum til framtíðar, hvað er best fyrir Ísland! Nýtum vindorkuna, þriðju stoð raforkukerfisins, til að tryggja þjóðaröryggi raforkukerfisins til framtíðar með því að staðsetja vindorkuframleiðslu utan virkra eldstöðvakerfa og styrkja raforkukerfið í heild. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var ársfundur Landsvirkjunar. Það er ánægjulegt að sjá orkufyrirtæki þjóðarinnar standa sterkum fótum og skila gríðarlegum ávinningi til ríkissjóðs á sama tíma og við búum við 100% endurnýjanlega raforku á Íslandi. Þetta er ekki sjálfsagt og starfsfólk Landsvirkjunar á hrós skilið fyrir vel unnin störf. Á þeim tímum sem við lifum í dag þar sem heimsfaraldur og stríð hafa breytt heiminum á örskömmum tíma minnir náttúran á sig með því að sýna kraftana í iðrum jarðar í hamförum á Reykjanesi, hamfarir sem hafa afhjúpað veikleika í því hvernig við nýtum orkuauðlindir á Íslandi. Við höfum orðið værukær, kerfið er fullnýtt og lítið svigrúm fyrir áföll. Það sem stendur upp úr ársfundi Landsvirkjunar er orðið þjóðaröryggi! Í ávarpi fjármála- og efnahagsráðherra sagði hún: Mikilvægt væri að hafa þann veruleika sem við erum að upplifa í dag í huga þegar við tökum ákvarðanir í okkar samfélagi, áhættustýring, þar á meðal í orkumálum er mikilvægari nú en hún hefur verið í marga áratugi. Allt þetta kallar á að við sem förum með ábyrgð tökum hana alvarlega. Nú þarf að hugsa lengra og vanda sig betur en nokkru sinni fyrr og við þurfum alltaf að hugsa, ekki bara það sem er best til skemmri tíma, heldur hvað er best fyrir Ísland. Mikilvægasta atriðið væri að leggja áherslu á og máta alla ákvörðun í raforkumálum við þjóðaröryggi, við verðum að vera undirbúin fyrir áföll og högg. Við þurfum að vera viss um það að við ráðum við slík áföll og högg. Forstjóri Landsvirkjunar fjallaði um að orkuöryggi og það væri einmitt orkuöryggi í nágrannalöndunum okkar sem trompaði allt, því um leið og rafmagnið er ekki til staðar þá stoppar allt. En þá verðum við að horfa til þess hvort að hljóð og mynd fari saman. Í dag eru skerðingar í gangi í raforkukerfinu og ítrekað hefur komið fram að rafmagn sé uppselt. Reglulega hefur verið í fréttum að raforkuöryggi almennings sé ógnað og kerfið sé uppselt. Fara þarf aukna orkuöflun og hefjast handa strax. Hér að neðan má sjá mynd sem sýnir megin flutningskerfi raforku á Íslandi og allar virkjanir sem eru yfir 10MW að stærð. Eins og sjá má á myndinni þá er raforkuframleiðsla landsins að mestu leyti á sex svæðum. Mesta raforkuframleiðsla fer fram á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og er þar í dag yfir 37% af allri raforkuframleiðslu Íslands og um 50% af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar. Á því svæði eru flestir virkjanakostir Landsvirkjunar í vatnsafli. Ef allir vatnsaflskostir væru nýttir á svæðinu ásamt því að farið yrði í aflaukningar á núverandi virkjunum væri hægt að koma uppsettu afli yfir 50% af raforkuframleiðslu Íslands og þá væri yfir 62% af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar á einu starfssvæði. Einhver myndi telja það ógn við þjóðaröryggi að svo hátt hlutfall raforkuframleiðslu Landsvirkjunar væri á einu virku eldstöðvasvæði, hvað þá þjóðarinnar. Ef við skiptum út kortinu af Íslandi fyrir korti af virkum eldfjallasvæðum á Íslandi eins og sjá má á myndinni hér að neðan, þá er það fyrsta sem manni kemur í huga, myndum við byggja upp raforkukerfi með þjóðaröryggi í huga þar sem 50% raforkuframleiðslunnar fer fram á sama svæðinu, sem er einmitt virkt eldfjallasvæði? Í dag er 94% raforkuframleiðslu Íslands á virkum eldfjallasvæðum. Einungis er svæðið í kringum Blönduvirkjun ekki á virku eldfjallasvæði. Við þurfum því að vera undirbúin undir það að eitt svæði getur dottið út án þess að kerfið fari á hliðina, því það mun gerast. Spurningin er bara hvenær það gerist og hvort við verðum undirbúin fyrir slíkt áfall. Þjórsár- og Tungnaársvæðið er hjartað í orkuframleiðslu og flutningi á Íslandi. Fjölmargir ónýttir vatnsaflskostir eru á svæðinu sem skynsamlegt er að nýta á komandi árum. En þegar kemur að vindorku, sem er óstaðbundinn virkjanakostur, þá er það ógn við þjóðaröryggi að staðsetja hana á sama stað og flest eggin eru í körfunni, á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Augljóst er að fara þarf í þjóðarátak í að tryggja nýja öfluga flutningslínu frá Grundartanga til Akureyrar. Þannig tengjum við saman uppistöðulónin þrjú. Svo þarf að hefja aukna orkuvinnslu á Norðurlandi, því þá gefst okkur tækifæri að auka öryggi kerfisins í heild. Tryggja þjóðaröryggi raforkukerfisins fyrir alla íbúa Íslands. Það eru fjórir virkjanakostir á borðinu hjá Landsvirkjun. Þrír af þessum fjórum virkjanakostum erum á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu þar sem mest raforka er framleidd í dag. Með þjóðaröryggi í huga getum við tekið ákvörðun um að byggja ekki Búrfellslund þar sem hann er ógn við þjóðaröryggi. Ef við hefðum haft þá vitneskju sem við höfum í dag fyrir 10 árum, þá hefði hugmyndin um Búrfellslund ekki orðið að veruleika. Nú leyfi ég mér að vitna aftur í fjármála- og efnahagsráðgjafa: „Nú þarf að hugsa lengra og vanda sig betur en nokkru sinni fyrr og við þurfum alltaf að hugsa, ekki bara það sem er best til skemmri tíma, heldur hvað er best fyrir Ísland.“ Ef við ætlum að hafa Þjóðaröryggi raforkukerfisins í forgrunni, ef við ætlum að hlusta á orð forstjóra Landvirkjunar um orkuöryggi sem trompar allt, þá verðum við að staldra við og þora að meta stöðuna uppá nýtt. Við eigum sannarlega að halda áfram að nýta staðbundna virkjanakosti í vatnsafli og jarðvarma. Við verðum að þora að taka ákvarðanir um að vindorka verði byggð upp með tilliti til þjóðaröryggis raforkukerfisins og staðsetja vindorkuver ekki á virkum eldfjallasvæðum né þar sem of hátt hlutfall raforkuframleiðslunnar fer fram. Það var mat verkefnastjórn rammaáætlunar að Búrfellslundur ætti að vera í biðflokki. Í júní 2022 breytti Alþingi þeirri ákvörðun með því að setja Búrfellslund í nýtingarflokk. Í dag má segja að sú ákvörðun hafi verið mistök og varði við orkuöryggi landsins og þjóðaröryggi til framtíðar. Hugsum til framtíðar, hvað er best fyrir Ísland! Nýtum vindorkuna, þriðju stoð raforkukerfisins, til að tryggja þjóðaröryggi raforkukerfisins til framtíðar með því að staðsetja vindorkuframleiðslu utan virkra eldstöðvakerfa og styrkja raforkukerfið í heild. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun