„Verður ekki aftur snúið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. mars 2024 23:30 Jón Arnór Stefánsson þekkir vel þörfina fyrir nýja þjóðarhöll. vísir/Arnar Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið. Fjölmennt var í Laugardalshöll í dag er tilkynnt var um að auglýsing um útboð hefði verið send út um gjörvallt EES-svæðið. Jón Arnór Stefánsson var á meðal þeirra sem tók til máls en hann er formaður Þjóðarhallar ehf. Hann einn besti körfuboltamaður í sögu þjóðar og þekkja fáir betur en hann þörfina á nýrri höll. „Eins mikið og okkur þykir auðvitað vænt um þessa Laugardalshöll, þetta glæsilega mannvirki, sem hefur þjónað þjóðinni vel þá uppfyllir hún engan veginn kröfur sem eru gerðar í alþjóðakeppni,“ „Við eigum það skilið, afreksíþróttafólkið okkar og landsliðin, að spila sína heimaleiki hér á Íslandi. Ég held það hafi enginn áhuga á því að sækja heimaleiki Íslands eitthvað annað,“ segir Jón Arnór og bætir við: „Þetta er mjög brýnt og mikilvægt verkefni.“ En hvaða þýðingu hefur skrefið sem tekið var í dag? „Þetta eru risastór tímamót vegna þess að það er búið auglýsa forval fyrir samkeppnisútboð. Þá er þetta ferli farið af stað og verður ekki aftur snúið. Þetta eru ákveðin tímamót. Það er eitthvað gerast í þessu verkefni, sem hefur verið stopp svolítið lengi, það er ástæðan fyrir því að maður tekur svoleiðis til orða,“ segir Jón Arnór. Ásmundur Einar Daðason er staðráðinn í að sjá nýja þjóðarhöll byrja að rísa á næsta ári, og að allt verði klárt fyrir HM í handbolta 2029 eða 2031.vísir/Einar Mennta- og barnamálaráðherra segir að stefnt sé að því að ná samkomulagi við endanlegan hönnunar- og framkvæmdaraðila í lok árs. „Nú er auglýst þetta forval og svo er gert ráð fyrir því að í sumar séu valin teymin sem munu taka þátt í því að skila inn tillögu um hönnun þessa mannvirkis og gera tilboð í það. Í byrjun nýs árs verði valinn og gengið frá samningum við aðila um þetta. Þá geti framkvæmd hafist á því ári. Þetta eru mikil tímamót,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála. Fjármálaráðherra mætti og sýndi stuðning Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra, var ekki á meðal auglýstra framsögumanna í boði á blaðamannafundinn en hún var mætt á svæðið og tók til máls. Hún lýsti formlega yfir stuðningi ráðuneytisins við verkefnið. Slík yfirlýsing hefur ekki komið úr fjármálaráðuneytinu í ferlinu sem stendur yfir. En hvenær verður svo fyrsta skóflustungan? „Við erum að stefna að því að skóflustungan verði árið 2025. Auðvitað gætu aðstæður komið upp sem eru óviðráðanlegar þannig að þetta muni eitthvað teygjast. En við erum að setja stefnuna á verklok í lok árs 2027 eða ársbyrjun 2028,“ segir Jón Arnór. Körfubolti Handbolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Fjölmennt var í Laugardalshöll í dag er tilkynnt var um að auglýsing um útboð hefði verið send út um gjörvallt EES-svæðið. Jón Arnór Stefánsson var á meðal þeirra sem tók til máls en hann er formaður Þjóðarhallar ehf. Hann einn besti körfuboltamaður í sögu þjóðar og þekkja fáir betur en hann þörfina á nýrri höll. „Eins mikið og okkur þykir auðvitað vænt um þessa Laugardalshöll, þetta glæsilega mannvirki, sem hefur þjónað þjóðinni vel þá uppfyllir hún engan veginn kröfur sem eru gerðar í alþjóðakeppni,“ „Við eigum það skilið, afreksíþróttafólkið okkar og landsliðin, að spila sína heimaleiki hér á Íslandi. Ég held það hafi enginn áhuga á því að sækja heimaleiki Íslands eitthvað annað,“ segir Jón Arnór og bætir við: „Þetta er mjög brýnt og mikilvægt verkefni.“ En hvaða þýðingu hefur skrefið sem tekið var í dag? „Þetta eru risastór tímamót vegna þess að það er búið auglýsa forval fyrir samkeppnisútboð. Þá er þetta ferli farið af stað og verður ekki aftur snúið. Þetta eru ákveðin tímamót. Það er eitthvað gerast í þessu verkefni, sem hefur verið stopp svolítið lengi, það er ástæðan fyrir því að maður tekur svoleiðis til orða,“ segir Jón Arnór. Ásmundur Einar Daðason er staðráðinn í að sjá nýja þjóðarhöll byrja að rísa á næsta ári, og að allt verði klárt fyrir HM í handbolta 2029 eða 2031.vísir/Einar Mennta- og barnamálaráðherra segir að stefnt sé að því að ná samkomulagi við endanlegan hönnunar- og framkvæmdaraðila í lok árs. „Nú er auglýst þetta forval og svo er gert ráð fyrir því að í sumar séu valin teymin sem munu taka þátt í því að skila inn tillögu um hönnun þessa mannvirkis og gera tilboð í það. Í byrjun nýs árs verði valinn og gengið frá samningum við aðila um þetta. Þá geti framkvæmd hafist á því ári. Þetta eru mikil tímamót,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála. Fjármálaráðherra mætti og sýndi stuðning Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra, var ekki á meðal auglýstra framsögumanna í boði á blaðamannafundinn en hún var mætt á svæðið og tók til máls. Hún lýsti formlega yfir stuðningi ráðuneytisins við verkefnið. Slík yfirlýsing hefur ekki komið úr fjármálaráðuneytinu í ferlinu sem stendur yfir. En hvenær verður svo fyrsta skóflustungan? „Við erum að stefna að því að skóflustungan verði árið 2025. Auðvitað gætu aðstæður komið upp sem eru óviðráðanlegar þannig að þetta muni eitthvað teygjast. En við erum að setja stefnuna á verklok í lok árs 2027 eða ársbyrjun 2028,“ segir Jón Arnór.
Körfubolti Handbolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira