Höfðu haft grun um ólögmæta starfsemi í nokkur ár Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. mars 2024 16:01 „Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár,“ segir Grímur Grímsson. Vísir/Vilhelm Nokkur ár eru síðan athygli lögreglu var vakin á meintu mansali og annarri ólögmætri starfsemi víetnamska athafnamannsins Davíðs Viðarssonar. Börn voru á heimilum bæði brotaþola og grunaðra í málinu. „Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár,“ segir Grímur Grímsson. Sex manns, þrír karlmenn og þrjár konur hafa verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í kjölfar umfangsmikilla aðgerða sem lögregla réðst í í gær. Tilefni aðgerðarinnar var rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipulagða brotastarfsemi. Grímur segir að nú taki við hefðbundin framhaldsrannsókn við yfirheyrslur og úrvinnslu þeirra gagna sem hald var lagt á í gær. „Það var farið fram á vikulangt gæsluvarðhald svo það þarf að vinna hratt í þessari viku.“ Farið var í tuttugu og fimm húsleitir, þar af flestar á höfuðborgarsvæðinu. Húsleitirnar fóru fram á veitingastöðum, heimilum og í gistiheimilinu Kastalanum. Grímur segir að hald hafi verið lagt á talsvert af gögnum og eitthvað af fjármunum en vill ekki gefa upp hversu mikið. Þá sé til skoðunar hvort og þá hvaða eignir verði frystar. Börn á heimilum grunaðra og sem og brotaþola Grunur leikur á að um mansal sé að ræða, og hefur Grímur sagt meinta þolendur þess meðal annars vera starfsfólk veitingastaða. Hann vill ekki gefa upp hversu mörg möguleg fórnarlömbin séu. „Við höfum ekki gefið upp nákvæma tölu en þetta voru nokkrir tugir starfsamanna, þar að segja svokallað vinnumansal. En svo það sé skýrt þá var ekki um að ræða barn sem grunur væri á að verið væri að nýta í þessu skyni, en hinsvegar voru börn á heimilum bæði brotaþola og grunaðra í málinu.“ Það er þá spurning um með hvaða hætti hagnýtingin hafi verið og þá hvort hún hafi verið ólögmæt. Grímur segir ákvæði hegningarlaga um mansal alveg skýrt. „Það eru ákveðnir þættir sem þarf að uppfylla. Mansal, smygl á fólki, og einhver hagnýting og undirboð á vinnumarkaði, þetta er allt nátengt. Það er ekki hægt að segja nákvæmlega á þessu stigi hvort og þá hvað var um að ræða. En okkur grunar og hafa borist upplýsingar um að fólk hafi ekki notið þeirra kjara sem því ber við störf á Íslandi.“ Þá séu ýmis úrræði til staðar fyrir fólk sem grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals. „Í tilvikunum í gær var það ekki þannig að það fólk færi í húsnæði á vegum sveitafélaga, en sveitafélögin bera ábyrgð á því ef til þess kemur. En það voru starfsmenn Reykjavíkurborgar og starfsenn stofnanna og félagasamtaka sem komu að þessu með okkur og hafa ákveðið hlutverk þegar grunur er um mansal. En sú vinna er í gangi að viðkomandi geti fengið dvalarleyfi á grundvelli þess að hann sé hugsanlega fórnarlamb mansals.“ Um er að ræða fólk frá Víetnam. „Hvort tveggja er þetta fólk sem er íslenskir ríkisborgarar en eiga uppruna frá Víetnam, það eru þeir sem eru grunaðir í málinu, en þeir sem grunur leikur á að kunni að vera brotaþolar mansals, það er fólk frá Víetnam.“ Þá segir Grímur að nokkur ár séu liðin frá því að athygli lögreglunnar var fyrst vakin á starfseminni. „Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár.“ Lögreglumál Mansal Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
„Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár,“ segir Grímur Grímsson. Sex manns, þrír karlmenn og þrjár konur hafa verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í kjölfar umfangsmikilla aðgerða sem lögregla réðst í í gær. Tilefni aðgerðarinnar var rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipulagða brotastarfsemi. Grímur segir að nú taki við hefðbundin framhaldsrannsókn við yfirheyrslur og úrvinnslu þeirra gagna sem hald var lagt á í gær. „Það var farið fram á vikulangt gæsluvarðhald svo það þarf að vinna hratt í þessari viku.“ Farið var í tuttugu og fimm húsleitir, þar af flestar á höfuðborgarsvæðinu. Húsleitirnar fóru fram á veitingastöðum, heimilum og í gistiheimilinu Kastalanum. Grímur segir að hald hafi verið lagt á talsvert af gögnum og eitthvað af fjármunum en vill ekki gefa upp hversu mikið. Þá sé til skoðunar hvort og þá hvaða eignir verði frystar. Börn á heimilum grunaðra og sem og brotaþola Grunur leikur á að um mansal sé að ræða, og hefur Grímur sagt meinta þolendur þess meðal annars vera starfsfólk veitingastaða. Hann vill ekki gefa upp hversu mörg möguleg fórnarlömbin séu. „Við höfum ekki gefið upp nákvæma tölu en þetta voru nokkrir tugir starfsamanna, þar að segja svokallað vinnumansal. En svo það sé skýrt þá var ekki um að ræða barn sem grunur væri á að verið væri að nýta í þessu skyni, en hinsvegar voru börn á heimilum bæði brotaþola og grunaðra í málinu.“ Það er þá spurning um með hvaða hætti hagnýtingin hafi verið og þá hvort hún hafi verið ólögmæt. Grímur segir ákvæði hegningarlaga um mansal alveg skýrt. „Það eru ákveðnir þættir sem þarf að uppfylla. Mansal, smygl á fólki, og einhver hagnýting og undirboð á vinnumarkaði, þetta er allt nátengt. Það er ekki hægt að segja nákvæmlega á þessu stigi hvort og þá hvað var um að ræða. En okkur grunar og hafa borist upplýsingar um að fólk hafi ekki notið þeirra kjara sem því ber við störf á Íslandi.“ Þá séu ýmis úrræði til staðar fyrir fólk sem grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals. „Í tilvikunum í gær var það ekki þannig að það fólk færi í húsnæði á vegum sveitafélaga, en sveitafélögin bera ábyrgð á því ef til þess kemur. En það voru starfsmenn Reykjavíkurborgar og starfsenn stofnanna og félagasamtaka sem komu að þessu með okkur og hafa ákveðið hlutverk þegar grunur er um mansal. En sú vinna er í gangi að viðkomandi geti fengið dvalarleyfi á grundvelli þess að hann sé hugsanlega fórnarlamb mansals.“ Um er að ræða fólk frá Víetnam. „Hvort tveggja er þetta fólk sem er íslenskir ríkisborgarar en eiga uppruna frá Víetnam, það eru þeir sem eru grunaðir í málinu, en þeir sem grunur leikur á að kunni að vera brotaþolar mansals, það er fólk frá Víetnam.“ Þá segir Grímur að nokkur ár séu liðin frá því að athygli lögreglunnar var fyrst vakin á starfseminni. „Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár.“
Lögreglumál Mansal Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28