Stærstu stundirnar á Óskarnum: Grínuðust með Barbenheimer og John Cena mætti nakinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. mars 2024 08:41 Jimmy Kimmel aðstoðaði John Cena við að tilkynna sigurvegarann í flokki búningahönnuða. Rich Polk/Getty Images Óskarsverðlaunahátíðin fór fram með pompi og prakt í Los Angeles borg í gær. Líkt og fyrri ár voru þar nokkrar stundir sem slógu í gegn og vöktu meiri athygli en aðrar. Stórmyndin Oppenheimer varð hlutskörpust en samantekt um helstu verðlaunahafa má sjá hér. Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel var kynnir í ár og gerði stólpagrín að ýmsum. Meðal annars Robert Downey Jr. sem hann aus reyndar lofi á sama tíma. Þá gerði kynnirinn grín að nektaratriðum í kvikmyndinni Poor Things, að því er virtist aðalleikonunni Emmu Stone til lítillar gleði. Emma Stone's reaction to Jimmy Kimmel's joke about poor things.. oh YEAH pic.twitter.com/LlIKvGr4H2— best of emma stone (@badpostestone) March 10, 2024 Paul Giamatti sem fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Holdovers táraðist þegar fyrstu verðlaun kvöldsins voru afhent. Þar hlaut meðleikkona hans í myndinni, Da’Vine Joy Randolph styttuna fyrir besta aukahlutverkið. Paul Giamatti is brought to tears by Da Vine Joy Randolph s #Oscar win. pic.twitter.com/ZqElHZfitG— Film Updates (@FilmUpdates) March 10, 2024 Þegar komið var að því að kynna verðlaunin fyrir bestu búningana, förðun og hár mætti bandaríski leikarinn John Cena óvænt á svið, en Jimmy Kimmel hafði áður rifjað það upp þegar óvæntur gestur hljóð nakinn yfir Óskarsverðlaunasviðið árið 1974. John Cena, sem leikið hefur í myndum líkt og Argylle, The Suicide Squad og Barbie, var einmitt nakinn og með ekkert nema verðlaunaskiltið til varnar hinu helgasta. We're seein' a lot of John Cena tonight! #Oscars#Oscars2024https://t.co/X7unxQW0XY pic.twitter.com/X6BkkR040C— ABC News (@ABC) March 11, 2024 Þá mættu leikararnir Emily Blunt og Ryan Gosling saman á svið til að afhenda verðlaunin fyrir besta áhættuleik. Þau fóru einmitt með aukahlutverk í stærstu myndum síðasta árs, Oppenheimer og Barbie. Þar grínuðust þau með meintan ríg milli leikara myndanna. „Ég er fegin að við getum sleppt þessum ríg,“ sagði Emily Blunt í gríni. „Þó svo að eftir þessa verðlaunatíð þá sé það í rauninni enginn rígur,“ sagði hún jafnframt og vísaði til þess að Oppenheimer hefur sópað til sín verðlaunum á meðan þau hafa verið aðeins færri hjá Barbie. #Oppenheimer star Emily Blunt and #Barbie star Ryan Gosling give digs at each other about #Barbenheimer at the 2024 #Oscars pic.twitter.com/iaGqlGcfOL— The Hollywood Reporter (@THR) March 11, 2024 Þá mættu Danny DeVito og Arnold Schwarzenegger saman á svið til að afhenda verðlaunin fyrir bestu tæknibrellurnar. Þau verðlaun fóru til framleiðenda japönsku kvikmyndarinnar Godzilla Minus One. Teymi myndarinnar mætti með Godzilla dúkkur upp á svið og voru öll í samrýmdum skóm. The GODZILLA MINUS ONE team are wearing Godzilla-themed shoes for today s #Oscar red carpet. pic.twitter.com/ou4XUCAtET— DiscussingFilm (@DiscussingFilm) March 10, 2024 Stjörnum prýdd Barbie tónlistaratriði Barbie myndin hlaut ein verðlaun í nótt. Þau hlaut tónlistarkonan Billie Eilish fyrir besta frumsamda lagið fyrir lagið What Was I Made For. Tónlist úr myndinni átti hreinlega Óskarsverðlaunasviðið. Ryan Gosling sló í gegn þar sem hann flutti lagið I'm Just Ken úr myndinni. Á sviðið með honum voru meða lannars Slash úr Guns N' Roses og þá kom hann meðleikurunum í Margot Robbie og Simu Liu á óvart. Þá virtist hluti úr tónlistaratriðinu vera virðingarvottur við lagið Diamonds Are a Girl's Best Friend sem Marilyn Monroe söng í kvikmyndinni Gentlemen Prefer Blondes frá 1953. Ryan Gosling and the cast of "Barbie" perform "I'm Just Ken" at the #Oscars. https://t.co/UNgGySGz3r pic.twitter.com/00hd0Jw8cy— Variety (@Variety) March 11, 2024 Vandræði með kjólinn Það vakti mikla athygli í nótt þegar Emma Stone lenti í vandræðum með kjólinn sinn þar sem hún var á leið upp á svið að taka við verðlaunum fyrir besta hlutverk í Poor Things. "My dress is broken. I'm pretty sure it happened during 'I'm Just Ken.'"Emma Stone has a hilarious start to her Oscars acceptance speech for Best Actress for "Poor Things."#Oscars#Oscars2024https://t.co/X7unxQW0XY pic.twitter.com/pynAPcDeUL— ABC News (@ABC) March 11, 2024 Leikkonan gladdist einmitt mjög þegar tilkynnt var að Nadia Stacey hafi hlotið verðlaun fyrir búningahönnun í Poor Things. Myndband af viðbrögðum leikkonunnar hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Everyone wake up there s a new Emma Stone reaction clip #Oscars pic.twitter.com/yEamS0eeW4— Shannon Burns (@itsshannonburns) March 11, 2024 Þá mætti hundurinn Messi á hátíðina. Sá fór einmitt með stórt hlutverk í kvikmyndinni Anatomy of a Fall og hlaut hann sérstakt lof fyrir hlutverkið af kynninum Jimmy Kimmel. Svo virðist vera sem Messi sé ekki mikill aðdáandi Matt Damon en Variety birti myndband af honum þar sem hann virtist pissa á Hollywood stjörnu leikarans. "Anatomy of a Fall" star Messi appears to pee on Matt Damon's star on the Hollywood Walk of Fame. https://t.co/UNgGySGz3r pic.twitter.com/yMXgsvpiip— Variety (@Variety) March 11, 2024 Erlendir miðlar hafa svo sérstaklega getið þess að bandaríski stórleikarinn Al Pacino hafi virst hafa átt í stökustu vandræðum með að afhenda verðlaunin fyrir bestu myndina. Hann las sigurvegarann, Oppenheimer, upp með miklum semingi svo athygli vakti. „Besta myndin....uh, ég þarf að kíkja í umslagið. Og ég ætla að gera það. Hér er það. Og augun mín sjá....Oppenheimer?“ sagði leikarinn með þannig efasemdarröddu að heyra hefði mátt saumnál detta í salnum á meðan. „Já já!“ sagði hann svo við salinn sem gat andað léttar. Al Pacino caused a bit of confusion announcing the award for best picture, the biggest prize of the night, when he called out Oppenheimer's name - without announcing the 10 nominees first.https://t.co/VRlNGxL07n pic.twitter.com/h14QbNu8ME— Sky News (@SkyNews) March 11, 2024 Breski miðillinn The Guardian tók jafnframt saman stærstu stundirnar á Óskarnum. Að neðan má svo sjá samantekt yfir best klæddur stjörnurnar á Óskarnum. Steinaðir kjólar voru afar vinsælir. Óskarsverðlaunin Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Grín og gaman Tengdar fréttir Oppenheimer hlutskörpust á Óskarsverðlaunahátíðinni Oppenheimer var sigurvegari kvöldsins á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær en myndin hreppti samtals sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu mynd, besta leikstjóra og besta karlleikara í aðalhlutverki. 11. mars 2024 06:07 Best klæddu stjörnurnar á Óskarnum Stærstu stjörnur heimsins skína skært í hátískuhönnun á rauða dreglinum í kvöld í tilefni af Óskarsverðlaunahátíðinni. Hátíðin fer nú fram í 96. skipti og er haldin í Dolby leikhúsinu í Hollywood. 10. mars 2024 23:22 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Stórmyndin Oppenheimer varð hlutskörpust en samantekt um helstu verðlaunahafa má sjá hér. Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel var kynnir í ár og gerði stólpagrín að ýmsum. Meðal annars Robert Downey Jr. sem hann aus reyndar lofi á sama tíma. Þá gerði kynnirinn grín að nektaratriðum í kvikmyndinni Poor Things, að því er virtist aðalleikonunni Emmu Stone til lítillar gleði. Emma Stone's reaction to Jimmy Kimmel's joke about poor things.. oh YEAH pic.twitter.com/LlIKvGr4H2— best of emma stone (@badpostestone) March 10, 2024 Paul Giamatti sem fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Holdovers táraðist þegar fyrstu verðlaun kvöldsins voru afhent. Þar hlaut meðleikkona hans í myndinni, Da’Vine Joy Randolph styttuna fyrir besta aukahlutverkið. Paul Giamatti is brought to tears by Da Vine Joy Randolph s #Oscar win. pic.twitter.com/ZqElHZfitG— Film Updates (@FilmUpdates) March 10, 2024 Þegar komið var að því að kynna verðlaunin fyrir bestu búningana, förðun og hár mætti bandaríski leikarinn John Cena óvænt á svið, en Jimmy Kimmel hafði áður rifjað það upp þegar óvæntur gestur hljóð nakinn yfir Óskarsverðlaunasviðið árið 1974. John Cena, sem leikið hefur í myndum líkt og Argylle, The Suicide Squad og Barbie, var einmitt nakinn og með ekkert nema verðlaunaskiltið til varnar hinu helgasta. We're seein' a lot of John Cena tonight! #Oscars#Oscars2024https://t.co/X7unxQW0XY pic.twitter.com/X6BkkR040C— ABC News (@ABC) March 11, 2024 Þá mættu leikararnir Emily Blunt og Ryan Gosling saman á svið til að afhenda verðlaunin fyrir besta áhættuleik. Þau fóru einmitt með aukahlutverk í stærstu myndum síðasta árs, Oppenheimer og Barbie. Þar grínuðust þau með meintan ríg milli leikara myndanna. „Ég er fegin að við getum sleppt þessum ríg,“ sagði Emily Blunt í gríni. „Þó svo að eftir þessa verðlaunatíð þá sé það í rauninni enginn rígur,“ sagði hún jafnframt og vísaði til þess að Oppenheimer hefur sópað til sín verðlaunum á meðan þau hafa verið aðeins færri hjá Barbie. #Oppenheimer star Emily Blunt and #Barbie star Ryan Gosling give digs at each other about #Barbenheimer at the 2024 #Oscars pic.twitter.com/iaGqlGcfOL— The Hollywood Reporter (@THR) March 11, 2024 Þá mættu Danny DeVito og Arnold Schwarzenegger saman á svið til að afhenda verðlaunin fyrir bestu tæknibrellurnar. Þau verðlaun fóru til framleiðenda japönsku kvikmyndarinnar Godzilla Minus One. Teymi myndarinnar mætti með Godzilla dúkkur upp á svið og voru öll í samrýmdum skóm. The GODZILLA MINUS ONE team are wearing Godzilla-themed shoes for today s #Oscar red carpet. pic.twitter.com/ou4XUCAtET— DiscussingFilm (@DiscussingFilm) March 10, 2024 Stjörnum prýdd Barbie tónlistaratriði Barbie myndin hlaut ein verðlaun í nótt. Þau hlaut tónlistarkonan Billie Eilish fyrir besta frumsamda lagið fyrir lagið What Was I Made For. Tónlist úr myndinni átti hreinlega Óskarsverðlaunasviðið. Ryan Gosling sló í gegn þar sem hann flutti lagið I'm Just Ken úr myndinni. Á sviðið með honum voru meða lannars Slash úr Guns N' Roses og þá kom hann meðleikurunum í Margot Robbie og Simu Liu á óvart. Þá virtist hluti úr tónlistaratriðinu vera virðingarvottur við lagið Diamonds Are a Girl's Best Friend sem Marilyn Monroe söng í kvikmyndinni Gentlemen Prefer Blondes frá 1953. Ryan Gosling and the cast of "Barbie" perform "I'm Just Ken" at the #Oscars. https://t.co/UNgGySGz3r pic.twitter.com/00hd0Jw8cy— Variety (@Variety) March 11, 2024 Vandræði með kjólinn Það vakti mikla athygli í nótt þegar Emma Stone lenti í vandræðum með kjólinn sinn þar sem hún var á leið upp á svið að taka við verðlaunum fyrir besta hlutverk í Poor Things. "My dress is broken. I'm pretty sure it happened during 'I'm Just Ken.'"Emma Stone has a hilarious start to her Oscars acceptance speech for Best Actress for "Poor Things."#Oscars#Oscars2024https://t.co/X7unxQW0XY pic.twitter.com/pynAPcDeUL— ABC News (@ABC) March 11, 2024 Leikkonan gladdist einmitt mjög þegar tilkynnt var að Nadia Stacey hafi hlotið verðlaun fyrir búningahönnun í Poor Things. Myndband af viðbrögðum leikkonunnar hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Everyone wake up there s a new Emma Stone reaction clip #Oscars pic.twitter.com/yEamS0eeW4— Shannon Burns (@itsshannonburns) March 11, 2024 Þá mætti hundurinn Messi á hátíðina. Sá fór einmitt með stórt hlutverk í kvikmyndinni Anatomy of a Fall og hlaut hann sérstakt lof fyrir hlutverkið af kynninum Jimmy Kimmel. Svo virðist vera sem Messi sé ekki mikill aðdáandi Matt Damon en Variety birti myndband af honum þar sem hann virtist pissa á Hollywood stjörnu leikarans. "Anatomy of a Fall" star Messi appears to pee on Matt Damon's star on the Hollywood Walk of Fame. https://t.co/UNgGySGz3r pic.twitter.com/yMXgsvpiip— Variety (@Variety) March 11, 2024 Erlendir miðlar hafa svo sérstaklega getið þess að bandaríski stórleikarinn Al Pacino hafi virst hafa átt í stökustu vandræðum með að afhenda verðlaunin fyrir bestu myndina. Hann las sigurvegarann, Oppenheimer, upp með miklum semingi svo athygli vakti. „Besta myndin....uh, ég þarf að kíkja í umslagið. Og ég ætla að gera það. Hér er það. Og augun mín sjá....Oppenheimer?“ sagði leikarinn með þannig efasemdarröddu að heyra hefði mátt saumnál detta í salnum á meðan. „Já já!“ sagði hann svo við salinn sem gat andað léttar. Al Pacino caused a bit of confusion announcing the award for best picture, the biggest prize of the night, when he called out Oppenheimer's name - without announcing the 10 nominees first.https://t.co/VRlNGxL07n pic.twitter.com/h14QbNu8ME— Sky News (@SkyNews) March 11, 2024 Breski miðillinn The Guardian tók jafnframt saman stærstu stundirnar á Óskarnum. Að neðan má svo sjá samantekt yfir best klæddur stjörnurnar á Óskarnum. Steinaðir kjólar voru afar vinsælir.
Óskarsverðlaunin Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Grín og gaman Tengdar fréttir Oppenheimer hlutskörpust á Óskarsverðlaunahátíðinni Oppenheimer var sigurvegari kvöldsins á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær en myndin hreppti samtals sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu mynd, besta leikstjóra og besta karlleikara í aðalhlutverki. 11. mars 2024 06:07 Best klæddu stjörnurnar á Óskarnum Stærstu stjörnur heimsins skína skært í hátískuhönnun á rauða dreglinum í kvöld í tilefni af Óskarsverðlaunahátíðinni. Hátíðin fer nú fram í 96. skipti og er haldin í Dolby leikhúsinu í Hollywood. 10. mars 2024 23:22 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Oppenheimer hlutskörpust á Óskarsverðlaunahátíðinni Oppenheimer var sigurvegari kvöldsins á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær en myndin hreppti samtals sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu mynd, besta leikstjóra og besta karlleikara í aðalhlutverki. 11. mars 2024 06:07
Best klæddu stjörnurnar á Óskarnum Stærstu stjörnur heimsins skína skært í hátískuhönnun á rauða dreglinum í kvöld í tilefni af Óskarsverðlaunahátíðinni. Hátíðin fer nú fram í 96. skipti og er haldin í Dolby leikhúsinu í Hollywood. 10. mars 2024 23:22