„Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. mars 2024 12:16 Óskar Hafnfjörð Gunnarsson (t.v.), formaður MATVÍS, segir meðferð Davíðs Viðarssonar á starfsfólki sínu hafa verið skelfilega. Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. Sex eru enn í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á málefnum athafnamannsins Davíðs Viðarssonar. Meðal þess sem Davíð er grunaður um er mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi sem tengist rekstri hans víða um borgina, til að mynda í gegnum veitingastaðina Pho Vietnam og Wokon. Skelfileg meðferð Einhverjir þeirra sem mögulega eru fórnarlömb í mansals málinu voru í stéttarfélaginu MATVÍS, félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum. Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður félagsins, segist líta alvarlegum augum á málið. „Þegar svona mál kemur upp þá skekkir þetta samkeppnisstöðuna. Sérstaklega gagnvart þeim fyrirtækjum sem eru heiðarleg og eru með allt sitt á hreinu. Þetta ætti að laga og bæta stöðuna. Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki sem þarna kemur upp. Það kemur í ljós að stór hluti málsins er hluti af lögreglumáli,“ segir Óskar. Öflugt eftirlit Rannsókn málsins byrjaði að einhverju leyti eftir að MATVÍS bárust nafnlausar ábendingar um slæma stöðu starfsfólksins. Við það fór boltinn að rúlla og endaði með stóru lögregluaðgerðinni sem átti sér stað fyrir tæpri viku síðan. „Þetta sýnir okkur það að við þurfum að vera með öflugt vinnustaðaeftirlit og við munum leggja mikinn þunga núna á eftirlitið. Þá sérstaklega á þessum markaði til að byrja með,“ segir Óskar. Alltaf einhver skemmd epli Hann segir ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum vinnustöðum hafa fjölgað eftir að upp komst um málið. „Ég held að meginþorri sé að gera sitt besta og reyna að hafa allt á hreinu. Hvort að eitt svona stórt mál geti gefið eitthvað til kynna hvernig markaðurinn er, ég leyfi mér að efast um það. En það eru alltaf skemmd epli einhvers staðar,“ segir Óskar. Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Stéttarfélög Tengdar fréttir Veitingamenn slegnir og kalla eftir skilvirkara eftirliti Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku. 10. mars 2024 19:07 Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01 Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Sex eru enn í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á málefnum athafnamannsins Davíðs Viðarssonar. Meðal þess sem Davíð er grunaður um er mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi sem tengist rekstri hans víða um borgina, til að mynda í gegnum veitingastaðina Pho Vietnam og Wokon. Skelfileg meðferð Einhverjir þeirra sem mögulega eru fórnarlömb í mansals málinu voru í stéttarfélaginu MATVÍS, félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum. Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður félagsins, segist líta alvarlegum augum á málið. „Þegar svona mál kemur upp þá skekkir þetta samkeppnisstöðuna. Sérstaklega gagnvart þeim fyrirtækjum sem eru heiðarleg og eru með allt sitt á hreinu. Þetta ætti að laga og bæta stöðuna. Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki sem þarna kemur upp. Það kemur í ljós að stór hluti málsins er hluti af lögreglumáli,“ segir Óskar. Öflugt eftirlit Rannsókn málsins byrjaði að einhverju leyti eftir að MATVÍS bárust nafnlausar ábendingar um slæma stöðu starfsfólksins. Við það fór boltinn að rúlla og endaði með stóru lögregluaðgerðinni sem átti sér stað fyrir tæpri viku síðan. „Þetta sýnir okkur það að við þurfum að vera með öflugt vinnustaðaeftirlit og við munum leggja mikinn þunga núna á eftirlitið. Þá sérstaklega á þessum markaði til að byrja með,“ segir Óskar. Alltaf einhver skemmd epli Hann segir ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum vinnustöðum hafa fjölgað eftir að upp komst um málið. „Ég held að meginþorri sé að gera sitt besta og reyna að hafa allt á hreinu. Hvort að eitt svona stórt mál geti gefið eitthvað til kynna hvernig markaðurinn er, ég leyfi mér að efast um það. En það eru alltaf skemmd epli einhvers staðar,“ segir Óskar.
Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Stéttarfélög Tengdar fréttir Veitingamenn slegnir og kalla eftir skilvirkara eftirliti Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku. 10. mars 2024 19:07 Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01 Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Veitingamenn slegnir og kalla eftir skilvirkara eftirliti Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku. 10. mars 2024 19:07
Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01
Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28