Ráðast ekki í frekari aðgerðir vegna Davíðs enn sem komið er Bjarki Sigurðsson skrifar 7. mars 2024 12:18 Davíð Viðarsson er einn þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Mál athafnamannsins Davíðs Viðarssonar og fimm annarra sem eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um peningaþvætti, mansal og skipulagða glæpastarfsemi er nú til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Ekki verður ráðist í frekari aðgerðir vegna málsins sem stendur. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, í stuttu samtali við fréttastofu. Hann vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið. Davíð er eigandi átta fyrirtækja og í gegnum þessi fyrirtæki sér hann um rekstur fimm veitingastaða Pho Vietnam, níu veitingastaða Wokon, svo í það minnsta tveggja gistiheimila, Kastali Guesthouse og Reykjavík Downtown Hotel. Davíð er ættaður frá Víetnam líkt og allir þeir sem eru í gæsluvarðhaldi. Aðgerðirnar voru afar umsvifamiklar og náðu til nokkurra landshluta. Um áttatíu einstaklingar komu að aðgerðunum frá hinum ýmsu stofnunum, til að mynda Tollgæslunni, Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun, ASÍ, velferðarsviði Reykjavíkurborgar, barnaverndaryfirvöldum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, félagsþjónustunni í Kópavogi og Hafnarfirði, heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Bjarkarhlíð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að Davíð hafi aðstoðað fólk við að koma hingað til lands frá Víetnam með sérfræðingaleyfum frá Vinnumálastofnun. Fólkið greiddi Davíð háar upphæðir fyrir aðstoðina, allt að átta milljónir króna. Fjöldi meintra fórnarlamba hleypur á tugum og á málið sér nokkra ára sögu. Lögreglan hafði verið með starfsemi Davíðs og hans fyrirtækja til skoðunar í nokkur ár. Þá var lagt hald á fjármuni við húsleit á mörgum stöðum í gær og í skoðun er að frysta eignir. Upphaflega kom fram í þessari frétt að Davíð sæi enn um rekstur Vietnam Market en það er ekki rétt og hefur það verið leiðrétt. Mál Davíðs Viðarssonar Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Lögreglumál Tengdar fréttir Höfðu haft grun um ólögmæta starfsemi í nokkur ár Nokkur ár eru síðan athygli lögreglu var vakin á meintu mansali og annarri ólögmætri starfsemi víetnamska athafnamannsins Davíðs Viðarssonar. Börn voru á heimilum bæði brotaþola og grunaðra í málinu. 6. mars 2024 16:01 Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42 Þrír karlar og þrjár konur í vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir þremur körlum og þremur konum í tengslum við umfangsmiklar lögregluaðgerðir í gær. Ekki hefur fengist staðfest hvort Davíð Viðarsson, eigandi fjölda fyrirtækja sem lokað var í gær, sé meðal þeirra. 6. mars 2024 12:05 Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. 6. mars 2024 15:56 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, í stuttu samtali við fréttastofu. Hann vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið. Davíð er eigandi átta fyrirtækja og í gegnum þessi fyrirtæki sér hann um rekstur fimm veitingastaða Pho Vietnam, níu veitingastaða Wokon, svo í það minnsta tveggja gistiheimila, Kastali Guesthouse og Reykjavík Downtown Hotel. Davíð er ættaður frá Víetnam líkt og allir þeir sem eru í gæsluvarðhaldi. Aðgerðirnar voru afar umsvifamiklar og náðu til nokkurra landshluta. Um áttatíu einstaklingar komu að aðgerðunum frá hinum ýmsu stofnunum, til að mynda Tollgæslunni, Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun, ASÍ, velferðarsviði Reykjavíkurborgar, barnaverndaryfirvöldum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, félagsþjónustunni í Kópavogi og Hafnarfirði, heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Bjarkarhlíð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að Davíð hafi aðstoðað fólk við að koma hingað til lands frá Víetnam með sérfræðingaleyfum frá Vinnumálastofnun. Fólkið greiddi Davíð háar upphæðir fyrir aðstoðina, allt að átta milljónir króna. Fjöldi meintra fórnarlamba hleypur á tugum og á málið sér nokkra ára sögu. Lögreglan hafði verið með starfsemi Davíðs og hans fyrirtækja til skoðunar í nokkur ár. Þá var lagt hald á fjármuni við húsleit á mörgum stöðum í gær og í skoðun er að frysta eignir. Upphaflega kom fram í þessari frétt að Davíð sæi enn um rekstur Vietnam Market en það er ekki rétt og hefur það verið leiðrétt.
Mál Davíðs Viðarssonar Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Lögreglumál Tengdar fréttir Höfðu haft grun um ólögmæta starfsemi í nokkur ár Nokkur ár eru síðan athygli lögreglu var vakin á meintu mansali og annarri ólögmætri starfsemi víetnamska athafnamannsins Davíðs Viðarssonar. Börn voru á heimilum bæði brotaþola og grunaðra í málinu. 6. mars 2024 16:01 Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42 Þrír karlar og þrjár konur í vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir þremur körlum og þremur konum í tengslum við umfangsmiklar lögregluaðgerðir í gær. Ekki hefur fengist staðfest hvort Davíð Viðarsson, eigandi fjölda fyrirtækja sem lokað var í gær, sé meðal þeirra. 6. mars 2024 12:05 Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. 6. mars 2024 15:56 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Höfðu haft grun um ólögmæta starfsemi í nokkur ár Nokkur ár eru síðan athygli lögreglu var vakin á meintu mansali og annarri ólögmætri starfsemi víetnamska athafnamannsins Davíðs Viðarssonar. Börn voru á heimilum bæði brotaþola og grunaðra í málinu. 6. mars 2024 16:01
Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42
Þrír karlar og þrjár konur í vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir þremur körlum og þremur konum í tengslum við umfangsmiklar lögregluaðgerðir í gær. Ekki hefur fengist staðfest hvort Davíð Viðarsson, eigandi fjölda fyrirtækja sem lokað var í gær, sé meðal þeirra. 6. mars 2024 12:05
Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. 6. mars 2024 15:56