Æfingar stóðu yfir í Nýju-Mexíkó þegar skotið hljóp úr byssu leikarans og hæfði Hutchins, 42 ára.
Leikstjórinn Joel Souza særðist.
Kviðdómur í Nýju-Mexíkó komast að þeirri niðurstöðu að Gutierrez-Reed, sem bar ábyrgð á að tryggja að öll vopn sem notuð voru við tökur væru örugg, hefði gerst sek um manndráp af gáleysi en saksóknarar héldu því fram að hún hefði hlaðið skotvopnið með að minnsta kosti einni alvöru byssukúlu.
Gutierrez-Reed hefði þannig sýnt af sér hugsunar- og kæruleysi en þetta hefði ekki verið eina uppákoman sem átti sér stað við tökur þar sem öryggi var ábótavant.
Lögmaður Gutierrez-Reed segir að niðurstöðunni verði áfrýjað en að óbreytt á hún yfir höfði sér allt að átján mánaða fangelsi og allt að 5.000 dala sekt.
Gutiereez-Reed segist hafa verið gerð að blóraböggli fyrir mistök Baldwin, sem hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Hann er sakaður um að hafa valdið dauða Hutchins með því að hafa sýnt af sér algjört sinnuleysi.
Baldwin segist sömuleiðis saklaus en réttað verður yfir honum í sumar.