Sala á iPhone-símum hríðfellur í Kína Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. mars 2024 14:05 Sala á iPhone-símum hefur dregist saman í Kína. EPA Sala á iPhone-símum í Kína hefur dregist saman um 24 prósent fyrstu sex vikur ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Kína er einn stærsti markaður fyrirtækisins Apple sem framleiðir iPhone-símana. Á sama tímabili jókst salan þar í landi á símum kínverska fyrirtækisins Huawei um 64 prósent. Heilt yfir dróst sala á snjallsímum í Kína saman um sjö prósent á fyrstu sex vikum ársins, miðað við í fyrra. Þetta kemur fram á vef BBC, en ekki náðist í talsmenn Apple og Huawei við vinnslu fréttarinnar. Hart hefur verið í ári hjá Huawei síðastliðin ár, en fyrirtækið hefur sætt viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna sem hindra aðgang þeirra að tækjum og vörum sem notaðar eru í snjallsímagerð. Um er að ræða meðal annars örflögur sem símar þurfa fyrir 5G-samband. Þetta olli miklum vandræðum í rekstri þeirra þangað til nú í ágúst síðastliðnum þegar Mate 60-síminn þeirra fór á markað og rokseldist. Huawei sækir í sig veðrið Huawei og undirfyrirtæki þess, Honor, voru einu stóru símaframleiðendurnir sem juku sölu sína í Kína á fyrstu vikum ársins. Í skýrslunni kemur einnig fram að hlutdeild Apple á kínverska snjallsímamarkaðnum á síðasta ári hafi fallið úr nítján prósentum niður í 15,7 prósent. Apple fellur úr öðru sætinu niður í fjórða. Markaðshlutdeild Huawei jókst allverulega, fór úr 9,4 prósentum í 16,5 prósent, en þau sitja nú í öðru sæti. Vivo er ennþá með stærstu markaðshlutdeildina þrátt fyrir að sala þeirra hafi hrunið um 15 prósent á síðasta ári. Tekjur Apple minnka Minnkandi eftirspurn í Kína gæti haft áframhaldandi neikvæð áhrif á tekjur Apple í Kína, sem hafa ekki staðið undir væntingum síðastliðna mánuði. Síðustu þrjá mánuði ársins 2023 voru tekjurnar 20,82 milljarðar dollara, en voru árið áður 23,9 milljarðar. Hlutabréfaverð í Apple féll um 2,8 prósent á þriðjudaginn. Huawei Apple Kína Tengdar fréttir Apple sektað um 270 milljarða af ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Apple um tvo milljarða dala vegna einokunar. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir hafa beitt mætti þess til að kæfa samkeppni á sviði tónlistarstreymis. 4. mars 2024 17:01 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira
Á sama tímabili jókst salan þar í landi á símum kínverska fyrirtækisins Huawei um 64 prósent. Heilt yfir dróst sala á snjallsímum í Kína saman um sjö prósent á fyrstu sex vikum ársins, miðað við í fyrra. Þetta kemur fram á vef BBC, en ekki náðist í talsmenn Apple og Huawei við vinnslu fréttarinnar. Hart hefur verið í ári hjá Huawei síðastliðin ár, en fyrirtækið hefur sætt viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna sem hindra aðgang þeirra að tækjum og vörum sem notaðar eru í snjallsímagerð. Um er að ræða meðal annars örflögur sem símar þurfa fyrir 5G-samband. Þetta olli miklum vandræðum í rekstri þeirra þangað til nú í ágúst síðastliðnum þegar Mate 60-síminn þeirra fór á markað og rokseldist. Huawei sækir í sig veðrið Huawei og undirfyrirtæki þess, Honor, voru einu stóru símaframleiðendurnir sem juku sölu sína í Kína á fyrstu vikum ársins. Í skýrslunni kemur einnig fram að hlutdeild Apple á kínverska snjallsímamarkaðnum á síðasta ári hafi fallið úr nítján prósentum niður í 15,7 prósent. Apple fellur úr öðru sætinu niður í fjórða. Markaðshlutdeild Huawei jókst allverulega, fór úr 9,4 prósentum í 16,5 prósent, en þau sitja nú í öðru sæti. Vivo er ennþá með stærstu markaðshlutdeildina þrátt fyrir að sala þeirra hafi hrunið um 15 prósent á síðasta ári. Tekjur Apple minnka Minnkandi eftirspurn í Kína gæti haft áframhaldandi neikvæð áhrif á tekjur Apple í Kína, sem hafa ekki staðið undir væntingum síðastliðna mánuði. Síðustu þrjá mánuði ársins 2023 voru tekjurnar 20,82 milljarðar dollara, en voru árið áður 23,9 milljarðar. Hlutabréfaverð í Apple féll um 2,8 prósent á þriðjudaginn.
Huawei Apple Kína Tengdar fréttir Apple sektað um 270 milljarða af ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Apple um tvo milljarða dala vegna einokunar. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir hafa beitt mætti þess til að kæfa samkeppni á sviði tónlistarstreymis. 4. mars 2024 17:01 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira
Apple sektað um 270 milljarða af ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Apple um tvo milljarða dala vegna einokunar. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir hafa beitt mætti þess til að kæfa samkeppni á sviði tónlistarstreymis. 4. mars 2024 17:01
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent