Átta handteknir og tugir taldir þolendur mansals Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 6. mars 2024 11:23 Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir sex einstaklingum. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að aðgerðirnar í gær séu með þeim umfangsmestu sem ráðist hafi verið í hérlendis. Vísir/Arnar Lögreglan handtók átta einstaklinga í umfangsmiklum aðgerðum sínum í gær sem teygðu anga sína frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja, Suðurlands og Norðurlands. Meintir þolendur mansals telja nokkra tugi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í samtali við fréttastofu. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir sex þeirra í dag. Grímur segir mestmegnis um karlmenn að ræða en að minnsta kosti ein kona er þeirra á meðal. Fólkið er ekki tengt fjölskylduböndum en tengist í gegnum viðskipti og rekstur. Tugir mögulega þolendur mansals Að sögn Gríms var um gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir að ræða en það sem standi uppi séu grunur um mansal, smygl á fólki til landsins, peningaþvætti og brot á útlendingalögum. Grímur vildi ekki segja til um hversu mörg meint fórnarlömb mansals væru, en þau skiptu tugum. Rætt hefði verið við þau öll í gær. Ekki leikur grunur á að börn séu á meðal meintra þolenda, en barnavernd hafði aðkomu að aðgerðum í gær. Grímur segir að það hafi verið samkvæmt verklagi þar sem grunur lék á að börn væru á einhverjum af þeim heimilum þar sem farið var í húsleitir. „Síðan er það þannig að það er í þessu máli, grunur um að starfsfólk á veitingastöðum þar sem við fórum í húsleitir, sé fórnarlömb manssals. Það getur verið fjölskyldufólk, þannig að barnaverndarnefnd þarf að koma að slíkum málum þegar verið er að bjóða viðunandi úrræði fyrir möguleg fórnarlömb mansals.“ Aðspurður um hvar fólkið, meintir þolendur, sé niðurkomið núna, segir Grímur að enginn hafi þurft á húsnæðisaðstoð að halda en unnið sé að því að útvega því viðeigandi úrræði. Engin fíkniefni fundust Grímur segir að eitt sakarefnanna sem legið hafi fyrir áður en ráðist var til aðgerðanna í gær hafi verið um hvort fíkniefni væru á þeim stöðum eða einhverskonar framleiðsla. Hann segir þó engin fíkniefni hafa verið handlögð við húsleitirnar í gær. Aðspurður um hvort Davíð Viðarsson, sem meðal annars er eigandi Vy- þrifa og veitingastaðanna Wok-on og Pho Vietnam, sé á meðal þeirra handteknu, segist Grímur ekki muni gefa upp nöfn neinna einstaklinga. Mikilvægt sé að hafa í huga að engin hafi verið sakfelldur, aðeins sé um grun að ræða og rannsókn málsins sé á frumstigum. Þá segir Grímur að aðgerðirnar í gær séu með stærri lögregluaðgerðum sem ráðist hafi verið í hér á landi, en tekur fram að sérstakur saksóknari hafi farið í ámóta stóra rannsókn í kringum hrunmálin. Málin séu af svipaðri stærðargráðu. Undirbúningur aðgerðanna í gær hafi staðið yfir í langan tíma og rannsókn teygi sig nokkur ár aftur í tímann. Hátt í 100 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Lögreglumál Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42 Aðgerðum lauk í kringum miðnætti Umfangsmiklum lögregluaðgerðum vegna gruns um mansal, peningaþvætti, og skipulagða glæpastarsemi lauk um miðnætti. Úrræði sem grípa fórnarlömb meints mansals hafa verið virkjuð. 6. mars 2024 08:28 Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í samtali við fréttastofu. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir sex þeirra í dag. Grímur segir mestmegnis um karlmenn að ræða en að minnsta kosti ein kona er þeirra á meðal. Fólkið er ekki tengt fjölskylduböndum en tengist í gegnum viðskipti og rekstur. Tugir mögulega þolendur mansals Að sögn Gríms var um gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir að ræða en það sem standi uppi séu grunur um mansal, smygl á fólki til landsins, peningaþvætti og brot á útlendingalögum. Grímur vildi ekki segja til um hversu mörg meint fórnarlömb mansals væru, en þau skiptu tugum. Rætt hefði verið við þau öll í gær. Ekki leikur grunur á að börn séu á meðal meintra þolenda, en barnavernd hafði aðkomu að aðgerðum í gær. Grímur segir að það hafi verið samkvæmt verklagi þar sem grunur lék á að börn væru á einhverjum af þeim heimilum þar sem farið var í húsleitir. „Síðan er það þannig að það er í þessu máli, grunur um að starfsfólk á veitingastöðum þar sem við fórum í húsleitir, sé fórnarlömb manssals. Það getur verið fjölskyldufólk, þannig að barnaverndarnefnd þarf að koma að slíkum málum þegar verið er að bjóða viðunandi úrræði fyrir möguleg fórnarlömb mansals.“ Aðspurður um hvar fólkið, meintir þolendur, sé niðurkomið núna, segir Grímur að enginn hafi þurft á húsnæðisaðstoð að halda en unnið sé að því að útvega því viðeigandi úrræði. Engin fíkniefni fundust Grímur segir að eitt sakarefnanna sem legið hafi fyrir áður en ráðist var til aðgerðanna í gær hafi verið um hvort fíkniefni væru á þeim stöðum eða einhverskonar framleiðsla. Hann segir þó engin fíkniefni hafa verið handlögð við húsleitirnar í gær. Aðspurður um hvort Davíð Viðarsson, sem meðal annars er eigandi Vy- þrifa og veitingastaðanna Wok-on og Pho Vietnam, sé á meðal þeirra handteknu, segist Grímur ekki muni gefa upp nöfn neinna einstaklinga. Mikilvægt sé að hafa í huga að engin hafi verið sakfelldur, aðeins sé um grun að ræða og rannsókn málsins sé á frumstigum. Þá segir Grímur að aðgerðirnar í gær séu með stærri lögregluaðgerðum sem ráðist hafi verið í hér á landi, en tekur fram að sérstakur saksóknari hafi farið í ámóta stóra rannsókn í kringum hrunmálin. Málin séu af svipaðri stærðargráðu. Undirbúningur aðgerðanna í gær hafi staðið yfir í langan tíma og rannsókn teygi sig nokkur ár aftur í tímann. Hátt í 100 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Lögreglumál Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42 Aðgerðum lauk í kringum miðnætti Umfangsmiklum lögregluaðgerðum vegna gruns um mansal, peningaþvætti, og skipulagða glæpastarsemi lauk um miðnætti. Úrræði sem grípa fórnarlömb meints mansals hafa verið virkjuð. 6. mars 2024 08:28 Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42
Aðgerðum lauk í kringum miðnætti Umfangsmiklum lögregluaðgerðum vegna gruns um mansal, peningaþvætti, og skipulagða glæpastarsemi lauk um miðnætti. Úrræði sem grípa fórnarlömb meints mansals hafa verið virkjuð. 6. mars 2024 08:28
Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54